Morgunblaðið - 28.05.2021, Page 2

Morgunblaðið - 28.05.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 Við skoðum glæsilegustu miðalda borgir Evrópu frá 11. og 12. öld Tallinn, Vilnius og Riga og kynnumst miðaldastemningu sem er engri lík. Borgir sem eru á minjaskrá Unesco, miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið. Á vegi okkar verða m.a. dómkirkjur, þröngar steinilagðar götur, hallir, kastalar, fallegar sveitir og sveita- þorp með brosandi heimamönnum. Síðumúli 29, 108 Reykjavík | Sími 588 8900 info@transatlantic.is | www.transatlantic.is Eistland, Lettland, Litháen Innifalið í verði er: • Flug ásamt sköttum og gjöldum • Allur akstur skv. dagskrá • Gisting með morgunmat • 2 X hádegisverður (dagur 3 og 8) • Tveir kvöldverðir á hefðar- setrum (dagur 5 og 7) • Aðgangur að söfnum þar sem við á; Rundale höll, Gediminas kastallinn, Trakai kastali, Opna byggðasafnið, Turaida kastali, Eistnesta þjóðminjasafnið, Sovéska neðanjarðarbyrgið • Enskumælandi leiðsögumaður • Íslenskur fararstjóri Stígðu aftur í miðaldir 321.600 á mann í 2ja manna herbergi 10.-19. september Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Esther Hallsdóttir esther@mbl.is „Ég harma það að Alþýðusam- bandið skuli leggjast gegn því að fólk hafi meira valfrelsi og geti haft meiri áhrif á sín lífeyrisrétt- indi en það hefur í dag. Þarna er ekki verið að semja um lakari rétt- indi en eru til staðar í dag, heldur aukið frelsi til að ráðstafa sínum lífeyri,“ segir Vilhjálmur Bjarna- son, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Verkalýðsfélag Akraness (VLFA) og Elkem Ísland ætla að fara með ágreining um lífeyrismál fyrir Félagsdóm vegna andstöðu ASÍ við samningsatriði í nýgerðum kjarasamningi þeirra. VLFA og El- kem sömdu um að félagsmenn VLFA gætu ráð- stafað allt að 3,5% af iðgjaldi í lífeyrissjóð, ann- aðhvort í sam- tryggingu, til- greinda séreign eða frjálsan lífeyrissparnað. Í frétt á vef VLFA kemur hins vegar fram að forseti ASÍ hafi „lagst gegn því að félagsmenn VLFA fái þetta aukna valfrelsi og lagt stein í götu þessa samkomulags á þeirri forsendu að það sé ASÍ sem fari með samningsumboðið um líf- eyrismál en ekki Verkalýðsfélag Akraness“. „Við stöndum frammi fyrir því að Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins segja á ótrúlegan hátt að við förum ekki með samningsrétt um lífeyrismál. Viðauki sem við gerðum við Elkem Ísland gengur út á að við förum með þennan ágrein- ing fyrir Félagsdóm og fáum úr því skorið hvort samningsrétturinn liggur hjá stéttarfélaginu, ASÍ eða SA. Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur stendur skýrum stöfum bæði í 2. og 5. grein að það eru stéttarfélögin sem semja um kaup og kjör sinna félagsmanna,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segir að hvergi sé get- ið um ASÍ sem samningsaðila í lög- um enda geri ASÍ ekki neina kjara- samninga og hafi ekki samnings- umboð. „Það stendur líka í þessum tilteknu lögum að stéttarfélögin ráða sínum málefnum sjálf og það er ekki hægt að taka samningsrétt- inn af stéttarfélögunum með þess- um grófa hætti eins og þarna er verið að gera,“ segir Vilhjálmur. Stefna Elkem til málamynda Aðspurður hverjum VLFA ætli að stefna fyrir Félagsdóm segir Vil- hjálmur að vegna þess að félagið geti ekki stefnt ASÍ sé niðurstaðan að stefna SA og Elkem Ísland, en því síðara einungis til málamynda. „Elkem mun bara mæta fyrir Fé- lagsdóm og segja að þeir séu sam- mála VLFA um þetta valfrelsi, að við séum búin að semja svona. SA, sem fara í raun og veru með samn- ingsumboðið fyrir Elkem, segja að þau geti ekki samið svona við VLFA vegna þess að þau telja sig þurfa að semja við ASÍ. Þannig að við stefnum í raun og veru Sam- tökum atvinnulífsins og Elkem svona til málamynda, en þeir munu ekki taka afstöðu til málsins að öðru leyti en því að þeir eru bara sam- mála þessum samningi,“ segir Vil- hjálmur. Hann segist bjartsýnn á að VLFA vinni málið í Félagsdómi enda séu lögin þeirra megin. VLFA fer gegn ASÍ fyrir Félagsdómi - Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ASÍ leggjast gegn auknu valfrelsi félagsmanna í lífeyrismálum - Ætlar að stefna SA og Elkem fyrir Félagsdóm til að skera úr um ágreininginn Vilhjálmur Birgisson Malbikunarframkvæmdir eru komnar á fullt og var byrjað að malbika Kringlumýrarbraut í gærmorgun. Það geta myndast miklar umferðarteppur við fram- kvæmdirnar eins og íbúar Kóra- hverfisins í Kópavogi fundu fyrir í gær. Í sumar ætti þó malbikun að hafa minni áhrif en oft áður þar sem tiltölulega fáar af stærri götum borgarinnar þarfnast malbikunar, segir í tilkynningu frá gatnadeild Reykjavíkur- borgar. Áætlað er að malbikun ljúki í september. Í sumar er áætlað að malbikað verði fyrir 1,1 milljarð króna en til samanburðar var malbikað fyrir tæpan milljarð króna í fyrra. logis@mbl.is Minni áhrif frá malbik- un en áður Morgunblaðið/Kristinn Magnússon ÍL-sjóður, sem tók við réttindum og skyldum Íbúðalánasjóðs, var í gær sýknaður af fullskipuðum Hæstarétti af kröfum lántaka sem kröfðust end- urgreiðslu uppgreiðslugjalds. Hér- aðsdómur taldi í lok síðasta árs að uppgreiðslugjöld ÍL-sjóðs hefðu ver- ið ólögmæt. Hefði Hæstiréttur stað- fest þann dóm hefði það haft umtals- verð áhrif á ÍL-sjóð og kostnaðurinn getað hlaupið á tugum milljarða. Hjón sem vildu endurfjármagna 40 ára lán sitt hjá ÍL-sjóði voru krafin um 16% af uppgreiðsluverðmæti lánsins sem var tekið árið 2008. Há- marksuppgreiðslugjald á Íslandi hef- ur verið 1% frá 2013. Hæstiréttur féllst á með ÍL-sjóði að hjónin hefðu með fullnægjandi og bindandi hætti afsalað sér rétti til uppgreiðslu láns- ins án þóknunar þegar þau undirrit- uðu veðbréf með þeim skilmálum. Þá taldi dómurinn að reglugerð sem ÍL- sjóður byggði uppgreiðslugjaldtök- una á hefði fullnægjandi lagastoð. Í öðru máli sem einnig varðaði upp- greiðslugjald ÍL-sjóðs var héraðs- dómur ómerktur og málinu vísað aft- ur í hérað vegna skorts á rökstuðningi héraðsdóms. Málið snerist líkt og hitt málið um upp- greiðsluþóknun á 40 ára húsnæðisláni sem hjón höfðu tekið hjá ÍL-sjóði árið 2008. Hæstiréttur taldi héraðsdóm réttilega hafa komist að þeirri nið- urstöðu að í veðbréfi vegna lánsins hefði ekki verið gætt fyrirmæla um að tilgreina hvernig uppgreiðslugjald skyldi reiknað út. Hins vegar taldi Hæstiréttur að héraðsdómur hefði átt að taka rökstudda afstöðu til þess hvort og þá á hvaða grundvelli ágall- inn leiddi til þess að ráðstöfunin hefði verið ógild og að fallast bæri á kröfur hjónanna. Uppgreiðslumál féll ÍL-sjóði í vil Morgunblaðið/Eggert Hæstiréttur Íslands Sneri við nið- urstöðu héraðsdóms í öðru málinu. - Héraðsdómur ómerktur - ÍL- sjóður sýknaður Benedikt Jóhannessyni fyrrverandi formanni Viðreisnar og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir núverandi formanni flokksins ber ekki saman um hvort Benedikt hafi hafnað því að taka 2. sæti á lista flokksins að boði uppstillingarnefndar. Í síðustu viku greindi Benedikt frá því að honum hefði verið boðið neðsta sæti á lista Viðreisnar, en hann sóttist eftir oddvitasæti í kjördæmi á höfuðborgarsvæðinu. Þorgerður sagði í samtali við mbl.is í gær að Benedikt hefði verið boðið annað sætið á lista flokksins en hafnað því. Benedikt greindi í kjölfarið frá því að hann hefði þvert á móti fall- ist á að taka 2. sæti á lista, en þótt eðlilegt að beðist yrði afsökunar á upphaflegri ákvörðun uppstilling- arnefndar um að bjóða honum neðsta sæti lista til þess að leggja grunn að góðu samstarfi. Þorgerð- ur hafi hins vegar svarað því að slík afsökunarbeiðni væri ekki í boði. Benedikt Jóhannesson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisnarfólk ósammála um hver hafnaði hverju

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.