Morgunblaðið - 28.05.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
og 11-15 laugardaga
www.spennandi-fashion.is
LURDES BERGADA FRÁ BARCELONA
arfsmannafatnaður
rir hótel og veitingahús
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is
Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is
Eigum allt fyrir:
• Þjóninn
• Kokkinn
• Gestamóttökuna
• Þernuna
• Hótelstjórnandann
Hótelrúmföt
Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði
og öðru líni fyrir hótel
Njótum
sumarsins
Fyrir veisluna
Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 |
Við erum á facebook
Kjóll
kr. 9.500
Str. S-XXL
Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentu-
stig á milli mánaða og voru u.þ.b.
17.700 einstaklingar atvinnulausir
síðastliðinn apríl, sem jafngildir um
8,6% árstíðaleiðréttu atvinnuleysi.
Til samanburðar var atvinnuleysið
8,3% í mars. Þetta kemur fram í
vinnumarkaðskönnun Hagstofu Ís-
lands.
Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka
var 78,1% til samanburðar við mars
síðastliðinn en þá var atvinnuþátt-
taka 78,7% og má því sjá að atvinnu-
þátttaka dróst saman um 0,6 pró-
sentustig á milli mánaða.
Atvinnuleysi jókst um 2,8 pró-
sentustig á milli ára og hefur at-
vinnulausum fjölgað um 6.900 manns
á meðan atvinnuþátttaka hefur auk-
ist um 5 prósentustig á milli ára. Það
er áætlað að um það bil 206 þúsund
manns, á aldrinum 16-74 ára, hafi
verið á vinnumarkaði og þar af eru
184 þúsund manns starfandi og um
það bil 22.000 atvinnulausir en í at-
vinnuleit.
Áætlað er að atvinnuleysi hjá
ungu fólki, á aldrinum 16-24 ára, sé
um 36,6% og hefur það ekki verið
meira síðan maí árið 2010 þegar at-
vinnuleysi var 37,1%. Yfirleitt er at-
vinnuleysi hjá ungu fólki mest í maí
þar sem námsmenn fara þá að leita
að sumarstarfi. Atvinnuleysi er mun
meira hjá ungu fólki en það var á síð-
asta ári. logis@mbl.is
Atvinnuleysi jókst í apríl
- Atvinnuleysi á landinu fór í í 8,6% í apríl samkvæmt könn-
un Hagstofunnar - Það mesta hjá ungu fólki síðan árið 2010
Tillaga að nýju rekstrarleyfi til
handa Löxum fiskeldi sem Mat-
vælastofnun hefur auglýst áskilur að
lágmarksstærð útsettra seiða skuli
vera 200 grömm. Er það í samræmi
við úrskurð úrskurðarnefndar um-
hverfis- og auðlindamála sem felldi
úr gildi fyrra rekstrarleyfi Mast
vegna þess að lágmarksstæð seiða,
56 grömm, var ekki í samræmi við
áform fyrirtækisins eins og þeim var
lýst í skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum.
Frestur til að skila athugasemdum
er til 23. júní og eftir þann tíma hefst
vinna við útgáfu rekstrarleyfis. Skal
þeirri vinnu lokið innan fjögurra
vikna, eða fyrir 24. júlí.
Leyfið hljóðar upp á 10 þúsund
tonna viðbót við þau 6 þúsund tonn
sem Laxar fiskeldi er með í Reyðar-
firði og á að gilda til ársins 2037.
Leyfið sem var ógilt var gefið út í
byrjun október. Fyrirtækið hefur
fjárfest mikið til að nýta það og
áformaði að hefja útsetningu stór-
seiða á vormánuðum, eða seiða um
400 grömm að meðaltali. helgi@mbl.is
Nýtt leyfi
verði gefið
út í júlí
- Miðað við útsetn-
ingu 200 g seiða
Eggert Skúlason
eggertskula@mbl.is
„Mér finnst þetta grimmt, mjög
grimmt,“ segir Sigmundur Þór Árna-
son, bróðir ósakhæfs manns sem vist-
aður er á réttargeðdeildinni á Kleppi.
Sigmundur segir bróður sinn hafa
sætt hörðum refsingum og gagnrýnir
starfshætti stofnunarinnar.
Sigmundur ræddi við Eggert
Skúlason í þættinum Dagmál, sem
birtist í dag og er opinn áskrifendum
Morgunblaðsins.
Hann segir að bróðir sinn hafi ver-
ið sviptur allri afþreyingu og ein-
angraður í upp undir ár. Þetta gerð-
ist í kjölfar þess að hann réðst á
geðlækni inni á Kleppi og reyndi að
kyrkja hann. Hann var þá kærður
fyrir morðtilraun en er sem áður
ósakhæfur. Starfsmenn á Kleppi hafi
neitað því að um refsingu hafi verið
að ræða.
Vistaður eftir að hafa
orðið manni að bana
Bróðir Sigmundar var upphaf-
lega vistaður á réttargeðdeild
Klepps eftir að hafa orðið manni að
bana. Sigmundur segir að bróðir
sinn hafi verið mjög veikur frá því
hann greindist með geðklofa fyrir
20 árum. Hann hafi síðast átt eðli-
legt samtal við bróður sinn á ung-
lingsárum. Í hans tilfelli fylgir sjúk-
dómnum ofbeldishneigð.
Bróðir hans hafi í fyrsta sinn náð
bata er hann fór inn á réttar-
geðdeildina fyrir nokkrum árum og
fékk lyf. Hann hafi byrjað að byggja
aftur upp tengsl við fjölskyldu-
meðlimi, en hann hafði einangrað
sig meðan á veikindunum stóð.
Stuttu fyrir fyrrnefnda morð-
tilraun á Kleppi hafi bróðir hans
hins vegar hætt að fá lyfin sín. Sig-
mundur telur að starfsfólk hafi verið
að athuga hvort hann þyldi annars
konar lyf, töflur í stað sprautna.
Augljóst hafi verið að bróðir hans
væri í geðrofi og hann hafi varað
starfsfólkið við.
Hafi framkallað geðrof
Sigmundur segir ósanngjarnt að
bróður sínum sé refsað vegna þess
sem hann telur vera mistök af hálfu
Klepps. „Stofnunin sem hann er
vistaður á vegna þess að hann er
ósakhæfur kærir hann fyrir morð-
tilraun sem er vegna geðrofs sem
þau framkalla,“ segir Sigmundur.
„Mér finnst það bara mjög
grimmt.“
Dagmál Sigmundur Þór Árnason ræðir við Eggert Skúlason í þættinum.
„Mér finnst
þetta grimmt“
- Gagnrýnir starfshætti Klepps