Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
„Þegar seðlabankastjóri skrifar bók
liggur beinast við að hugsa sem svo,
að efni hennar hafi með efnahag
landsins að gera, vaxtaþróun, stöðu
gjaldmiðilsins eða hvers konar hag-
stjórn sigli landinu áfallaminnst um
öldudal kórónufaraldursins.“
Með þessum orðum hefst umfjöll-
un norska rithöfundarins Knut
Ødegård í kristilega dagblaðinu
Vårt Land um bók Ásgeirs Jóns-
sonar seðlabankastjóra, Uppreisn
Jóns Arasonar, sem hann gaf út
fyrir jólin.
Ødegård er mikill Íslandsvinur
og hefur um áratuga skeið búið
jöfnum höndum á Íslandi sem í
Noregi. Hann hefur þýtt fjölda ís-
lenskra skáldverka, þar á meðal
leikrita, á norsku, stóð að stofnun
Listvinafélags Hallgrímskirkju
ásamt Herði Áskelssyni árið 1982,
en gegndi auk þess forstöðu-
mennsku Norræna hússins árin
1984-’89. Ødegård var sæmdur
stórriddarakrossi fálkaorðunnar
árið 1993 fyrir framlag sitt til efl-
ingar menningartengslum milli Ís-
lands og Noregs en hafði áður
hlotið riddarakross hennar árið
1987.
Tengist norskri kirkjusögu
Heldur Ødegård áfram í inngangi
greinar sinnar og kveður Ísland
ólíkt öðrum löndum. Gildi þau ólík-
indi engu síður um seðlabankastjór-
ann íslenska, sem í fyrra hafi sent
frá sér bók um Jón Arason, síðasta
kaþólska biskup Íslendinga. Ekki
um vaxtaþróun eða hagstjórn á kór-
ónutímum sem sagt.
Í bók sinni fari Ásgeir 500 ár aft-
ur í tímann, til siðaskipta 16. aldar
og biskupsins, sem tekinn var af lífi
með sjö axarhöggum árið 1550, en
skrif Ødegårds bera einmitt yfir-
skriftina Biskupinn sem var líflátinn
með sjö axarhöggum. Hann segir
bók Ásgeirs tengjast norskri kirkju-
sögu órofa böndum, enda hafi Ís-
land heyrt undir kirkjuumdæmi
Niðaróss í Noregi þar sem erkibisk-
upsstóll var á miðöldum.
„Við skrifum gjarnan að kaþ-
ólskur siður hafi verið aflagður hjá
okkur með siðaskiptunum árið 1537.
Á Íslandi var átökunum ekki lokið
fyrr en 1550,“ skrifar Ødegård og
segir allrar athygli vert að lesa
þennan hluta siðaskiptasögunnar
með augum hagfræðings, sem með-
al annars hafi rannsakað íslenskt
hagkerfi tímabilið 1400 til 1600, ver-
ið dósent í hagfræði og stýri nú
seðlabanka landsins. Ásgeir beini
sjónum að þáttum í siðaskiptunum á
Íslandi sem ekki blasi við af því sem
sagan almennt segir af uppgjöri
kaþólsks og lútersks siðar.
Lítil borg og fjarlæg
„Ísland hafði fylgt með Noregi
inn í Kalmarsambandið og þar með
inn í það sem síðar urðu dönsk yfir-
ráð. Í raun stýrðu þýskir kaupmenn
þó landinu. Margar þjóðir stunduðu
fiskveiðar og verslun við Ísland án
þess að Danir fengju rönd við reist.
Kaupmannahöfn var lítil borg og
fjarlæg. Þannig var ástandið fram
yfir 1540,“ skrifar Ødegård.
Hann segir enga ástæðu til að
draga það í efa að fyrir Jóni Ara-
syni biskupi hafi vakað að verja
kaþólsku kirkjuna með kjafti og
klóm þegar hann bauð Kristjáni
þriðja Danakonungi og lúterstrúnni
birginn. Undir niðri hafi þó bar-
áttan um völd og eignir kraumað.
Auk þess að ætla sér af sannfær-
ingu að vinna lúterskunni braut-
argengi hafi enn fremur vakað fyrir
Kristjáni konungi sú ætlan að fjár-
magna rekstur Danmerkur sem
staðið hafi höllum fæti.
„Þarna berst okkur kærkomin
aðstoð hagfræðingsins til að koma
auga á að minnsta kosti hluta af
heildarmynd þess pólitíska, trúar-
lega og efnahagslega ástands sem
ríkjandi var á umbrotatímabili í
Evrópu […] Konungur heldur sér
til hlés í sjö ár, allt þar til Jón gerir
uppreisn gegn konungi og lúterstrú
árið 1548,“ skrifar Ødegård og vísar
til bréfs Jóns Arasonar frá 21. apríl
það ár, þar sem hann tekur sér
erkibiskupsvald yfir Íslandi. Í kjöl-
farið hafi komið til þeirra væringa
sem lauk með aftöku Jóns og sona
hans í Skálholti rúmum tveimur ár-
um síðar.
Biskup í eldlínunni
„Ásgeir Jónsson teiknar upp vef
af pólitískum og fjárhagslegum
hagsmunum og blekkingum í kring-
um sögu Jóns biskups og varn-
arbaráttu hans fyrir biskupsstólinn
á Hólum og kaþólska trú. Ísland
heyrði undir Kaupmannahöfn, en
hin lúterska Hamborg var enn þá
rammasta erlenda aflið á Íslandi.
Innanlands geisa átök um eignir
þar sem Jón biskup er í eldlínunni.
Hann var ekki líflátinn fyrir trú
sína, heldur fyrir að óhlýðnast kon-
ungi og reyna að hrifsa Ísland úr
greipum dansks konungsvalds.
Hve traust sambönd Jón hafði er-
lendis er vafamál, en til er bréf frá
páfanum frá 1549 þar sem páfi
hvetur biskup til að halda bisk-
upsdæminu kaþólsku. Einnig er
sennilegt að Jón hafi haft tengsl við
Karl V. Þýskalandskeisara sem var
voldugasti verndari kaþólskrar trú-
ar í Evrópu,“ skrifar Ødegård.
Síðasti kaþólski biskupinn á Ís-
landi hafi síður en svo verið svarinn
andstæðingur kenningar Marteins
Lúters. Þvert á móti hafi þeir Jón
báðir verið þeirrar skoðunar að al-
menningur skyldi geta nálgast guðs
orð á sínu tungumáli. Jón hafi verið
íslenskumaður góður og flutt til
landsins fyrstu prentsmiðjuna þar
sem hann hafi líklega látið prenta
þýddar bækur þótt ekki sé hægt að
fullyrða um það, þar sem af því
prentverki varðveittist hvorki tang-
ur né tetur.
Ljósið slokknaði ekki
Klykkir Ødegård út með því að
spyrja hvort Jón Arason biskup hafi
verið píslarvottur eða valdsmaður.
Líkast til hafi hann verið hvort
tveggja, þótt ekki teljist hann
píslarvottur í kirkjulegum skilningi
þrátt fyrir tilraunir í þá veru að
leiða fram jarteikn þar um. Með því
vísar Ødegård í söguna af Jóni bisk-
upi Vigfússyni á Hólum sem gekk
umhverfis kirkjuna með logandi
kerti í aftakaveðri árið 1674 og
sagði það sönnun þess, að Jón Ara-
son og synir hans hefðu verið teknir
af lífi saklausir, kæmist hann hring-
inn um kirkjuna með kertið logandi.
„Ljósið slokknaði ekki, það lifði í
storminum og regninu,“ lýkur Øde-
gård máli sínu um Jón biskup Ara-
son og skrif seðlabankastjóra um
uppreisn hans og örlög.
Kærkomin aðstoð hagfræðings
- Knut Ødegård skrifar um bók Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra - Tengist norskri kirkjusögu
órofa böndum - Dregur upp vef fjárhagslegra hagsmuna og blekkinga á umbrotatímum í Evrópu
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Aldarspegill Knut Ødegård, rithöfundur og Íslandsvinur mikill, segir seðlabankastjóra beina sjónum að þáttum í
siðaskiptunum á Íslandi sem ekki blasi við af því sem sagan almennt segir okkur af Jóni Arasyni og hildi hans.
Nýjar reglur um samkomutakmark-
anir gera nú mögulegt að opna þing-
palla Alþingis að nýju. Þetta upp-
lýsti Steingrímur J. Sigfússon
þingforseti við uppahaf þingfundar á
miðvikudaginn.
Þingpallarnir hafa verið lokaðir í
rúmlega ár, eða frá 12. mars á síð-
asta ári. Á þeim tíma hafa gestir
ekki mátt koma í Alþingishúsið
vegna kórónuveirufaraldursins.
Fyrst um sinn verður þó einungis
hægt að taka á móti tíu manns í einu
og verða allir að nota grímur. Alla-
jafna eru þingpallar öllum opnir á
meðan þingfundur stendur og á
meðan húsrúm leyfir. Þingfundir
samkvæmt starfsáætlun eru mánu-
daga, þriðjudaga, miðvikudaga og
fimmtudaga og hefjast þeir kl. 13.
Þingpallarnir eru á þriðju hæð Al-
þingishússins og er gengið inn frá
Templarasundi.
Vegna nýrra reglna hefur verið
aflétt ýmsum hömlum sem gilt hafa í
þingsalnum sjálfum. sisi@mbl.is
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Nú getur almenningur á ný fylgst með þingstörfum af pöllum Al-
þingis. Aðeins geta 10 manns verið þar í einu og skylda er að bera grímu.
Almenningi hleypt
á þingpalla að nýju
ÚTSKRIFTARGJÖF
Með Óskaskríni gefurðu upplifanir í stað hluta og það sem meira er,
þú gefur viðtakandanum færi á að velja sína uppáhalds upplifun
úr fjölda freistandi möguleika sem leynast í hverju boxi.
Óskaskrínin eru á mismunandi verði og höfða til fjölbreytilegs
smekks og ólíkra áhugasviða viðtakenda.
UPPLIFUN ÍGEFÐU
577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is