Morgunblaðið - 28.05.2021, Page 26
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Í apríl síðastliðnum var opnuð ný
mathöll í Borgartúni og ber hún
yfirskriftina Borg29. Bættist hún í
hóp þriggja mathalla sem starfrækt-
ar eru í Reykjavík. Þannig opnaði
Hlemmur mathöll dyr sínar fyrir
viðskiptavinum
sínum í ágúst
2017, Grandi
mathöll í júní
2018 og Mathöll
Höfða í mars
2019.
Miðað við yfir-
lýsingar sem
gefnar hafa verið
opinberlega má
gera ráð fyrir að
mathöllum í
Reykjavík muni fjölga talsvert á
komandi misserum. Þannig er stefnt
að opnun mathallar í Pósthússtræti í
desember næstkomandi og þá hafa
forsvarsmenn Kringlunnar sagt að
þeir ætli sér að opna eins konar
mathöll á þriðju hæð verslunarmið-
stöðvarinnar á árinu 2023. Sam-
kvæmt kynningargögnum Austur-
hafnar í miðbænum er einnig stefnt
að opnun mathallar í nýbyggingunni
næst Hörpu en ekki hafa verið gefn-
ar upp nákvæmar tímasetningar um
það hvenær af því verður.
Jákvæð viðbrögð
Björn Bragi Arnarsson er einn
þeirra sem standa að nýjustu mat-
höllinni í Borgartúni. Hann segir
viðtökurnar draumi líkastar.
„Það hefur verið fullt hjá okkur
öll hádegi og kvöld frá því að við
opnuðum. Við höfum fengið mjög já-
kvæð viðbrögð frá fólki við stöðun-
um, matnum og stemningunni.
Markmiðið var að BORG29 yrði
ekki eingöngu samansafn góðra
veitingastaða heldur líka samkomu-
staður, þar sem fólki þætti gott að
setjast niður og eiga góða stund, og
ég tel að það hafi tekist mjög vel til.“
Hann segir mathallarformið snið-
ugt og það geri hópum kleift að fara
saman út að borða án þes að fólk
þurfi endilega að koma sér saman
um hvað skuli borðað.
„Í vel heppnaðri mathöll geta allir
fundið eitthvað við sitt hæfi.“
Hann segir einnig að fyrirkomu-
lagið sé hentugt fyrir veitingamenn.
„Það er heilmikil samnýting milli
staða og ekki eins þungur baggi fyr-
ir veitingaaðila og þegar ráðist er í
að stofna nýjan stakan veitinga-
stað.“
Spurður hvort ekki sé áhyggju-
efni að mathallir skuli nú spretta
upp hver á fætur annarri segist
Björn Bragi ekki hafa áhyggjur af
þróuninni, þvert á móti.
„Ég er alls ekki á því að það séu
að verða of margar mathallir í borg-
inni, þvert á móti. Ekki frekar en að
fólk myndi tala um að það væru að
verða of margir veitingastaðir.“
Hann ítrekar þó að með aukinni
samkeppni þurfi fólk að vera á tán-
um og leita leiða til að bæta sig.
„Það á líka við um mathallirnar.“
Sjö mathallir í Reykjavík
Morgunblaðið/Eggert
Menning Hlemmur mathöll var fyrsta höllin af þessum toga sem var opnuð
en senn fjölgaði þeim og enn mun bætast í hópinn á komandi árum.
- Mikil eftirspurn eftir götubita - Tvær mathallir í miðbænum á teikniborðinu
- Kringlan blandar sér í samkeppnina - BORG29 fer afar vel af stað í Borgartúni
Mathallir í Reykjavík
Hlemmur Mathöll
ÁGÚST 2017
Mathöll Höfða
MARS 2019
Mathöll Pósthússtræti
ÁÆTLAÐ DESEMBER 2021
Mathöll Austurhöfn
ÓVÍST
Borg29 mathöll
APRÍL 2021
Mathöll Kringlunni
ÁÆTLAÐ 2023
Kortagrunnur:
OpenStreetMap
Grandi Mathöll
JÚNÍ 2018
Björn Bragi
Arnarsson
hafa miðað við útboðsgengið gert
ágæt kaup. Í tilboðsbók A var
útboðsgengið 58 krónur á hlut eða
11% lægra en skráð gengi bréfanna í
dag. Útboðsgengi í tilboðsbók B,
sem ætluð var fagfjárfestum, var 60
krónur og er það 8,7% lægra en
skráð gengi bréfanna í lok fyrsta við-
skiptadagsins. Í útboðinu seldu þá-
verandi hluthafar félagsins 29,3% og
nam söluandvirðið 29,7 milljörðum
króna. Í kjölfar útboðsins voru hlut-
hafar félagsins 7.000 talsins.
Miðað við núverandi gengi félags-
ins á markaði er það fjórða stærsta
skráða félagið á markaði hér á landi.
Langstærsta félagið er Marel sem
einnig er skráð á markað í Hollandi.
Er markaðsvirði þess ríflega 690
milljarðar króna. Næststærsta fé-
lagið er Arion banki sem metinn er á
ríflega 220 milljarða. Þá er Brim
metið á 116 milljarða.
Við lokun markaða í gær stóð
markaðsvirði Síldarvinnslunnar í
111 milljörðum króna. Í júnímánði er
gert ráð fyrir að Íslandsbanki verði
skráður á markað og má þá slá því
föstu að Síldarvinnslan verði fimmta
verðmætasta félagið í Kauphöllinni
nema eitthvert núverandi félaga á
markaðnum hafi sætaskipti við Síld-
arvinnsluna.
Síldarvinnslan í Neskaupstað var
tekin til viðskipta á aðalmarkaði
Kauphallar Íslands í gær. Gunnþór
Ingvason, forstjóri fyrirtækisins,
hringdi viðskiptin inn og ólíkt því
sem almennt gengur og gerist
glumdi kauphallarbjallan ekki í
skrifstofum Nasdaq við Laugaveg
182 heldur um borð í uppsjávarskip-
inu Berki NK sem lá bundið við
bryggju í Norðfjarðarhöfn.
Utan höfuðborgarsvæðisins
Þegar bjöllunni hafði verið hringt
bauð Magnús Harðarson, forstjóri
Nasdaq Iceland, Síldarvinnsluna
velkomna á markað. Fyrirtækið er
það eina utan höfuðborgarinnar sem
skráð er á markað.
Kauphöllin var að mestu rauðlituð
í gær utan þess að Marel, Skeljung-
ur og Sýn hækkuðu í verði. Bréf
Síldarvinnslunnar héldu hins vegar
skráningargildi sínu og stóðu í 65,2
við lokun markaða. Velta með bréf
félagsins var talsverð eða 1.083 millj-
ónir króna.
Þeir sem tóku þátt í hlutafjár-
útboði félagsins fyrr í mánuðinum
Fjórða stærsta félagið í Kauphöll
- Viðskipti hafin með bréf Síldarvinnsl-
unnar á markaði - Milljarðs velta í gær
Ljósmynd/Guðlaugur B. Birgisson
Hringing Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, var léttur í bragði
þegar hann hringdi fyrirtækið inn á markað um borð í skipinu Berki NK.
Fimmverðmætustu
félögin íKauphöllinni
Markaðsvirði í milljörðum króna
Marel 691
Arion banki 222
Brim 116
Síldarvinnslan 1 1 1
Kvika 107
28. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 121.27
Sterlingspund 171.77
Kanadadalur 100.31
Dönsk króna 19.944
Norsk króna 14.57
Sænsk króna 14.61
Svissn. franki 135.33
Japanskt jen 1.1137
SDR 175.32
Evra 148.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 182.4328
Hrávöruverð
Gull 1904.3 ($/únsa)
Ál 2341.0 ($/tonn) LME
Hráolía 68.55 ($/fatið) Brent
« Um 60% íslenskra fyrirtækja með
fjóra starfsmenn eða fleiri eru ánægð
með efnahagsaðgerðir stjórnvalda
vegna kórónuveirunnar og rúmur
helmingur þeirra telur sig vel í stakk
búinn til þess að takast á við næstu
mánuði í kjölfar faraldursins. Þetta
sýnir ný könnun sem Gallup hefur gert
og er þetta í fimmta sinn frá því að
faraldurinn skall á sem fyrirtækið
vinnur slíka könnun. Nýjasta könunin
nær yfir apríl og maí.
Um 16,4% svarenda sögðust mjög
ánægð með efnahagsaðgerðir stjórn-
valda og er það hæsta hlutfall sem
mælst hefur í könnununum fimm.
Fjórðungur þeirra fyrirtækja sem
svöruðu spurningum Gallup þurfti að
fækka starfsfólki sökum faraldursins.
Helmingur fyrirtækja sem fækkað
hafa starfsfólki sér fram á að fjölga
því að nýju á næstu mánuðum en
fjórðungur þeirra fyrirtækja sem ekki
þurftu að skera niður í starfsmanna-
haldi hyggst fjölga fólki á komandi
mánuðum. Allir forsvarsmenn ferða-
þjónustufyrirtækja sem svöruðu
þurftu að fækka starfsfólki. 70%
þeirra munu fjölga starfsfólki á næstu
þremur mánuðum.
12,6% fyrirtækja segjast standa
frekar eða mjög illa fjárhagslega til
þess að glíma við komandi mánuði.
60% fyrirtækja ánægð
með aðgerðirnar
STUTT