Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Nýlega synjaði sveit-
arfélagið Vogar Lands-
neti um fram-
kvæmdaleyfi vegna
Suðurnesjalínu 2 og
setti með þeim hætti
raforkuöryggi Suðu-
nesjamanna í uppnám.
Tafir á byggingu lín-
unnar eru að nálgast 10
ár. Áætla má að kostn-
aður þjóðfélagsins
vegna tafa í uppbygg-
ingu raforkuinnviða geti numið um
sex milljörðum á ári að mati forstjóra
Landsnets (Vísir 3.12. 2014). Kostn-
aður samfélagsins af töfum á upp-
byggingu Suðurnesjalínu 2 er því um-
talsverður.
Raforkuinnviðir eru mikilvægir
hverju samfélagi. Raforka er ein
grunnstoða samfélagsins og fátt ger-
ist í nútímasamfélagi án
raforku. Án raforku
skapast ástand sam-
skiptaleysis ásamt skorti
á hita og ljósi og mik-
ilvæg og jafnvel lífs-
nauðsynleg tæki stoppa.
Slíkt ástand getur ógnað
þjóðaröryggi. Án raf-
orku verða samfélög
óvirk eins og dæmin
sanna, t.d. þegar raf-
magn fór af norður í
landi veturinn 2019 og
skip Landhelgisgæsl-
unnar þurfti til að koma
lágmarksraforkuöryggi
til Dalvíkur. Sem betur fer urðu engin
dauðsföll í það skipti en nýlegt dæmi
frá Texas bendir til að raforkuskortur
geti verið dauðans alvara en í febrúar
á þessu ári varð þar raforkuskortur
og 111 manns létu lífið.
Raforkuinnviði, eins og flutnings-
kerfi Landsnets, er því auðveldlega
hægt að skilgreina sem hluta af þjóð-
aröryggi Íslands. Slík skilgreining
ætti að færa málsmeðferð opinberra
aðila á uppbyggingu raforkuinnviða á
annað plan og veita slíkum verk-
efnum flýtimeðferð í gegnum sam-
þykktarferli og verja slík verkefni
fyrir árásum frá mótmælendum sem
hafa fagurfræðileg gildi að leiðarljósi
eða önnur álíka rök fyrir kærum sín-
um til dómstóla sem geta tafið verk-
efni um fjölda ára.
Ísland þarf að skapa um 50.000 ný
störf á næstu 10 árum. Ný störf krefj-
ast raforku og erfitt að sjá hvernig
skapa á ný störf án þess að framleiða
meira rafmagn og tryggja flutning
þess um landið án styrkra innviða.
Uppbygging raforkuinnviða varðar
þjóðaröryggi þessa lands og flýti-
meðferð á samþykktarferli og hröð
uppbygging tryggir öryggi og er
þjóðhagslega hagkvæm.
Raforkuinnviðir
varða þjóðaröryggi
Eftir Magnús
Björgvin
Jóhannesson
Magnús Björgvin
Jóhannesson
» Flýtimeðferð á sam-
þykktarferli og hröð
uppbygging tryggir ör-
yggi og er þjóðhagslega
hagkvæm.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Storm Orku.
magnusj@stormorka.is
Formaður Veiði-
félags Árnesinga
dreifði fundarboði á
haustdögum, pestin
frestaði fundi. Frestur
skyldi vera stuttur.
Tillaga stjórnar gerir
ráð fyrir nýrri nýting-
aráætlun á veiðisvæði
sem aldrei hefur haft
nýtingaráætlun,
fækka sem mest
stöngum á viður-
kenndum svæðum í jökulvatninu og
raða þeim sem eftir eru á óreynd
svæði þar sem áhuginn er sem
minnstur.
Á meðfylgjandi mynd ræða miklir
sómamenn við ráðherra, svipurinn
segir allt sem segja þarf. Þarna sáu
allir í hvað stefndi og mátti enn
bregðast við.
Í nefndu fundarboði reyna núver-
andi stjórnarliðar að boða friðun en
forðast umræðu um netaveiðar sem
nú sem fyrr er heilög rányrkja eins
og fram kom í viðbrögðum ráðherra
á sínum tíma, endalausum útúrsnún-
ingum og heiftarlegri árás á Land-
samtök stangveiði-
félaga og þá fyrst og
fremst formann þeirra.
Fyrrverandi formaður
Veiðifélags Árnesinga
gerði fulla grein fyrir
sjálfum sér í mikilli æs-
ingaræðu á aðalfundi
árið eftir. Þar taldi
hann upp nefnda prýð-
ismenn og hótaði þeim
hefndum. Þar talaði ný-
ráðinn mannréttinda-
dómari sem Ísland
hafði ráðið til starfa.
Undirritaður fékk sinn skammt af
svívirðingum og hótunum og hefur
ekkert lát orðið þar á.
Undirritaður hefur krafist nýrrar
arðskrár fyrir Veiðifélag Árnesinga
og málinu verður haldið áfram.
Endurupptaka
á baráttumáli
á friðun á laxi
Eftir Hreggvið
Hermannsson
Hreggviður
Hermannsson
» Þar taldi hann
upp nefnda prýðis-
menn og hótaði þeim
hefndum.
Höfundur er félagsmaður og veiði-
réttareigandi í Veiðifélagi Árnesinga.
Þegar glíman við
Covid-19 stóð sem hæst
skorti sjúkraliða í fram-
línu. Ég tók þátt í því
með heilbrigðis-
ráðherra og öðru for-
ystufólki í heilbrigð-
isgeiranum að skora á
þá sem mögulega gætu
að skrá sig í sveit bakv-
arða. Mér fannst líka
rétt að ég sem formað-
ur sjúkraliða byði mig sjálf fram til
starfa sem ég bað aðra sjúkraliða að
sinna. Ég skráði mig því sem bakvörð
og var kölluð til starfa á Covid-deild
Landspítalans.
Dýrmæt lífsreynsla
Starfið í framlínu varð mér dýr-
mæt lífsreynsla. Það veitti einstaka
innsýn í álagið sem
fylgdi því að vinna með
Covid-smituðum. Ég
fylltist aðdáun á hvern-
ig allt gekk eins og
smurð vél. Allir unnu
sem einn maður og fag-
leg landamæri brustu.
Fórnfýsin og æðruleys-
ið var einstakt. Ég varð
stolt af mínu fólki,
sjúkraliðunum. Hjúkr-
unarfræðingar, læknar
og aðrir í framlínunni
stóðu sig ekki síður vel.
Álagið birtist í margvíslegum
myndum. Við sem hjúkruðum smit-
uðum urðum öll að vera í mjög óþægi-
legum hlífðarfatnaði. Þeir voru ekki
síður erfiðir fyrir sjúklingana. Milli
sjúkraliða, sem sinna nærhjúkrun, og
sjúklinganna okkar myndast oft sér-
stök nánd, sem er gefandi og mikil-
væg fyrir hvora tveggja. Þessi nánd
hvarf þegar ekki var lengur hægt að
veita tilfinningaríka hvatningu eða
huggun við umönnun þegar ekki sést
í andlit okkar.
Félagsleg einangrun
framlínunnar
Sjálft bjó framlínufólkið við stöð-
ugan ótta um mögulegt smit. Það ótt-
aðist að bera smit inn á deildina, inn á
heimili sín eða smita samstarfsfélaga.
Margir fóru því í sjálfskipaða sóttkví
milli vakta, beinlínis til að draga úr
líkum á að bera smit inn í spítalann.
Þegar upp kom smit meðal starfs-
fólks á deildinni var gripið til viðeig-
andi ráðstafana. Samstarfsfélagarnir
gistu þá á hóteli á milli vakta ef fjöl-
skylduaðstæður leyfðu ekki ein-
angrun eða sóttkví á heimili.
Í mörgum tilvikum skar fólk í
framlínu á öll félagsleg tengsl fyrir
utan nánustu fjölskyldu. Stundum
líka við hana þegar starfsfólk flutti að
heiman og aðlagaði fjölskyldulífið
þörfum spítalans. Álag af þessu tagi
er ekki hægt að skynja nema upplifa
á eigin skinni. Áhrif þess voru miklu
meiri en ég átti von á.
Kulnun
Þótt öll teikn séu nú um að Cov-
id-19 sé á undanhaldi í heiminum, og
sérstaklega hér á Íslandi, hefur veir-
an gengið nógu lengi til að fyrir liggja
margvíslegar rannsóknir á afleið-
ingum hennar. Þar á meðal því sem
kalla má félagslegar og andlegar af-
leiðingar fyrir þau sem verið hafa
lengi í framlínu.
Niðurstöðurnar benda til að álagið
sem fylgir störfum í framlínu geti
brotist út löngu síðar með marg-
víslegu móti. Fólk sem misserum
saman hefur borið mikla ábyrgð og
staðið í löngum stormi getur örmagn-
ast andlega. Það birtist í síþreytu og
sleni, depurð og að lokum kulnun í
starfi.
Þetta þurfum við að hafa í huga
gagnvart okkar einstaka fram-
línufólki; sjúkraliðum, hjúkrunar-
fræðingum, læknum og öðrum.
Eftirlit og úrræði
Það er ekki nóg að stéttarfélögin
eða BSRB bjóði upp á úrræði fyrir
þau sem telja sig þurfa á aðstoð að
halda. Mörg dæmi eru um að fólk geri
sér ekki sjálft grein fyrir þegar það
er að lenda í ógöngum og læsist í ferli
sem getur leitt til kulnunar í starfi.
Heilbrigðiskerfið sjálft þarf því að
hafa virkt eftirlit með því starfsfólki
sem mest mæddi á í framlínu. Kerfið
á að leita uppi framlínufólk sem er í
hættu og bjóða upp á viðeigandi úr-
ræði áður en það er um seinan. Þjóðin
á því skuld að gjalda.
Skilaboð frá bakverði
Eftir Söndru B.
Franks »Kerfið á að leita uppi
framlínufólk sem er
í hættu og bjóða upp á
viðeigandi úrræði áður
en það er um seinan.
Sandra B. Franks
Höfundur er formaður Sjúkraliða-
félags Íslands.
sandra@slfi.is
Atvinna