Morgunblaðið - 28.05.2021, Page 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
✝
Anna Jensína
Olsen fæddist á
Klöpp í Reyðarfirði
7. október 1926. Hún
lést á Vífilsstöðum
20. maí 2021.
Foreldrar hennar
voru Guðlaug Þór-
unn Björnsdóttir, f.
4.9. 1896, d. 3.10.
1982, og Stefán J.
Olsen, f. 25.7. 1894,
d. 26.2. 1968. Bræð-
ur hennar voru Björn, f. 1928, d.
1982, Borgþór, f. 1929, og Ásgeir,
Þórisdóttir. Börn þeirra eru Hera
Mist og Alexander Freyr. b)
Thelma Rán. Maki Brynjar Örn
Sigurdórsson. Barn hennar er
Gunnar. c) Aron Mímir. 2) Snorri,
f. 17.11. 1958, maki Birna Ingv-
arsdóttir. Börn þeirra: a) Halldór.
Maki Gréta Þórsdóttir Björnsson
og eiga þau Snorra Þór og Sindra
Þey. b) Eyþór, maki Kristín Þrast-
ardóttir og eiga þau Berg Loga og
Kára Jökul. c) Snædís, maki Jan
Rode Harpot Hansen. Eiga þau
Freyju. 3) Stefán, f. 27.1. 1961,
maki Signhild Birna Borgþórs-
dóttir. Börn þeirra: a) Borgþór.
Sambýliskona: Dagmar Una Ólafs-
dóttir. b) Anna Ósk. Maki Garðar
Sigurjónsson.
Útför Önnu verður gerð frá
Langholtskirkju í dag, 28. maí
2021, og hefst athöfnin klukkan 13.
f. 1933, d. 2009.
Anna giftist hinn
26.5. 1950 Halldóri
Snorrasyni. For-
eldrar hans voru
Sigrún Halldórs-
dóttir og Snorri Þór-
ólfsson frá Húsey í
Hróarstungu. Börn
Önnu og Halldórs
eru: 1) Sigrún, f.
13.9. 1957, maki
Gylfi Bjarnason
(slitu samvistir). Börn þeirra eru:
a) Halldór Daði. Maki Birna Ósk
Okkur langar í örfáum orðum
að minnast elsku Önnu ömmu.
Dyrnar hjá ömmu og afa stóðu
alltaf opnar. Við vorum svo hepp-
in að hafa alist upp nálægt þeim í
Vogahverfinu og heimsóttum við
þau í tíma og ótíma. Það var alltaf
tekið vel á móti okkur í Eikjuvog-
inum og alltaf eitthvert góðgæti á
boðstólum, sama hvort við vorum
ein á ferð eða í hjólatúr með vin-
um okkar. Við gleymum aldrei
hveitiskúffunni hennar ömmu
sem mátti einnig nota sem hálf-
gerðan sandkassa þar sem við
fengum að leika okkur með hveit-
ið. Okkur þykir vænt um allar
ferðirnar í Hvalfjörðinn þar sem
amma og afi áttu sumarbústað
niðri við sjó og við brösuðum
margt.
Amma var alltaf til staðar fyrir
okkur en leyfði okkur líka að
styðja hana þegar hún þarfnaðist
þess. Hún var sterk og ákveðin
kona en ófeimin við að segja
hvernig henni leið og sýna tilfinn-
ingar. Hún hafði að okkur fannst
oft og tíðum takmarkalausa þol-
inmæði fyrir því þegar við krakk-
arnir lékum með skartgripina
hennar eða nýttum allt færanlegt
á heimili þeirra afa til að byggja
kastala og skip. Hún gat líka set-
ið með okkur löngum stundum að
leggja kapal, spila ólsen-ólsen,
manna eða lönguvitleysu. Þegar
við vorum yngri fann amma oft
upp á einhverju til að hafa ofan af
fyrir okkur, eins og þegar hún
kenndi Snædísi að dansa Óla
skans sem endaði þó með því að
amma hrasaði um þröskuld og
lærbrotnaði. Amma var mikill
húmoristi og tók þátt í flestu
gríni. Þrátt fyrir að hún léti oft
eins og sér þætti grínið ekki
fyndið þá átti hún erfitt með að
fela brosið sem oftar en ekki end-
aði með hlátri og gleði.
Ömmu leiddist ekki að segja
frá liðnum tímum og sagði okkur
gjarnan frá því hvernig lífið var í
„gamla daga“ og það kom okkur
oft á óvart hve vel hún mundi
hvert einasta smáatriði. En oft
kom hún okkur einnig á óvart
með þekkingu sinni á málefnum
líðandi stundar sem og vilja
hennar og getu til að læra á hin
ýmsu tæki, eins og þegar hún
lærði á spjaldtölvu 93 ára gömul.
Við kveðjum elsku bestu
ömmu með söknuði og þakklæti
fyrir allar ljúfu stundirnar sem
við áttum með henni.
Halldór, Eyþór og Snædís.
„Að leiðarlokum er okkur ljúft
að minnast tengdamóður okkar
og er óendanlegt þakklæti efst í
huga okkar fyrir að hafa átt svo
einstaklega góða tengdamóður.
Hún varð samofin lífi okkar og
síðar fjölskyldna okkar í tæp 40
ár. Hún var stoð okkar og stytta
og gaf einatt góð ráð og var boðin
og búin að aðstoða ef þörf var á.
Hún hélt fjölskyldunni þétt sam-
an, dugleg að bjóða okkur öllum í
mat og sóttu barnabörnin mikið í
að heimsækja og dvelja hjá
ömmu og afa. Tengdamamma var
afskaplega vin- og ættrækin og
minnug á nöfn allra og þeirra
niðja einnig. Hún var afar mynd-
arleg húsmóðir og þau tengda-
pabbi áttu fallegt og hlýlegt
heimili, lengst af í Eikjuvogi 19
og síðar að Kleppsvegi 62 í
Reykjavík. Það var gestkvæmt
hjá þeim og þar var öllum tekið
opnum örmum. Eftir andlát
tengdapabba bjó hún áfram á
Kleppsveginum og þá hófst nýr
kafli í lífi hennar. Hún eignaðist
margar afskaplega góðar vinkon-
ur í húsinu. Þær héldu vel saman
og voru duglegar að hittast og
litu til hver með annarri. Það
verður seint fullþakkað. Það var
gott að fá að vera hjá tengda-
mömmu þegar hún kvaddi þetta
jarðlíf á sólríkum fallegum maí-
morgni, tuttugasta þessa mánað-
ar, södd lífdaga, 94 ára gömul.
Andlát hennar var friðsamt og
fallegt eins og hún sjálf var. Hún
hélt andlegri reisn, góðri heyrn
og sjón til dauðadags. Hún var
sérlega vin- og ættrækin, minnug
á menn og málefni. Dásamleg
kona er gengin og falleg lífs-
ganga að baki. Blessuð veri minn-
ing hennar með einlægri þökk
fyrir yndislega samfylgd sem
aldrei bar skugga á.
Hinsta kveðja frá tengdadætr-
um.
Birna Ingvarsdóttir,
Signhild Birna Borg-
þórsdóttir.
Anna Jensína
Olsen
✝
Garðar Smári
Ómarsson
fæddist í Reykjavík
3. febrúar 1989.
Hann lést á heimili
sínu 16. maí 2021.
Foreldrar hans
eru Ómar Bjarni
Þorsteinsson, f. 26.
apríl 1959, og Þóra
Björk Harðardóttir,
f. 1. júlí 1961.
Garðar eignaðist
son sinn Ómar Alex 4. ágúst
2012. Barnsmóðir hans er Guðný
Klara Guðmundsdóttir.
Systkini Garðars eru: 1) Magn-
ús Valur Ómarsson. Eiginkona
diplómu í kerfisstjórn árið 2018
og stundaði síðar nám í netstjórn.
Hann hafði áhuga á tölvum og
tækninýjungum og var alltaf
reiðubúinn að veita hjálp ef á
þurfti að halda.
Garðar var fróðleiksfús og
hægt að ræða við hann um allt
milli himins og jarðar. Um þau
málefni sem hann hafði áhuga á
var hann almennt mjög vel upp-
lýstur og sköpuðust oft skemmti-
legar umræður.
Hann lagði mikið upp úr því að
eiga gott samband við strákinn
sinn og voru þeir mjög nánir.
Hann átti einstakt samband við
frændsystkin sín og uppáhalds-
frændi var virðingartitill í hans
augum. Garðar var með stórt
hjarta, hann var trúr og tryggur
þeim sem honum þótti vænt um.
Útförin fer fram í Fríkirkjunni
í Reykjavík í dag, 28. maí 2021,
klukkan 15.
hans er Ragnheiður
Blöndal. Börn
þeirra: Benedikt
Þór og Þröstur Már.
2) Edda Ásgerður
Skúladóttir. Maður
hennar er Steindór
Arnar Jónsson.
Börn þeirra eru:
Jón Valur og Matt-
hildur Þóra. 3) Unn-
ur Dögg Ómars-
dóttir. Maður
hennar er Frímann Haukdal.
Börn þeirra eru: Einar Már og
Jóhann Bjarni.
Garðar útskrifaðist frá Nýja
tölvu- og viðskiptaskólanum með
Elsku drengurinn minn, með
brostið hjarta af söknuði og sorg
rita ég mín hinstu orð til þín. Ég
er þakklát fyrir að hafa haft þig í
lífi mínu. Ég minnist þegar ég
fékk þig í fangið mitt nýfæddan og
hjarta mitt fylltist af ást. Þú varst
mömmudrengur alltaf og við vor-
um mjög náin og næm hvort á
annað. Þú hafðir rosa stórt hjarta
og vildir hjálpa öllum, þú elskaðir
lífið og áttir stóra drauma. Það fer
svo ótalmargt um hugann þegar
ég hugsa um mannkosti þína, ég
sé ekkert sem er neikvætt því þú
fannst þér leið í hjarta fólks og
það gat ekki annað en elskað þig.
En þú tapaðir slagnum við fíkn-
isjúkdóm sem tekur allt of mörg
af okkar ungmennum.
Ég veit að þú fylgist með okkur
og þú lifir að eilífu í hjörtum okkar
og sonar þíns, sem og systkina og
frændsystkina sem syrgja frænd-
ann sem gaf þeim allan sinn tíma.
Þú elsku barnið mitt með fal-
legu sálina, takk.
Mamma og pabbi elska þig.
Þóra Björk Harðardóttir og
Ómar Bjarni Þorsteinsson.
Elsku Garðar Smári bróðir,
takk fyrir allar ógleymanlegu
stundirnar í gegnum árin. Þín
verður sárt saknað hér á Blöndu-
ósi, þar sem þú bjóst hjá okkur
tvisvar sinnum á þinni ævi til að
ná áttum í lífinu. Eins og þér var
einum lagið vafðir þú öllu heim-
ilisfólkinu um fingur þér með
góðri nærveru og væntumþykju í
garð okkar sem hér búa.
Við bræður vorum góðir vinir
og gátum talað með virðingu hvor
við annan um alla mögulega hluti.
Ég tók hlutverk mitt sem stóri
bróðir alvarlega og var að reyna
að innræta þér að vakna á morgn-
ana, mæta í vinnu og reyna að
gleyma vandamálum heimsins í
vinnunni, bara einbeita sér að einu
í einu. Sumar lexíur gekk betur að
læra af stóra bróður en aðrar.
Ég væri að ljúga ef ég segði að
þú hefðir ekki kennt mér eitthvað
líka á lífið. Þú tókst tíma í að
hugsa um fólk í kringum þig og
skammaðir mig fyrir að vera of
strangur við strákana mína og
sagðir stundum: „Varst þú eitt-
hvað skárri?“ Ég hlustaði á þig því
eins og ég sagði við þig þá leit ég
upp til þín að mörgu leyti.
Þú átt sérstakan stað í hjarta
Ragnheiðar mágkonu þinnar þar
sem henni þótti mjög gott að hafa
þig á heimilinu. Þú varst hjálpleg-
ur við að halda heimilinu hreinu
og fínu og henni þótti þú mjög
góður félagsskapur. Við grínuð-
umst með það að við værum
örugglega betri uppalendur en
Þóra mamma, því það gekk víst
betur að fá þig til að hjálpa til við
heimilishaldið hér en uppi í Graf-
arvogi. Ragnheiður spurði mig
oftar en einu sinni: „Getur hann
bara ekki flutt á Blönduós? Hann
getur bara búið hér þangað til
hann fær íbúð á leigu, það munar
engu að hafa einn auka í mat, við
þurfum hvort sem er að elda.“
Strákarnir sakna þín mikið en
eiga mikið af góðum minningum
um þig. Benedikt á göngutúrana
með þér og Layku og Þröstur
FIFA-leikina þar sem Manchest-
er United og Liverpool háðu
hörkubaráttu. Hlátursins og gleð-
innar sem fylgdi þeim rimmum
verður sárt saknað, en með gleði
minnst um ókomna tíð. Við elsk-
um þig bróðir og vitum að þú fylg-
ist með okkur.
Kveðja,
Magnús, Ragnheiður,
Benedikt og Þröstur Már.
Í dag kveðjum við ástkæran
frænda okkar Garðar Smára Óm-
arsson. Sviplegt fráfall hans er
enn þá óraunverulegt og svo
ósanngjarnt að það er erfitt að
trúa því að hann sé farinn frá okk-
ur. „Lítill drengur ljós og fagur“
eru ljóðlínur sem hafa sótt á hug-
ann því Garðar var ljós og fagur
að innan sem utan og það er sú
minning sem við eigum um hann.
Sterk réttlætiskennd, góð-
mennska, hjálpsemi og hlýja ein-
kenndu Garðar Smára. Alltaf
þegar maður hitti hann fékk mað-
ur faðmlag og það var einlægt.
Hann elskaði son sinn Ómar Alex
sem hann var svo innilega stoltur
af og foreldra sína, systur, bróður
og systkinabörn. Fjölskyldan
skipti hann öllu máli. Hann vildi
ekki deyja, hann hafði svo margt
að lifa fyrir; þó svo að lífið hafi
stundum verið honum erfitt þá
tókst hann á við erfiðleikana.
Hann átti sér þann draum að
klára nám sitt og fá góða vinnu. Á
svona stundum skilur maður ekki
alveg tilgang lífsins.
Sorg
Þótt andlitið kunni að gleðjast um
stund getur hjartað grátið. Ef þú vilt
komast hjá því að syrgja og sakna
skaltu hætta að elska, því þeir missa
mest sem mikið elska. Sá sem ekki
elskar missir ekki neitt en fer mikils á
mis.
Leyfðu sorginni að hafa sinn tíma og
fara í sinn eðlilega farveg. Svo mun það
gerast, smátt og smátt, að þú gefst upp
fyrir henni og minningarnar björtu og
góðu komast að, taka við og búa með
þér. Ómetanlegar minningar sem eng-
inn getur frá þér tekið.
Að harðasta vetrinum loknum fer svo
að vora og yljandi vindar taka aftur um
þig að leika og litskrúðug ólýsanlega
fögur blóm gera vart við sig, hvert af
öðru. Þau taka að spretta umhverfis
lind minninganna.
Já blessaðir séu þeir sem gefa sér tíma
til að strjúka vanga og þerra tár af kinn,
bara með því að faðma og vera.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku Ómar, Þóra, Ómar Alex,
Maggi, Edda, Unnur Dögg og
fjölskyldur, missir ykkar er mik-
ill. Engin orð fá lýst þeim harmi
sem fylgir því að missa ástvin, en
lífið heldur áfram og þið hafið
mikið að lifa fyrir.
Megi guð gefa ykkur styrk til
að komast í gegnum þennan erf-
iða tíma.
Blessuð sé minning Garðars
Smára.
Rósa, Kjell og fjölskylda,
Anna, Karl (Kalli) og
fjölskylda, Unna frænka.
Garðar Smári
Ómarsson
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÞÓRU STEFÁNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks A6 í
Fossvogi.
Stefán Gíslason
Anna Þóra Gísladóttir Örn Arnarson
Hannes Orri Arnarson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og bróðir,
ÁSGEIR HOLM,
Austurgötu 32, Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 23. maí á
Landspítalanum.
Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 3. júní klukkan 13.
Ásgeir Helgi Ásgeirsson Eygló Brá Schram
Vilhjálmur Sveinn Björnsson Jóna Bryndís Gísladóttir
og barnabörn
Ástkær faðir okkar, afi, langafi og
langalangafi,
PÉTUR GEIR HELGASON
frá Ísafirði,
lést á Droplaugarstöðum föstudaginn
21. maí. Útförin fer fram frá Neskirkju
í Reykjavík mánudaginn 31. maí klukkan 16. Streymt verður frá
útförinni á www.streymi.is
Fjölskyldan
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
OLGA ÓLA BJARNADÓTTIR,
verslunar-, veitinga- og
hannyrðarkona, lengst af á
Egilsstöðum og Blönduósi,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum fimmtudaginn 20. maí. Útförin
fer fram í Háteigskirkju miðvikudaginn 2. júní klukkan 15.
Eymundur Sigurðsson Ragnheiður Bragadóttir
Hanna Birna Sigurðardóttir Jesper Dalby
Bjarni Gaukur Sigurðsson Elísabet Jónsdóttir
og barnabörn
Elskuleg frænka okkar,
HJÁLMFRÍÐUR HALLGRÍMSDÓTTIR,
(Fríða)
Sóltúni 2,
lést föstudaginn 21. maí. Útförin fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi miðvikudaginn
2. júní klukkan 11. Streymt verður frá athöfninni á hlekknum
https://youtu.be/GsPB2qgPlFk.
Sigurður Geirsson Guðlaug Einarsdóttir
Árni Geirsson Halldóra Hreggviðsdóttir
Geir Óskar, Haukur Árni, Guðrún Hrönn, Fríða,
Einar Óskar, Herborg, Hlynur
og fjölskyldur
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÞÓR HJÖRLEIFSSON,
Messuholti,
lést á HSN Sauðárkróki fimmtudaginn
20. maí. Útför verður frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 4. júní klukkan 14.
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Jón Ingvar Axelsson
Arngunnur H. Sigurþórsd. Ægir Sturla Stefánsson
Steinunn Sigurþórsdóttir Sigurður Guðjónsson
Ingibjörg Sigurþórsdóttir Einar Sævarsson
barnabörn og barnabarnabörn