Morgunblaðið - 28.05.2021, Page 52

Morgunblaðið - 28.05.2021, Page 52
52 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 Pepsi Max-deild kvenna Keflavík – ÍBV.......................................... 1:2 Valur – Breiðablik .................................... 3:7 Selfoss – Fylkir......................................... 0:0 Tindastóll – Þór/KA............................... (1:0) _ Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Efstu lið fyrir leik Tindastóls og Þórs/KA: Selfoss 5 4 1 0 12:4 13 Breiðablik 5 4 0 1 22:8 12 Valur 5 3 1 1 10:10 10 Þróttur R. 5 1 3 1 11:8 6 ÍBV 5 2 0 3 10:11 6 Tindastóll 3 1 1 1 3:3 4 Lengjudeild kvenna HK – ÍA..................................................... 0:1 Bandaríkin Orlando Pride – Portland Thorns......... 2:1 - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Orlando Pride. Noregur Bodö/Glimt – Haugesund....................... 2:0 - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Molde – Vålerenga .................................. 2:3 - Björn Bergmann Sigurðarson lék ekki með Molde en Viðar Örn Kjartansson spil- aði í 79 mínútur með Vålerenga. Sandefjord – Rosenborg......................... 1:2 - Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með Sandeford en Hólmar Örn Eyjólfsson var ekki með Rosenborg. Sarpsborg – Kristiansund ...................... 0:1 - Emil Pálsson var á bekknum hjá Sarps- borg en Brynjólfur Willumsson kom inn á hjá Kristiansund á 65. mínútu. Strömsgodset – Tromsö.......................... 1:1 - Valdimar Þór Ingimundarson lék fyrstu 65 mínúturnar með Strömsgodset. Ari Leifsson var allan leikinn á bekknum, sem og Adam Örn Arnarson hjá Tromsö. Viking – Mjöndalen ................................. 2:1 - Samúel Kári Friðjónsson lék allan leik- inn með Viking. Ítalía B-deild, umspil, seinni úrslitaleikur: Venezia – Cittadella ................................ 1:1 - Bjarki Steinn Bjarkason var á bekknum hjá Venezia en Óttar Magnús Karlsson er meiddur. _ Venezia sigraði 2:1 samanlagt og leikur í A-deildinni á næsta tímabili. 0-'**5746-' Olísdeild karla Stjarnan – Fram................................... 27:29 Afturelding – Valur .............................. 25:34 KA – Þór................................................ 19:19 FH – ÍBV .............................................. 28:26 Haukar – ÍR.......................................... 41:22 Grótta – Selfoss .................................... 23:27 Lokastaðan: Haukar 22 19 1 2 672:528 39 FH 22 13 4 5 648:607 30 Valur 22 13 1 8 645:592 27 Selfoss 22 12 2 8 577:562 26 Stjarnan 22 11 3 8 630:604 25 KA 22 9 7 6 587:571 25 ÍBV 22 11 2 9 639:615 24 Afturelding 22 10 3 9 589:602 23 Fram 22 10 2 10 589:572 22 Grótta 22 5 4 13 556:595 14 Þór Ak. 22 4 1 17 488:601 9 ÍR 22 0 0 22 517:688 0 Þýskaland Flensburg – RN Löwen....................... 26:26 - Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Flensburg en Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark fyrir Löwen. Essen – Magdeburg............................. 26:31 - Ómar Ingi Magnússon skoraði 13 mörk fyrir Magdeburg. Füchse Berlín – Lemgo....................... 30:24 - Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo. Melsungen – Ludwigshafen............... 25:23 - Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr- ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds- son er þjálfari liðsins. Danmörk Undanúrslit, annar leikur: Bjerringbro/Silk. – Tvis Holstebro .. 30:25 - Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fjögur mörk fyrir Tvis Holstebro sem er úr leik. Aalborg – GOG .................................... 33:30 - Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 17/2 skot í marki GOG. $'-39,/*" Úrslitakeppni kvenna Fyrsti úrslitaleikur: Valur – Haukar .................................. (30:16) _ Ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Umspil karla Undanúrslit, fjórði leikur: Selfoss – Hamar ................................... 88:96 _ Hamar vann 3:1 og mætir Vestra í einvígi um úrvalsdeildarsæti. Úrslitakeppni NBA Philadelphia – Washington ....... 120:95 (2:0) New York – Atlanta................... 101:92 (1:1) Utah – Memphis....................... 141:129 (1:1) 086&(9,/*" Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon gerði sér lítið fyrir og skoraði 13 mörk fyrir Magdeburg er liðið vann 31:26-útisigur á Essen í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld. Níu markanna komu af víta- línunni. Ómar er þar með orðinn næstmarkahæsti leikmaður deild- arinnar með 210 mörk í 30 leikjum Magdeburg, eða sjö mörk að með- altali í leik. Hann er ellefu mörkum á eftir Marcel Schiller hjá Göpp- ingen, sem hefur hinsvegar leikið einum leik meira. Magdeburg á enn eftir átta leiki á tímabilinu. Ómar orðinn næsthæstur Morgunblaðið/Eggert Þrettán Ómar Ingi Magnússon rað- aði inn mörkum gegn Essen. Alfons Sampsted og samherjar hans í Bodö/Glimt halda áfram þar sem frá var horfið í norsku úrvals- deildinni í knattspyrnu á síðasta timabili. Þeir urðu þá norskir meistarar með gríðarlegum yfir- burðum og eru þegar búnir að koma sér fyrir á toppnum. Alfons átti mjög góðan leik í gærkvöld þegar meistararnir unnu Hauge- sund 2:0 og hafa nú fengið 13 stig af 15 mögulegum. Rosenborg, lið Hólmars Arnar Eyjólfssonar, er með 11 stig í öðru sæti og Molde er með 10 stig í þriðja sætinu. Sama sigling á Alfons og Bodö Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Noregur Alfons Sampsted á góðu gengi að fagna með Bodö/Glimt. BESTUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Brynjar Ingi er fyrst og fremst gríðarlega efnilegur leikmaður,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari knattspyrnuliðs KA, í samtali við Morgunblaðið. Brynjar Ingi Bjarna- son, varnarmaður KA, hefur spilað frábærlega með KA í fyrstu leikjum Íslandsmótsins og stimplað sig inn sem einn af betri miðvörðum deild- arinnar. Hann er leikmaður maímánaðar í einkunnagjöf Morgunblaðsins eins og sjá má hér til hliðar. „Brynjar býr yfir öllu því líkam- lega atgervi sem góður miðvörður þarf að búa yfir. Hann er með mikla hæð, hann er mjög fljótur og svo er hann líka mjög góður í fótbolta. Hann hefur allt til brunns að bera til þess að ná mjög langt í fótboltanum. Ef maður ætlar sér að bera hann saman við frábæra íslenska miðverði þá á hann hins vegar eitthvað í land með að ná leikmanni eins og Kára Árnasyni [varnarmanni Víkings í Reykjavík og íslenska landsliðsins] sem dæmi,“ sagði Arnar. Miðvörðurinn er einungis 21 árs gamall og á því ýmislegt eftir ólært. „Brynjar er góður strákur og kannski of góður strákur inni á vell- inum. Hann mætti láta finna meira fyrir sér og eins vantar aðeins meira upp á talandann og stjórnun enda er hann rólegur strákur að eðlisfari. Við höfum rætt þetta okkar á milli og ég er auðvitað bara gríðarlega ánægður með hann og fyrir hans hönd með þennan árangur sem hann hefur náð hingað til. Persónulega fannst mér að hann hefði átt að vera í U21-árs landsliðshópnum sem fór á lokamótið í Ungverjalandi í mars en það er þjálfarinn sem velur hópinn,“ sagði Arnar en Brynjar er nú í A- landsliðshópnum fyrir vináttuleikinn gegn Mexíkó í Texas annað kvöld. Eitt skref í einu Arnar var sjálfur atvinnumaður í tíu ár og þekkir því fótboltann er- lendis ansi vel. „Ég hef reynt að brýna það fyrir mönnum sem fara út í atvinnu- mennsku að það sé bara byrjunin. Það er ekkert í hendi þegar þú ert kominn til útlanda og þú þarft að leggja ennþá meira á þig til þess að ná árangri þar. Það eru of margir strákar sem fara út í kringum tvítugt og koma strax aftur heim því þeir ná ekki að festa sig í sessi. Samkeppnin er gríðarleg í atvinnumennsku og lykillinn að því að ná árangri er bæði vinnusemi og þrautseigja.“ Brynjar hefur alla burði til þess að ná langt á ferlinum ef hann heldur rétt á spilunum. „Það er alfarið undir Brynjari komið hvort hann geti náð langt í at- vinnumennsku og með íslenska landsliðinu á sínum ferli. Brynjar er ennþá ungur og hann getur bætt sig mikið eins og ég kom inn á áðan. Það eru breytingar í vændum hjá landsliðinu og ákveðin kynslóðaskipti að fara í gang. Núverandi miðverðir liðsins eru komnir á seinni hluta fer- ilsins og það eru strákar tilbúnir að taka við keflinu eins og Sverrir Ingi Ingason, Hólmar Örn Eyjólfsson, Hjörtur Hermannsson og Jón Guðni Fjóluson svo einhver dæmi séu nefnd. Við eigum því miðverði sem eru til- búnir að koma inn í þetta en Brynjar á klárlega möguleika að vinna sér inn sæti í landsliðinu einn daginn. Þetta snýst um að taka lítil skref í einu og hann átti mjög gott tímabil í fyrra. Mér finnst hann hafa bætt sig enn þá frekar í ár þó það sé stundum erf- itt fyrir unga leikmenn að fylgja eftir góðu gengi síðasta tímabils. Ef þetta er eitthvað sem koma skal, það er að segja að hann haldi áfram að bæta sig ár frá ári, þá myndi ég segja að hann ætti mjög góða möguleika á því að fara í atvinnumennsku einn dag- inn.“ Vera með báða fætur á jörðinni Ef menn ætla sér að ná langt í íþróttum þurfa þeir að halda rétt á spilunum og taka réttar ákvarðanir. „Þegar allt kemur til alls þá snýst þetta um að vera með báða fætur á jörðinni og leggja hart að sér. Þeir sem vilja ná árangri þurfa að leggja mikið á sig eins og dæmin sanna. Þú þarft að fórna miklu til að verða topp- íþróttamaður og mun meiru en fólk gerir sér oft grein fyrir. Að sama skapi er það vel þess virði þegar þú nærð góðum árangri en menn þurfa líka að taka réttar ákv- arðnir á leiðinni eins og Gylfi Þór Sigurðsson hefur til dæmis gert á sínum ferli. Það falla margir í þá gryfju að taka skemmtanalífið fram yfir fótboltann en það er dæmi sem gengur ekki upp. Það er líka þannig að þegar menn fá nasaþefinn af góðum árangri þá annaðhvort slaka þeir á eða gefa í. Ég vona innilega að Brynjar gefi í og þá eru honum allir vegir færir,“ sagði Arnar við Morgunblaðið. Mikilvægt að halda rétt á spilunum - Brynjar Ingi Bjarnason hefur alla burði til að ná langt í atvinnumennsku Morgunblaðið/Árni Sæberg Bestur Brynjar Ingi Bjarnason, fyrir miðju, eftir að hafa skorað eitt marka KA í útisigri á KR-ingum, 3:1, í annarri umferð deildarinnar í vor. Brynjar Ingi Bjarnason, miðvörður KA, er leikmaður maímánaðar í Pepsi Max-deild karla að mati Morgunblaðsins. Brynjar er efstur í M-einkunna- gjöf blaðsins eftir sex fyrstu umferðir Íslandsmótsins, hefur fengið 6 M samanlagt, og aðeins einn annar leikmaður í deildinni hefur náð því. Það er nafni hans, Brynjar Hlöðversson, sem hefur fengið 6 M fyrir frammistöðu sína með nýliðum Leiknis úr Reykjavík. Brynjar Ingi hefur hinsvegar verið valinn þrisvar í lið umferðarinnar en Brynjar Hlöðversson einu sinni og það gerði útslagið í valinu á milli þeirra tveggja. Fleiri en Morgunblaðið hafa veitt frammistöðu Brynjars Inga athygli því hann er í íslenska landsliðshópnum í fyrsta skipti og gæti spilað sinn fyrsta A-landsleik annað kvöld þegar Ísland mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Texas. Hann er 21 árs gamall, uppalinn KA-maður en hefur einnig leikið með Magna og hefur aldrei leikið með yngri landsliðum Íslands. Ellefu manna úrvalslið maímánaðar má sjá hér fyrir ofan og þar eiga Valur, KA og Leiknir tvo leikmenn hvert félag. Síðan eru sjö varamenn fyrir neðan og alls eiga átta félög af tólf fulltrúa í hópnum en liðsvalið er alfarið byggt á M-einkunnagjöfinni. vs@mbl.is Lið maímánaðar hjá Morgunblaðinu í Pepsi Max-deild karla 2021 VARAMENN: Þórður Ingason 4 1 Víkingur R. Þorri Mar Þórisson 4 2 KA Orri Hrafn Kjartansson 4 1 Fylkir Atli Sigurjónsson 4 KR Matthías Vilhjálmsson 4 2 FH Thomas Mikkelsen 4 1 Breiðablik Patrick Pedersen 4 2 Valur 5-3-2 Brynjar Hlöðversson Leiknir R. Brynjar Ingi Bjarnason KA Höskuldur Gunnlaugsson Breiðablik Steinþór Már Auðunsson KA Rasmus Christiansen Valur Kristinn Jónsson KR Nikolaj Hansen Víkingur R. Ágúst Eðvald Hlynsson FH Kristinn Steindórsson Breiðablik Kristinn Freyr Sigurðsson Valur Sævar Atli Magnússon Leiknir R. Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Fjöldi sem leik- maður hefur fengið 2 1 2 2 2 1 1 3 2 1 2 5 5 6 6 5 5 4 5 5 4 5 Brynjar bestur í maí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.