Morgunblaðið - 28.05.2021, Síða 53
ÍÞRÓTTIR 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021
Einvígi Vals og KR í átta liða
úrslitum Íslandsmóts karla í
körfubolta hefur verið hreint út
sagt stórkostleg skemmtun. Það
verður til lykta leitt á Hlíðarenda
í kvöld með oddaleik og ég óttast
helst að þar með verði mesta
fjörið í úrslitakeppninni á enda.
Það verður allavega erfitt að
toppa þetta einvígi í undanúrslit-
unum og úrslitunum. Þessi bar-
átta Vals og KR hefur allt. Vals-
liðið er byggt upp á „gömlum“
KR-ingum, aldagamall rígur milli
félaganna kraumar undir niðri,
og svo þessi stórfurðulega niður-
staða að allir leikirnir vinnist á
útivöllum.
Ekki bara í þessari rimmu í
átta liða úrslitunum heldur unnu
þau hvort annað á útivelli í vetur.
Þetta er reyndar vel þekkt fyr-
irbæri úr fótboltanum því á und-
anförnum árum hefur meirihluti
leikja KR og Vals í úrvalsdeild
karla endað með sigri útiliðsins.
En þó Valsliðið sé sett saman
af KR-ingum og leikmönnum
héðan og þaðan er áhugavert að
sjá félagið aftur í fremstu röð í
körfuboltanum í karlaflokki. Allt
frá því Torfi Magnússon, Rík-
harður Hrafnkelsson, Kristján
Ágústsson, Tim Dwyer og fleiri
snjallir kappar gerðu það gott í
mögnuðu Valsliði í byrjun níunda
áratugarins hefur Valur mest lít-
ið skipt sér af titlabaráttu.
Valur varð síðast meistari ár-
ið 1983, þá í annað sinn, og hefur
ekki leikið til úrslita um titilinn
frá 1992. Jón Arnór og félagar
þurfa að brjóta ísinn og vinna
heimaleik í kvöld, ætli þeir að
gera alvöru atlögu að Íslands-
meistaratitlinum. Eða atlögu að
því að fá að mæta Keflavík.
Því eins og staðan er núna
virðist baráttan snúast um hverj-
ir mæti Keflavík í úrslitum og
taki svo við silfurverðlaunum.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Dönsku meistararnir í Aalborg
leika á ný til úrslita um danska
meistaratitilinn í handknattleik eft-
ir að þeir höfðu betur í seinni und-
anúrslitaleiknum gegn GOG, 33:30,
í Álaborg í gærkvöld. Viktor Gísli
Hallgrímsson landsliðsmarkvörður
lék mjög vel í marki GOG og var
með 35 prósent markvörslu, varði
m.a. tvö vítaskot, en það dugði ekki.
Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
Aalborg og lið hans mætir nú Bjerr-
ingbro/Silkeborg í úrslitaleik um
meistaratitilinn á sunnudaginn
kemur.
Álaborg aftur
í úrslitaleikinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Góður Viktor Gísli Hallgrímsson
varði vel í Álaborg í gær.
Blakkonurnar Berglind Gígja Jóns-
dóttir og Elísabet Einarsdóttir hafa
byrjað sumartímabilið í strandblak-
inu í Danmörku afar vel. Þær unnu
glæsilegan sigur á fyrsta mótinu í
dönsku sumarmótaröðinni sem
fram fór í Árósum og sigruðu þar
bæði landsliðspör Dana, fyrst í
undanúrslitum og síðan í úrslita-
leik. Þær Berglind og Elísabet eru
á leiðinni á alþjóðlegt mót í Skot-
landi og þar keppa einnig tvær aðr-
ar af fremstu blakkonum landsins,
þær Thelma Dögg Grétarsdóttir og
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Strandblak Berglind Gígja Jóns-
dóttir og Elísabet Einarsdóttir.
Frábær byrjun
í Danmörku
KEFLAVÍK – ÍBV 1:2
0:1 Delaney Baie Pridham 17.
1:1 Aerial Chavarin 36.
1:2 Annie Williams 89.
M
Tiffany Sornpao (Keflavík)
Natasha Anasi (Keflavík)
Auriel Chavarin (Keflavík)
Kristrún Ýr Hólm (Keflavík)
Delaney Pridham (ÍBV)
Annie Williams (ÍBV)
Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
Kristina Erman (ÍBV)
Dómari: Helgi Ólafsson – 9.
Áhorfendur: 52.
VALUR – BREIÐABLIK 3:7
1:0 Sigríður Lára Garðarsdóttir 6.
1:1 Kristín Dís Árnadóttir 11.
1:2 Tiffany McCarty 15.
1:3 Taylor Ziemer 19.
1:4 Sjálfsmark 31.
1:5 Agla María Albertsdóttir 51.
1:6 Tiffany McCarty 59.
1:7 Karitas Tómasdóttir 65.
2:7 Elísa Viðarsdóttir 73.
3:7 Elín Metta Jensen 80.
MMM
Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki)
MM
Áslaug Munda Gunnlaugsd. (Breiðabliki)
M
Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðab.)
Taylir Ziemer (Breiðabliki)
Tiffany McCarthy (Breiðabliki)
Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki)
Elísa Viðarsdóttir (Val)
Elín Metta Jensen (Val)
Dómari: Aðalbjörn Þorsteinsson – 9.
Áhorfendur: 231.
SELFOSS – FYLKIR 0:0
MM
Emma Checker (Selfossi)
M
Anna María Friðgeirsdóttir (Selfossi)
Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfossi)
Þóra Jónsdóttir (Selfossi)
Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki)
María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki)
Stefanía Ragnarsdóttir (Fylki)
Berglind Baldursdóttir (Fylki)
Sæunn Björnsdóttir (Fylki)
Rautt spjald: Guðný Geirsdóttir (ÍBV)
37.
Dómari: Arnar Þór Stefánsson – 8.
Áhorfendur: 269.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Tíu mörk skoruð í uppgjöri tveggja
sigurstranglegustu liðanna í deild-
inni og Blikakonur komnar í 7:1 um
miðjan síðari hálfleikinn gegn Val á
Hliðarenda! Óhætt er að segja að
liðin tvö sem eru á leið í undan-
keppni Meistaradeildarinnar í
haust hafi í gærkvöld boðið upp á
ótrúlega ójafnan og hreint furðu-
legan leik sem að lokum endaði með
gríðarlega sannfærandi sigri
Breiðabliks, 7:3.
_ Tiffany McCarty skoraði tvö
marka Breiðabliks og Agla María
Albertsdóttir eitt og þær hafa nú
báðar skorað fimm mörk í fyrstu
fimm umferðunum. Agla María
lagði auk þess upp tvö markanna og
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
lagði upp þrjú marka Breiðabliks í
leiknum.
_ Elín Metta Jensen komst loks-
ins á blað á þessu tímabili þegar
hún skoraði þriðja mark Vals og sitt
115. mark í deildinni frá upphafi.
Agla María átti stórleik
„Maður setur spurningarmerki
við Valsliðið eftir þennan leik og
hvort það hafi stigið liðinu til höfuðs
að hafa verið spáð Íslandsmeistara-
titilinum. Liðið hefur lítið sýnt á
tímabilinu og sóknarleikur liðsins
er afleitur. Blikar voru sneggri,
beittari og mun ákveðnari en Vals-
konur í kvöld. Þær komust trekk í
trekk í stöðuna einn á einn og nýttu
hana eins og best verður á kosið
með Öglu Maríu Albertsdóttur
fremsta í flokki sem átti stórleik,“
skrifaði Bjarni Helgason m.a. um
leikinn í grein sinni á mbl.is.
Tíu Selfyssingar héldu hreinu
gegn botnliðinu
Selfyssingar töpuðu sínum fyrstu
stigum, eftir fjóra sigurleiki í röð í
byrjun móts, með markalausu jafn-
tefli gegn Fylkiskonum á Selfossi
en eru með eins stigs forskot á
Breiðablik á toppi deildarinnar
þrátt fyrir það.
_ Guðný Geirsdóttir markvörður
Selfoss fékk rauða spjaldið á 37.
mínútu fyrir brot utan vítateigs. Þá
kom hin norska Benedicte Håland í
mark Selfyssinga en hún kom til fé-
lagsins frá Bristol City í ensku úr-
valsdeildinni á dögunum. Ekki
slæmt fyrir Selfyssinga að hafa
slíkan markvörð til taks á bekknum
í þessari stöðu.
Selfyssingar voru manni færri í
tæpan klukkutíma en voru nær
sigri ef eitthvað var. Fylkisliðið
virðist ekki geta skorað mörk og því
nægði ekki að vera manni fleiri all-
an þennan tíma. Árbæingar sitja
áfram á botninum og hafa aðeins
skorað eitt mark í fjórum leikjum.
Sigurmark frá Williams
Eyjakonur löguðu verulega stöðu
sína í deildinni með því að sækja
þrjú stig til Keflavíkur. Þær unnu
2:1 og skildu nýliðana eftir við botn
deildarinnar. Keflvíkingar eru enn
án sigurs og róðurinn getur farið að
þyngjast en tveir af næstu þremur
mótherjum þeirra eru Breiðablik og
Valur.
_ Bandaríski miðvörðurinn An-
nie Williams skoraði sitt fyrsta
mark fyrir ÍBV og tryggði Eyja-
konum stigin þrjú með sigurmark-
inu á 89. mínútu. Landa hennar
Delaney Pridham skoraði fyrra
markið og hefur nú gert fimm mörk
í fyrstu fimm leikjum ÍBV. Einn
skæðasti framherji deildarinnar
þar á ferðinni.
„Jafntefli í þessum leik hefði
mögulega verði sanngjörn niður-
staða þetta kvöldið en það er einnig
alveg hægt að færa rök fyrir því að
Eyjakonur hafi átt skilið sigurinn.
Þær vissulega sköpuðu sér hættu-
legri færi í leiknum,“ skrifaði Skúli
B. Sigurðsson m.a. um leikinn í
grein sinni á mbl.is.
_ Fyrsti Norðurlandsslagurinn í
sögu deildarinnar milli Tindastóls
og Þórs/KA stóð yfir á Sauðárkróki
þegar blaðið fór í prentun en staðan
þá var 1:0, Tindastóli í hag. Muri-
elle Tiernan skoraði á 20. mínútu
leiksins. Allt um þann leik er að
finna á mbl.is/sport/fotbolti.
Ótrúlegur
sigur Blika á
Hlíðarenda
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Hlíðarendi Karitas Tómasdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir skoruðu
báðar í uppgjöri Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda í gærkvöld.
- Komust í 7:1 í uppgjöri stórliðanna
- Selfyssingar töpuðu fyrstu stigum
Valsmenn fóru upp í þriðja sæti með
öruggum 34:25-útisigri á Aftureld-
ingu í lokaumferð Olísdeildar karla
í handbolta í gærkvöld. Valur mætir
því KA í átta liða úrslitum Íslands-
mótsins en KA gerði jafntefli á
heimavelli gegn grönnunum í Þór,
19:19, og hafnar í sjötta sæti.
Róbert Aron Hostert skoraði sex
mörk fyrir Val, eins og Finnur Ingi
Stefánsson. Blær Hinriksson gerði
sjö fyrir Aftureldingu. Í granna-
slagnum á Akureyri skoraði Árni
Bragi Eyjólfsson fimm mörk fyrir
Aftureldingu og Karolis Stropus
gerði slíkt hið sama fyrir Þór.
FH hafði betur gegn ÍBV á heima-
velli 28:26. Með úrslitunum er ljóst
að liðin mætast í átta liða úrslit-
unum því FH hafnar í öðru sæti og
ÍBV í sjöunda sæti. Hákon Daði
Styrmisson skoraði níu mörk fyrir
ÍBV og Einar Rafn Eiðsson gerði sjö
fyrir FH.
Stjarnan hefði með sigri á Fram á
heimavelli tryggt sér þriðja sætið en
Framarar, sem komast ekki í úr-
slitakeppnina, unnu 29:27-sigur.
Stjarnan hafnar því í fimmta sæti og
mætir Selfossi í úrslitakeppninni.
Selfoss hafði betur gegn Gróttu á
útivelli, 27:23, og tryggði sér þar
með fjórða sætið og byrjar því á
heimavelli í átta liða úrslitunum.
Kristinn Hrannar Bjarkason
skoraði átta mörk fyrir Fram og
þeir Björgvin Hólmgeirsson og Haf-
þór Már Vignisson fimm hvor fyrir
Stjörnuna. Á Seltjarnarnesi skoruðu
Atli Ævar Ingólfsson og Hergeir
Grímsson sex mörk hvor fyrir Sel-
foss og Ólafur Brim Stefánsson
fimm fyrir Gróttu.
Þá unnu Haukar auðveldan 41:22-
sigur á föllnum ÍR-ingum. Haukar
mæta Aftureldingu í átta liða úrslit-
um. Orri Freyr Þorkelsson skoraði
níu mörk fyrir Hauka og Bjarki
Steinn Þórisson sjö fyrir ÍR sem
fékk ekki eitt einasta stig í vetur.
Valur og Selfoss
byrja á heimavelli
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Jafntefli KA-menn og Þórsarar
skildu sáttir í leikslok í gærkvöld.