Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.05.2021, Blaðsíða 53
ÍÞRÓTTIR 53 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 Einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta hefur verið hreint út sagt stórkostleg skemmtun. Það verður til lykta leitt á Hlíðarenda í kvöld með oddaleik og ég óttast helst að þar með verði mesta fjörið í úrslitakeppninni á enda. Það verður allavega erfitt að toppa þetta einvígi í undanúrslit- unum og úrslitunum. Þessi bar- átta Vals og KR hefur allt. Vals- liðið er byggt upp á „gömlum“ KR-ingum, aldagamall rígur milli félaganna kraumar undir niðri, og svo þessi stórfurðulega niður- staða að allir leikirnir vinnist á útivöllum. Ekki bara í þessari rimmu í átta liða úrslitunum heldur unnu þau hvort annað á útivelli í vetur. Þetta er reyndar vel þekkt fyr- irbæri úr fótboltanum því á und- anförnum árum hefur meirihluti leikja KR og Vals í úrvalsdeild karla endað með sigri útiliðsins. En þó Valsliðið sé sett saman af KR-ingum og leikmönnum héðan og þaðan er áhugavert að sjá félagið aftur í fremstu röð í körfuboltanum í karlaflokki. Allt frá því Torfi Magnússon, Rík- harður Hrafnkelsson, Kristján Ágústsson, Tim Dwyer og fleiri snjallir kappar gerðu það gott í mögnuðu Valsliði í byrjun níunda áratugarins hefur Valur mest lít- ið skipt sér af titlabaráttu. Valur varð síðast meistari ár- ið 1983, þá í annað sinn, og hefur ekki leikið til úrslita um titilinn frá 1992. Jón Arnór og félagar þurfa að brjóta ísinn og vinna heimaleik í kvöld, ætli þeir að gera alvöru atlögu að Íslands- meistaratitlinum. Eða atlögu að því að fá að mæta Keflavík. Því eins og staðan er núna virðist baráttan snúast um hverj- ir mæti Keflavík í úrslitum og taki svo við silfurverðlaunum. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Dönsku meistararnir í Aalborg leika á ný til úrslita um danska meistaratitilinn í handknattleik eft- ir að þeir höfðu betur í seinni und- anúrslitaleiknum gegn GOG, 33:30, í Álaborg í gærkvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður lék mjög vel í marki GOG og var með 35 prósent markvörslu, varði m.a. tvö vítaskot, en það dugði ekki. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborg og lið hans mætir nú Bjerr- ingbro/Silkeborg í úrslitaleik um meistaratitilinn á sunnudaginn kemur. Álaborg aftur í úrslitaleikinn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Góður Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í Álaborg í gær. Blakkonurnar Berglind Gígja Jóns- dóttir og Elísabet Einarsdóttir hafa byrjað sumartímabilið í strandblak- inu í Danmörku afar vel. Þær unnu glæsilegan sigur á fyrsta mótinu í dönsku sumarmótaröðinni sem fram fór í Árósum og sigruðu þar bæði landsliðspör Dana, fyrst í undanúrslitum og síðan í úrslita- leik. Þær Berglind og Elísabet eru á leiðinni á alþjóðlegt mót í Skot- landi og þar keppa einnig tvær aðr- ar af fremstu blakkonum landsins, þær Thelma Dögg Grétarsdóttir og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir. Morgunblaðið/Styrmir Kári Strandblak Berglind Gígja Jóns- dóttir og Elísabet Einarsdóttir. Frábær byrjun í Danmörku KEFLAVÍK – ÍBV 1:2 0:1 Delaney Baie Pridham 17. 1:1 Aerial Chavarin 36. 1:2 Annie Williams 89. M Tiffany Sornpao (Keflavík) Natasha Anasi (Keflavík) Auriel Chavarin (Keflavík) Kristrún Ýr Hólm (Keflavík) Delaney Pridham (ÍBV) Annie Williams (ÍBV) Clara Sigurðardóttir (ÍBV) Kristina Erman (ÍBV) Dómari: Helgi Ólafsson – 9. Áhorfendur: 52. VALUR – BREIÐABLIK 3:7 1:0 Sigríður Lára Garðarsdóttir 6. 1:1 Kristín Dís Árnadóttir 11. 1:2 Tiffany McCarty 15. 1:3 Taylor Ziemer 19. 1:4 Sjálfsmark 31. 1:5 Agla María Albertsdóttir 51. 1:6 Tiffany McCarty 59. 1:7 Karitas Tómasdóttir 65. 2:7 Elísa Viðarsdóttir 73. 3:7 Elín Metta Jensen 80. MMM Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) MM Áslaug Munda Gunnlaugsd. (Breiðabliki) M Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðab.) Taylir Ziemer (Breiðabliki) Tiffany McCarthy (Breiðabliki) Karitas Tómasdóttir (Breiðabliki) Elísa Viðarsdóttir (Val) Elín Metta Jensen (Val) Dómari: Aðalbjörn Þorsteinsson – 9. Áhorfendur: 231. SELFOSS – FYLKIR 0:0 MM Emma Checker (Selfossi) M Anna María Friðgeirsdóttir (Selfossi) Eva Núra Abrahamsdóttir (Selfossi) Þóra Jónsdóttir (Selfossi) Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylki) María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki) Stefanía Ragnarsdóttir (Fylki) Berglind Baldursdóttir (Fylki) Sæunn Björnsdóttir (Fylki) Rautt spjald: Guðný Geirsdóttir (ÍBV) 37. Dómari: Arnar Þór Stefánsson – 8. Áhorfendur: 269. FÓTBOLTINN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tíu mörk skoruð í uppgjöri tveggja sigurstranglegustu liðanna í deild- inni og Blikakonur komnar í 7:1 um miðjan síðari hálfleikinn gegn Val á Hliðarenda! Óhætt er að segja að liðin tvö sem eru á leið í undan- keppni Meistaradeildarinnar í haust hafi í gærkvöld boðið upp á ótrúlega ójafnan og hreint furðu- legan leik sem að lokum endaði með gríðarlega sannfærandi sigri Breiðabliks, 7:3. _ Tiffany McCarty skoraði tvö marka Breiðabliks og Agla María Albertsdóttir eitt og þær hafa nú báðar skorað fimm mörk í fyrstu fimm umferðunum. Agla María lagði auk þess upp tvö markanna og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir lagði upp þrjú marka Breiðabliks í leiknum. _ Elín Metta Jensen komst loks- ins á blað á þessu tímabili þegar hún skoraði þriðja mark Vals og sitt 115. mark í deildinni frá upphafi. Agla María átti stórleik „Maður setur spurningarmerki við Valsliðið eftir þennan leik og hvort það hafi stigið liðinu til höfuðs að hafa verið spáð Íslandsmeistara- titilinum. Liðið hefur lítið sýnt á tímabilinu og sóknarleikur liðsins er afleitur. Blikar voru sneggri, beittari og mun ákveðnari en Vals- konur í kvöld. Þær komust trekk í trekk í stöðuna einn á einn og nýttu hana eins og best verður á kosið með Öglu Maríu Albertsdóttur fremsta í flokki sem átti stórleik,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn í grein sinni á mbl.is. Tíu Selfyssingar héldu hreinu gegn botnliðinu Selfyssingar töpuðu sínum fyrstu stigum, eftir fjóra sigurleiki í röð í byrjun móts, með markalausu jafn- tefli gegn Fylkiskonum á Selfossi en eru með eins stigs forskot á Breiðablik á toppi deildarinnar þrátt fyrir það. _ Guðný Geirsdóttir markvörður Selfoss fékk rauða spjaldið á 37. mínútu fyrir brot utan vítateigs. Þá kom hin norska Benedicte Håland í mark Selfyssinga en hún kom til fé- lagsins frá Bristol City í ensku úr- valsdeildinni á dögunum. Ekki slæmt fyrir Selfyssinga að hafa slíkan markvörð til taks á bekknum í þessari stöðu. Selfyssingar voru manni færri í tæpan klukkutíma en voru nær sigri ef eitthvað var. Fylkisliðið virðist ekki geta skorað mörk og því nægði ekki að vera manni fleiri all- an þennan tíma. Árbæingar sitja áfram á botninum og hafa aðeins skorað eitt mark í fjórum leikjum. Sigurmark frá Williams Eyjakonur löguðu verulega stöðu sína í deildinni með því að sækja þrjú stig til Keflavíkur. Þær unnu 2:1 og skildu nýliðana eftir við botn deildarinnar. Keflvíkingar eru enn án sigurs og róðurinn getur farið að þyngjast en tveir af næstu þremur mótherjum þeirra eru Breiðablik og Valur. _ Bandaríski miðvörðurinn An- nie Williams skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍBV og tryggði Eyja- konum stigin þrjú með sigurmark- inu á 89. mínútu. Landa hennar Delaney Pridham skoraði fyrra markið og hefur nú gert fimm mörk í fyrstu fimm leikjum ÍBV. Einn skæðasti framherji deildarinnar þar á ferðinni. „Jafntefli í þessum leik hefði mögulega verði sanngjörn niður- staða þetta kvöldið en það er einnig alveg hægt að færa rök fyrir því að Eyjakonur hafi átt skilið sigurinn. Þær vissulega sköpuðu sér hættu- legri færi í leiknum,“ skrifaði Skúli B. Sigurðsson m.a. um leikinn í grein sinni á mbl.is. _ Fyrsti Norðurlandsslagurinn í sögu deildarinnar milli Tindastóls og Þórs/KA stóð yfir á Sauðárkróki þegar blaðið fór í prentun en staðan þá var 1:0, Tindastóli í hag. Muri- elle Tiernan skoraði á 20. mínútu leiksins. Allt um þann leik er að finna á mbl.is/sport/fotbolti. Ótrúlegur sigur Blika á Hlíðarenda Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Hlíðarendi Karitas Tómasdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir skoruðu báðar í uppgjöri Vals og Breiðabliks á Hlíðarenda í gærkvöld. - Komust í 7:1 í uppgjöri stórliðanna - Selfyssingar töpuðu fyrstu stigum Valsmenn fóru upp í þriðja sæti með öruggum 34:25-útisigri á Aftureld- ingu í lokaumferð Olísdeildar karla í handbolta í gærkvöld. Valur mætir því KA í átta liða úrslitum Íslands- mótsins en KA gerði jafntefli á heimavelli gegn grönnunum í Þór, 19:19, og hafnar í sjötta sæti. Róbert Aron Hostert skoraði sex mörk fyrir Val, eins og Finnur Ingi Stefánsson. Blær Hinriksson gerði sjö fyrir Aftureldingu. Í granna- slagnum á Akureyri skoraði Árni Bragi Eyjólfsson fimm mörk fyrir Aftureldingu og Karolis Stropus gerði slíkt hið sama fyrir Þór. FH hafði betur gegn ÍBV á heima- velli 28:26. Með úrslitunum er ljóst að liðin mætast í átta liða úrslit- unum því FH hafnar í öðru sæti og ÍBV í sjöunda sæti. Hákon Daði Styrmisson skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Einar Rafn Eiðsson gerði sjö fyrir FH. Stjarnan hefði með sigri á Fram á heimavelli tryggt sér þriðja sætið en Framarar, sem komast ekki í úr- slitakeppnina, unnu 29:27-sigur. Stjarnan hafnar því í fimmta sæti og mætir Selfossi í úrslitakeppninni. Selfoss hafði betur gegn Gróttu á útivelli, 27:23, og tryggði sér þar með fjórða sætið og byrjar því á heimavelli í átta liða úrslitunum. Kristinn Hrannar Bjarkason skoraði átta mörk fyrir Fram og þeir Björgvin Hólmgeirsson og Haf- þór Már Vignisson fimm hvor fyrir Stjörnuna. Á Seltjarnarnesi skoruðu Atli Ævar Ingólfsson og Hergeir Grímsson sex mörk hvor fyrir Sel- foss og Ólafur Brim Stefánsson fimm fyrir Gróttu. Þá unnu Haukar auðveldan 41:22- sigur á föllnum ÍR-ingum. Haukar mæta Aftureldingu í átta liða úrslit- um. Orri Freyr Þorkelsson skoraði níu mörk fyrir Hauka og Bjarki Steinn Þórisson sjö fyrir ÍR sem fékk ekki eitt einasta stig í vetur. Valur og Selfoss byrja á heimavelli Ljósmynd/Þórir Tryggvason Jafntefli KA-menn og Þórsarar skildu sáttir í leikslok í gærkvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.