Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 28.05.2021, Qupperneq 55
E ftir lestur bókar Matildu Voss Gustavsson (34 ára) um #metoo-hneykslið sem skók sænsku aka- demíuna í nóvember 2017 undrast enginn að ári síðar hafi hún fengið stóru sænsku blaðamannaverðlaunin (Stora journalistpriset) fyrir upp- ljóstrun ársins í grein sinni í Dagens Nyheter (DN) sem sagði frá áreiti menning- arfrömuðar í garð 18 kvenna. Tveim- ur árum síðar, í nóvember 2019, sendi Voss Gust- avsson frá sér bókina Klúbbinn, gefin út á íslensku af Uglu í þýðingu Jóns Þ. Þórs sagnfræðings. Í bókinni er ekkert dregið undan í lýsingum á því hvernig menningarfrömuðurinn (s. kult- urprofilen) Jean-Claude Arnault hagaði sér. Hálfmisheppnaður Frakki sem þvældist til Stokk- hólms og dró að sér athygli á veit- ingastöðum vegna hárgreiðslu, klæðaburðar og grobbs. Hann kvæntist ungri, virtri skáldkonu, Katarinu Frostenson, sem sat í sænsku akademíunni. Saman ráku þau einkaklúbb, Forum, sem varð eins konar fordyri að viðurkenn- ingu og styrkjum frá akademíunni með velvild sænsku menningarelít- unnar. Orðrómur um kynferðislegt ofbeldi tengdist Forum. Matilda Voss Gustavsson fékk heimild menningarritstjórnar DN til að rannsaka sannleiksgildi hans. Í bókinni lýsir hún stig af stigi til hvers rannsóknarblaðamennskan leiddi og hverjar afleiðingarnar urðu þegar hún birti ítarlega rök- studda grein sína. Fyrir fjölmiðlamenn er þetta kennslubók í vönduðum vinnubrögð- um við rannsóknarblaðamennsku. Blaðamaðurinn varð að ávinna sér trúnað fjölda kvenna. Hvort sem þær vildu koma fram undir nafni eða ekki beindi birting frásagna þeirra athygli að þeim sem þolendum. Þær hefðu ekki treyst hverjum sem var fyrir svo viðkvæmum einkamálum. Þá vissi Matilda Voss Gustavsson að snúist yrði hart til varnar af klúbbfélögunum, menningar- frömuðinum og áhrifamiklum vinum hans. Þeim hafði áður tekist að kæfa í fæðingu umræður vegna frásagnar blaðs af myrkraverkum í Forum. Áhrifavald menningarvita í sænsku akademíunni er mikið og þeir njóta náðar konungs. Það þarf mikinn slag- kraft til að þessi menningarlegi mátt- arstólpi nötri. Matilda Voss Gust- avsson og Dagens Nyheter höfðu hann. Í nóvember 2017 var Sara Danius, rithöfundur og prófessor í bók- menntum, ritari akademíunnar, fyrst kvenna kjörin til þess. Í bókinni er samúðin með Söru Danius og við- brögðum hennar við birtingu grein- arinnar í DN. Innan akademíunnar var hún milli tveggja elda og átti ekki annan kost en að víkja þaðan í apríl 2018. Sara Danius lést úr krabba- meini í október 2019, áður en bókin birtist. Jón Þ. Þór sagnfræðingur þýðir Klúbbinn lipurlega á íslensku og rennur textinn vel. Vegna margra dagsetninga hefði auðveldað lest- urinn að hafa jafnan ártal með dag- setningu. Þá hefði nafnaskrá einnig nýst vel. Loks má minna á regluna um eignarfall karlmannsnafna. Það telst rökrétt og í bestu samræmi við íslenska málhefð að beygja í eignar- falli bæði eiginnafn og ættarnafn sem karl ber. Jean-Claude Arnault var dæmdur 3. desember 2018 í tveggja og hálfs árs fangelsi. Katarina Frostenson samþykkti að víkja úr akademíunni eftir að fallist var á kröfu hennar um að fá að búa áfram í íbúð akademí- unnar í Vasastan í Stokkhólmi og að henni yrðu greiddar 13.000 sænskar krónur á mánuði til æviloka svo að hún gæti helgað sig skáldskap. Afhjúpun Matildu Voss Gustavs- son vakti heimsathygli og varð til þess á árinu 2018 að reglum aka- demíunnar var breytt á þann veg að enginn er neyddur til að sitja þar til æviloka. Á árinu 2018 var úthlutun bókmenntaverðlaunanna frestað um eitt ár. Efnistök blaðakonunnar og trúverðugleiki hennar ásamt hug- rekki og vandaðri ritstjórn Dagens Nyheter sannaði þarna hverju góð blaðamennska fær áorkað. Afhjúpunin skók akademíuna Ljósmynd/Thron Ullberg Hugrekki „Efnistök blaðakonunnar og trúverðugleiki hennar ásamt hug- rekki og vandaðri ritstjórn Dagens Nyheter sannaði þarna hverju góð blaðamennska fær áorkað,“ segir um vinnubrögð Matildu Voss Gustavsson. Blaðamennska Klúbburinn bbbmn Eftir Matildu Voss Gustavsson. Þýðandi Jón Þ. Þór. Kilja, 282 bls. Útgefandi: Ugla, Reykjavík 2021. BJÖRN BJARNASON BÆKUR MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI WASHINGTON POST AUSTIN CHRONICLE THE WASHINGTON POST ROGEREBERT.COM TOTAL FILM USA TODAY THE SEATTLE TIMES THE GUARDIAN GEGGJAÐ FRAMHALD AF EINUM ÓVÆNTASTA SPENNUÞRILLER SÍÐUSTU ÁRA ERLENDIR GAGNRÝNENDUR SEGJA: “EMMA STONE AND EMMA THOMPSON, THE TWO ARE A DELIGHT BOTH APART AND TOGETHER…” “THE BIGGEST SURPRISE OF 2021…” “IT JUST EXCEEDED ALL OF MY EXPECTATIONS…” Íslandsbanki hf. samþykkti á hlut- hafafundi sínum í fyrradag, 26. maí, tillögu þess efnis að gefa 203 listaverk í eigu bankans til Lista- safns Íslands eða viðurkenndra safna, í samráði við Listasafn Ís- lands. „Verkin verði gefin með þeim skilmálum að bankinn hafi áfram í sínum vörslum 51 verk sem bankinn nýtir í starfsemi sinni. Um það verði gerður vörslu- samningur milli bankans og Lista- safns Íslands til fyrirfram skil- greinds tíma. Önnur verk, 152 talsins, verði gefin og afhent Listasafni Íslands eða öðrum við- urkenndum listasöfnum,“ segir í fundargerðinni. Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, segir að unnið hafi verið að því að þessi menningarverðmæti bankanna færu í almannaeigu ef til stæði að selja þau. Þjóðargersemar Harpa segir að árið 2009 hafi farið fram greining á þessu lista- verkasafni, lagt á það listfræðilegt mat á vegum menntamálaráðu- neytisins. „Forveri minn, Halldór Björn Runólfsson, og Eiríkur Þor- láksson, sérfræðingur í mennta- málaráðuneytinu, báðir listfræð- ingar, fóru mjög vel yfir þessa safneign Íslandsbanka ásamt öðr- um sérfræðingum. Út frá safneign Listasafns Íslands voru þau verk flokkuð með það til hliðsjónar að flokka sem þjóðargersemi ákveð- inn hluta sem væri þá æskilegt að færi í safneign Listasafns Íslands. Það leikur því enginn vafi á því að þarna eru lykilverk og höfundar og listamenn sem þarna eru nán- ast eins og registur af okkar allra besta fólki,“ segir Harpa og nefnir sem dæmi verk eftir Þórarin B. Þorláksson, Kjarval, Finn Jóns- son, Ásgerði Búadóttur, Erró og einnig yngri listamenn. „Það munu fleiri söfn á Íslandi njóta þessarar gjafar því við vilj- um kannski ekki fá öll verkin í safnið okkar en þarna eru mjög fín verk sem ég er nánast fullviss um að listasöfn víða um land munu taka fagnandi. Við viljum hjálpa bankanum að gefa þau til íslenskra listasafna víða um land,“ segir Harpa. Eign úr mörgum bönkum Safneign Íslandsbanka kemur úr mörgum bönkum því Íslands- banki varð til 1990 við samruna Útvegsbanka, Iðnaðarbanka, Verzlunarbanka og Alþýðubanka Íslands. Árið 2000 sameinaðist hann Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins og varð Íslandsbanki FBA og síðar Glitnir hf. Nafnið Íslands- banki hf. var svo tekið upp að nýju árið 2009. Í listfræðilegu úttektinni á safn- eign Íslandsbanka, sem var gerð haustið 2009, segir m.a. að lista- verkaeign bankans sé að nokkru samtengd þeirri löngu sögu sem búi að baki þeim fyrirrennurum sem nefndir hafi verið, þ.e. þeim bönkum sem sameinaðir voru, og listaverkaeignin orðið til með ýmsu móti á öllum starfstíma þeirra. helgisnaer@mbl.is Íslandsbanki gef- ur 203 listaverk - Listasafn Íslands og söfn fá verkin Gjöf Hallgrímur Snorrason, for- maður stjórnar Íslandsbanka; Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Lista- safns Íslands, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, með mál- verk eftir Kristján Davíðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.