Morgunblaðið - 01.06.2021, Page 20

Morgunblaðið - 01.06.2021, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 2021 ✝ Jón Gunnarsson fæddist 7. febr- úar 1935 í Reykja- vík. Hann lést á líkn- ardeild Landspít- alans 18. maí 2021. Foreldrar Jóns voru Anna Sigríður Jóns- dóttir húsmóðir, f. 1910, d. 2002, og Gunnar Jónasson flugvirki og for- stjóri Stálhúsgagna, f. 1907, d. 2002. Systkini Jóns eru þau Guðleif, f. 1936, Anna Lilja, f. 1945, og Björn, f. 1950. Jón kvæntist árið 1957 Nínu Soffíu Hannesdóttir húsmóður, f. 1937, d. 2014. Börn þeirra: 1) Gunnar hljómlistarmaður, f. 1953. 2) Guðmundur Árni versl- unarmaður, f. 1958, d. 2005. Eft- irlifandi maki Guðmundar er Sig- ríður Björg Árnadóttir, f. 1962, og dóttir þeirra Stefanía Ösp, f. 1988. Maki Stefaníu er Einar Sig- urðsson, f. 1981, og börn þeirra sem verksmiðjustjóri og síðar framkvæmdastjóri til ársins 2005 er innlendri framleiðslu var hætt. Jón var lax- og skotveiðimað- ur og var elsti félagsmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR) með skírteini númer 1. Frímúrarareglan var horn- steinn í lífi Jóns. Hann gekk í regluna árið 1962 og sinnti emb- ættisskyldum í næstum 60 ár. Jón var félagi í elsku stúku frí- múrara, Eddu. Jón var þúsundþjalasmiður og undi sér vel við að smíða, hvort sem um húsgögn var að ræða eða heilu húsin. Fyrstu ár hjú- skapar bjuggu þau Jón og Nína á Skúlagötu 61, húsi Stál- húsgagna. Síðar byggði hann hús þeirra á Staðarbakka 16 og fluttu þau þangað í kringum 1970. Jón byggði einnig sum- arhús fjölskyldunnar í Úthlíð í Biskupstungum árið 1978 sem var eitt fyrsta sumarhúsið á Skyggnisvegi. Útförin fer fram frá Bústaða- kirkju í dag, 1. júní 2021, klukk- an 13. Matthías Árni, f. 2013, og Elísa Kar- en, f. 2017. 3) Dóttir, f. 1960, lést tveggja vikna gömul. 4) Nína Karen, f. 1961, d. 2011. Eftirlifandi maki hennar er Karl Gunnarsson, f. 1960. Börn þeirra: a) Anna Lilja, f. 1978. Dóttir Önnu Lilju er Soffía Karen, f. 2011. b) Unnur Karen, f. 1985. Barn Unnar Karl Hannes, f. 2004, d. 2005. Maki Unnar Ásgeir Ólafsson, f. 1981. Börn Unnar og Ásgeirs eru Theodór Bjarni, f. 2008, og Ófeigur Logi, f. 2018. Jón lauk prófi í flugvirkjun hjá Flugfélagi Íslands. Hann þótti góður fagmaður og starfaði fyrir hönd Flugfélagsins hér heima og á Grænlandi í 10 ár. Árið 1963 gekk Jón til liðs við föður sinn í Stálhúsgögnum á Skúlagötu 61. Þar starfaði hann Í dag kveðjum við hjartkæran bróður okkar með söknuði, kær- leika og þakklæti í huga. Jón Gunnarsson, sem við köll- uðum alltaf Nonna bróður, var frumburður foreldra okkar, fædd- ur 7. febrúar 1935 og skírður í höf- uðið á afa okkar, Jóni Ólafssyni bónda á Þóroddsstöðum í Ölfusi. Nonni fetaði í fótspor föður okk- ar, Gunnars Jónassonar, og lærði flugvirkjun hjá Flugfélagi Íslands undir handleiðslu Brands Tómas- sonar yfirflugvirkja. Nonni þótti góður fagmaður og starfaði m.a. við viðhald á flugvélum af gerðinni Douglas DC-3 og DC-4 og Vickers 759 Viscount-skrúfuþotum flug- félagsins sem komu til landsins 1957. Hann starfaði fyrir hönd Flugfélags Íslands hér heima og á Grænlandi en svo kom þar að Nonni skipti um starfsvettvang og gekk til liðs við föður okkar í fyrir- tæki hans, Stálhúsgögnum á Skúlagötu 61. Þar gegndi hann störfum verksmiðjustjóra og síðar framkvæmdastjóra til ársins 2005 er innlendri framleiðslu stálhús- gagna var hætt. Þegar þetta er ritað koma ýms- ar góðar bernskuminningar upp í hugann en Nonni var lax- og skot- veiðimaður af Guðs náð eins og pabbi og Valli sem var einn starfs- manna Stálhúsgagna og mikill fjöl- skylduvinur. Þegar komið var heim af skytteríi voru gæsir reytt- ar og sviðnar inni á stálsmíðaverk- stæðinu en rjúpur hengdar upp á norðursvölum á Skúlagötu 61. Eft- ir laxveiðitúra var farið með stór- laxinn í reykhús sem var á Klam- bratúni en smærri laxinn hafður sem veislumatur. Nonni sagði nú í vor að hann væri sá félagsmaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur (SVFR) sem ætti þar lengstan feril að baki. Frímúrarareglan á Íslandi var hornsteinn í lífi Nonna. Hann gekk í regluna árið 1962 og voru því árin að verða 60 sem hann starfaði og sinnti embættisskyldum innan hennar. Ef það er eitthvað eitt sem lýsir bróður okkar þá er það það að hann var einstakt ljúfmenni sem sinnti fjölskyldu sinni af umhyggju og kærleika. Við biðjum þess að hann sé nú í faðmi elskulegrar eiginkonu sinnar og barna þeirra þriggja sem á und- an eru farin. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Við vottum Gunnari, elsta syni Nonna og Nínu, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörn- um hans okkar innilegustu samúð. Vilborgu, vinkonu Nonna, vott- um við einnig samúð okkar og fær- um henni alúðarþakkir fyrir að annast hann í veikindum hans allt til hinstu stundar. Guðleif, Anna Lilja og Björn. Nú ertu lagður af stað í sum- arlandið elsku afi minn. Mikið er sárt að kveðja þig. Þú barðist hetjulega við þinn sjúkdóm í heilt ár og með miklu æðruleysi sagðir þú fram á hinsta dag „það er ekk- ert að mér“. Það var bara þannig sem þú hugsaðir, þú vildir ekki láta hafa mikið fyrir þér. Ég á ótal minningar um þig og ég var svo heppin að fá að hitta þig daglega þegar ég var yngri þar sem þið pabbi unnuð saman í Stál- húsgögnum. Þú gafst alltaf svo þétt og mikið faðmlag sem var svo lýsandi fyrir þig, traustur, ákveð- inn og mikið ljúfmenni. Þú varst alla tíð duglegur og sinntir okkur fjölskyldunni af mik- illi natni og kostgæfni og það var alltaf yndislegt að koma í heimsókn til þín á Staðarbakkann og síðar á Laugarnesveginn. Best þótti mér þó að koma til þín og ömmu Nínu upp í bústað í Úthlíð. Þú varst mikill gestgjafi og það var ávallt veisla þegar þú bauðst heim. Þú tókst upp á því að baka á áttræðisaldri eftir að amma dó og bakaðir hverja sortina á fætur ann- arri og hringdir svo í okkur til þess að deila með okkur uppskriftunum. Þegar pabbi minn, sonur þinn, dó þá varstu kletturinn okkar og tókst að þér hlutverk tengdaföður fyrir hann Einar minn. Þú varst með eindæmum hjálpsamur og alltaf tilbúinn til þess að aðstoða með hvað sem var, hvort sem það var að baka marengstertu fyrir barnaafmæli eða aðstoða við að leggja parket. Þú varst listasmiður og ráðlagðir okkur mikið í þeim efnum þegar við vorum að gera upp húsið okkar og voru ráð þín ómetanleg. Þú kynntist ástinni aftur árið 2018 á ellidorm eins og þú kallaðir það og það má með sanni segja að það er aldrei of seint fyrir ástina. Það var mikil lífsins lukka fyrir þig og okkur öll að þú kynntist henni Vilborgu þinni og áttuð þið góðan tíma saman. Þú áttir ekki auðvelt líf, misstir þrjú börn af fjórum og svo misstir þú ömmu Nínu sem var þér svo kær. Ég bið fyrir því að þú sért í faðmi þeirra allra núna elsku hjart- ans afi minn. Minning þín er ljós lífi okkar og ég er stolt að hafa átt svona traust- an og yndislegan afa. Takk fyrir allt, þín er sárt saknað. Stefanía barnabarn. Það var á gamlárskvöld 1958, ég nýbúin að kynnast Einari mínum, að okkur var boðið á heimili for- eldra Jóns. Nýársfagnaður FÍ átti að hefjast á miðnætti og þangað lá leið unga fólksins. Þarna myndaðist vinátta, sem aldrei bar skugga á. Veturinn 1960-61 ákváðu tólf vinir, sem kenndu sig við Túnin, að stofna hjónaklúbb. Til að byrja með hitt- umst við á heimilum okkar, eins var farið í útilegur með barnahóp- inn. Seinna árleg ferð til Akureyr- ar þar sem Ella og Maggi búa enn. Þegar árin liðu fórum við að hittast á Kanarí. Eins nutum við samveru við laufabrauðsbakstur á aðventu og ótal margt fleira, sem ljúft er að minnast. Nonni var mikill laxveiðimaður og hnýtti sínar eigin flugur. Það lék allt í höndum hans. Hann hjálpaði mér að landa mínum maríulaxi. Við hjónin höfum notið hjálpsemi Nonna allt fram á síðasta dag. Að veggfóðra nokkra veggi í íbúð okk- ar 1966 reyndist létt verk. Í nóvember 2012 keyptum við hjónin íbúð sem þarfnaðist lagfær- ingar en stuttur tími til stefnu. Nonni blessaður mætti á staðinn, hann hélt það væri nú ekki mikið mál að setja upp eina eldhúsinn- réttingu þegar búið var að fjar- lægja þá gömlu eða skipta um parket á nokkrum gólfum. Svona var Jón, alltaf tilbúinn að hjálpa. 1978 keyptu þau hjón lóð við klettinn Skyggni í samnefndum skógi í landi Úthlíðar í Biskups- tungum, sem átti eftir að verða þeim, fjölskyldu þeirra og okkur öllum algjör sælureitur. Frábær tími fór þarna í hönd við vinnu og leik samstillta hópsins okkar, með gestrisni og elju þeirra hjóna gekk þetta eins og í lygasögu og upp komst bústaðurinn. Í dag má segja að þetta sé lítið „þorp“ því alltaf var Jón að bæta við. Lífið er ekki bara leikur; Nonna og Nínu auðnaðist að eignast fjög- ur börn en Gunnar einn lifir pabba sinn. Mikill samgangur var alla tíð milli heimila okkar og eins eftir að elsku Nína lést árið 2014. Áfram nutum við gestrisni Nonna hvort heldur var austur í sveit eða á Laugarnesveginum. Hann lagaði góðan mat alveg frá grunni, hringdi þá gjarnan í systur sínar eða mig og leitaði ráða. Hann bak- aði flottar tertur sem og jólaköku, útbjó dýrindis brauðrétti og bauð til veislu nú síðast á afmælisdaginn sinn, 7. febrúar. Við vorum saman á Benidorm í október 2019 þar sem hann kynnt- ist góðri konu, Vilborgu Lárusdótt- ur. Var það þeim báðum til mikillar gæfu. Í ársbyrjun 2020 kom í ljós að hann gekk ekki heill til skógar. Þá sem fyrr naut hann umhyggju og ástar fjölskyldu sinnar, sem vildi honum vel. Vilborg flutti fljót- lega til hans þó svo hún hafi líka haldið sínu heimili. Þarna var kom- in sú hjálp sem hann þurfti á að halda til að geta verið eins lengi heima og raun varð á. Því miður urðu heimsóknir ekki margar á sl. ári, ástæðuna þekkja allir. Urðu símtöl því að nægja. Við erum svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja góðan vin undir lokin. Hugur okkar er hjá ykkur elsku fjölskylda og systkini Jóns. F.h. okkar í hjónaklúbbnum vilj- um við þakka fyrir einlæga vináttu þína. Í þeirri vissu að nú sértu kominn í faðm Nínu þinnar, barna ykkar og langafabarns kveðjum við góðan dreng. Bergþóra, Einar, Elsie, Elín og Magnús. Jón Gunnarsson ✝ Sigrún Þor- leifsdóttir var fædd 16. desember 1927. Foreldrar hennar voru Þor- leifur Guðmunds- son, f. 1. september 1902 á Steinanesi við Arnarfjörð, d. 2. maí 1978, og Sig- urlín Jóhann- esdóttir, f. 9. des- ember 1901 að Gilsárteigi í Eiðaþinghá, d. 18. desember 1969. Þau bjuggu all- an sinn búskap í Hafnarfirði. Börn þeirra, auk Sigrúnar, Börn þeirra eru Brynhildur og Kristján. Þórir, kvæntur Berg- þóru Jónsdóttur. Sonur þeirra er Gísli Jón. Sigríður, gift Sig- urði Sverri Gunnarssyni og eiga þau þrjár dætur, Sigrúnu, Svanhvíti og Elísu. Barna- barnabörnin eru 17. Sigrún eða Dúna eins og hún var alltaf kölluð vann ýmis störf sem ung kona, m.a. hjá Jóni Gíslasyni útgerðarmanni, í Hampiðjunni og Alþýðubrauð- gerðinni. Dúna bjó til rósir úr pappír sem hún seldi víða og þá kviknaði draumur um að setja á stofn blómabúð. Það var svo ár- ið 1962 sem þau hjónin opnuðu Blómabúðina Burkna. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 1. júní 2021, kl. 13. Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat voru Guðmundur Jóhannes, f. 1923, Kristín, f. 1925, Margrét, f. 1926, og Gyða, f. 1938. Kristín lifir systkini sín ásamt uppeld- isbróður, Grétari Þorleifssyni, syst- ursyni þeirra. 1. júlí 1950 giftist hún Gísla Jóni Eg- ilssyni, f. 31. mars 1921 í Hafnarfirði, en hann lést árið 1978. Börn þeirra eru Þór- ir, f. 1949 og lést á fyrsta ári. Gyða, gift Helga Bragasyni. Elsku amma Dúna. Þá er komið að kveðjustund. Þakklæti er það sem kemur fyrst upp í huga okkar, fyrir allar góðu minningarnar, sönginn, spilin, sögurnar, hláturinn og allt hitt. Þú varst engin venjuleg amma, mikill frumkvöðull og fram- kvæmdaglöð og þér leið best þeg- ar nógu mikið var að gerast í kringum þig. Félagslynd varstu og tókst öllum eins og þeir voru, elskaðir söng, glens og gaman. Þú hafðir ríka réttlætiskennsd og lást yfirleitt ekki á skoðunum þín- um. Sögurnar og samtölin urðu oft löng, en ávallt skemmtileg. Þú kunnir að segja einstaklega skemmtilega frá og leiddist það svo sannarlega ekki. Þú varst endalaust þakklát fyrir það sem lífið færði þér og kunnir svo sann- arlega að njóta þess. Þú vildir ávallt hafa fallegt í kringum þig og smá glamúr og glimmer spillti ekki fyrir. Þú varst mikið jólabarn og var alltaf sér- staklega hátíðlegt að heimsækja þig í desember, sem var þinn tími ársins. Þú hafðir mikinn áhuga á öllum íþróttum og fylgdist vel með, sérstaklega handbolta og fótbolta. Ef um spennandi leik var að ræða þá gat þér orðið mjög heitt í hamsi og var þá best að forða sér, sérstaklega þegar börn voru með í för. Við fjölskyldan eigum fjársjóð af minningum um ömmu Dúnu sem við munum segja frá alla okk- ar tíð. Takk fyrir allt, elsku amma. Brynhildur og Kristján. Elsku amma Dúna. Það er sárt að kveðja þig en um leið gott að vita að þú ert komin á betri stað og komin til afa og Þóris litla. Okkur þykir öllum svo vænt um þig, elsku amma. Það eru margar hlýjar og góð- ar minningar sem koma upp þeg- ar við hugsum um þig. Þegar við vorum litlar gafstu okkur appels- ínur sem þú skarst af og settir sykurmola ofan í, eitt af því sem við fengum bara hjá ömmu Dúnu. Dýrmætar samverustundir af Merkurgötunni sem tengjast mat enda finnst okkur öllum gott að borða eitthvað virkilega gott sam- an. Þú bauðst reglulega í fisk og KFC var uppáhaldsskyndibitinn, stórar fötur af kjúklingi svo að það væri nóg handa öllum. Lambalærissneiðar mauksoðnar og ljúffengar, fiskibollurnar sem þú gerðir voru og eru enn þær bestu sem við höfum smakkað, bláber með rjóma í eftirrétt. Blómabúðin þar sem við höfum eytt fjölmörgum stundum annað- hvort við vinnu eða bara samver- unnar vegna. Þar var alltaf aðal- stuðið og allir í hláturskasti að vinna fram á kvöld. Þér þótti æv- inlega vænt um þessa búð enda varð hún til úr nánast engu. Þú ert okkur mikil fyrirmynd og örugg- lega með fyrstu konunum sem stigu stór skref í heimi viðskipta og tókst fjölmargar ákvarðanir sem oftast voru hárréttar. Þú varst með svo græna fingur, allt sem þú snertir blómstraði. Þú varst svo mikið jólabarn, alltaf var búið að skreyta jólatréð heima hjá þér fyrir afmælisdag- inn, allt jólaskreytt og fínt. Þú átt- ir svo mikið og fallegt jólaskraut sem allt átti sinn stað. Mackintosh var alltaf til á jólunum, falið á bak við sófa í fínu stofunni svo það yrði ekki klárað fyrir jólin. Við komum alltaf í hamborgarhrygg á jóladag og það var alltaf mikil tilhlökkun því öll stórfjölskyldan mætti sam- an. „Aldrei of mikið af söng,“ sagð- ir þú við okkur þegar við héldum að við og litlu stelpurnar værum að syngja of mikið fyrir þig síð- ustu dagana. Enda erum við, af- komendur þínir, stanslaust syngj- andi. Þú sagðir okkur líka frá því að samkvæmt orðum pabba þíns varstu farin að syngja áður en þú fórst að tala. Þú kunnir öll lögin alltaf. Á leiðinni í bústaðinn sung- um við alla leiðina og alltaf tókstu undir ef einhver fór að syngja. Á Merkurgötunni var oft einhver að spila á píanóið og syngja, í bú- staðnum spilaðir þú á gítarinn og söngst með okkur. Það var alltaf hægt að hlæja með þér, hvort sem það var yfir teiknimynd eða fréttum, eða þeg- ar þú varst að taka upp jólakortin, þá var emjað úr hlátri yfir öllu. Þegar við fórum með þér í bingó reyttir þú af þér brandarana svo mann var farið að verkja í kinn- arnar. Húmorinn þinn var aldrei langt undan. Við erum alveg sann- færðar um að þú sért ekki hætt að hlæja þar sem þú ert nú með allt fólkið þitt í kringum þig og eru það margir hverjir sömu húmor- istarnir og þú. Elsku amma, takk fyrir allt, all- an tímann sem við fengum með þér, hvað þú varst alltaf góð við okkur öll. Við munum aldrei gleyma þér og getum sagt okkar börnum sem öll fengu að kynnast þér sögurnar þínar. Hvíl í friði, elsku amma, við munum sakna þín og varðveita þessar minningar alla daga. Sigrún, Svanhvít og Elísa. Það var aldrei lognmolla yfir Sigrúnu móðursystur okkar. Dúna, eins og hún var kölluð, var glæsileg á velli, dökk á brún og brá og bjó yfir miklum sjarma. Hún var glaðleg, tilfinningarík og listfeng. Með ótrúlegri útsjónar- semi, einbeittum vilja og áræði tókst henni að nýta sér listfengi sitt og snúa erfiðum aðstæðum sér og sínum í vil. Dúna hannaði og bjó til und- urfalleg pappírsblóm og skreyt- ingar sem hún seldi fyrir jólin. Rósir í öllum regnbogans litum; sumar með glimmer en aðrar vax- bornar og fallegar greniskreyt- ingar með kerti. Í upphafi at- hafnasögu Dúnu lögðumst við systurbörnin á árarnar með henni, en einboðið var að stórfjöl- skyldan stæði saman í þrenging- um. Við krakkarnir gerðumst sölu- menn Dúnu og agentar og bárum varninginn framan á okkur í þar til gerðum kössum. Létt í spori skunduðum við á Merkurgötuna til að taka þátt í ævintýrum sem urðu okkur lærdómsrík og eftir- minnileg. Og það var glatt á hjalla þrátt fyrir þröngan kost. Dúna var allt í öllu og stjórnaði ferðinni með húmor og röggsemi. Hún söng eins og engill og kunni flott- ustu slagarana. Hún bjó yfir ein- stakri frásagnargáfu og gat hermt eftir hverjum sem var, þeg- ar sá gállinn var á henni. Hún málaði frásagnir sterkum litum og sagði skoðanir sínar tæpi- tungulaust. Á söluferðum lá leiðin stundum suður með sjó til að hitta fasta kúnna sem tóku á móti okkur með bros á vör. Þar sáum við í fyrsta sinn bregða fyrir bláum bjarma í gluggum. Á Merkurgötunni var og til safn leikaramynda sem okk- ur þótti mikið til um. Gísli Jón, eiginmaður Dúnu, leiddi okkur í allan sannleikann um sjónvarpið, en hann hafði dvalið í Ameríku um skeið og kunni skil á kúrekum og öðrum hetjum Hollywood. Mestu skipti þó að í gegnum verkefnin bundumst við frændsystkinin sterkum vináttuböndum – vináttu sem aldrei hefur borið skugga á. Árið 1962 tók Dúna djarfa ákvörðun og stofnaði blómabúð- ina Burkna. Þar nutu listrænir hæfileikar hennar og lipurð sín, en mest munaði þó um viðskipta- vit og hugmyndaauðgi ásamt heiðarleika sem ávann henni traust. Alltaf var á vísan að róa með vinnu í Burkna. Oft var álag- ið mikið, en samstaða starfsfólks- ins og gleðin yfir vel unnu verki er það sem lifir í minningunni. Dúnu hélst vel á starfsfólki enda ríkti gagnkvæm vinátta milli hennar og samstarfsmanna. Þá naut hún velvildar dyggra viðskiptavina. Fyrirtækið óx og dafnaði og þegar þau hjónin voru komin fyrir vind með reksturinn gáfust fleiri tækifæri til að njóta lífsins. Þau ferðuðust víða um lönd og eftir- minnilegir eru góðra vina fundir þar sem sungið var við raust enda tónlistin í hávegum höfð í fjöl- skyldunni. Um margra ára skeið tók Dúna þátt í kórastarfi, sem hún hafði mikla unun af. Samverustundum fjölgaði, þegar Dúna flutti undir sama þak og móðir okkar, en miklir kær- leikar voru með þeim systrum og samheldni þeirra með eindæm- um. Síðustu árin voru Dúnu heilsufarslega erfið, en hún kvaddi langt og viðburðaríkt líf sátt og södd lífdaga. Að leiðarlok- um þökkum við Dúnu frænku samfylgdina. Blessuð sé minning hennar. Gyða og Auður. Sigrún Þorleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.