Skólablaðið - 01.02.1978, Qupperneq 20
Pálmi Gunnarsson.
Pálm þarf vart að kynna. Hann hefur spilað mjög lengi
á bassa með hinum ýmsu hljomsveitum. Hann er nu meðlimur
hljómsveitarinnar Póker. Páimi er reyndar ein af undantekn-
ingum bítlakynslóðarinnar, sem ég minntist á í greir.inni,
þ.e. hann hefur jafnframt bítlatónlistinni lagt mikla rækt
við jazzinn. Fleiri góðir bassaleikarar hafa lagt Jazz-
vakningu lið, þar á meðal Helgi Kristjánsson, Ama Scheving
og Gunnar Hrafnsson - en Gunnar er einn yngsti jazzleikar-
inn hérlendis um þessar mundir.
Viðar leikur þarna á trompet (sjá fyrirsagnarmynd) á
jazzkvöldi. Auk' trompetsins grípur Viðar oft í básúnu og
comet. Ennfremur spilar hann á horn með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Viðar hefur verið með aktívustu jazzleik-
urum, sem leikið hafa á tónlistarkvöldum Jazzvakningar.
Því miður eru of fáir aktívir blásarar, en þó hafa t.d.
menn eins og Gunnar Ormslev saxófónleikari lagt okkur
ómetanlegt lið.
Sp: Hvert er upphaf Jazzvakningar?
Klúbburinn Jazzvakning var stofnaður í septem-
ber 1975 í Skiphól í Hafnarfirði, og fór starfsem-
in i fyrstu aðallega fram þar. Fyrsti formaður
klúbbsins var Hermann Þórðarson. Starfsemin flutt-
ist siðan inn á Reykjavíkursvseðið, en við miðum
auðvitað að því að starfa hvar sem viðleitni okkar
hlýtur hljómgrunn.
Sp: Finnst þér áhugi á jazzi vera mikill hér á
landl eða í skólunum?
Það á sér tvímselalaust stað mikill vakning í
jazzmálum á Islandi. Hér á landi hefur jazzinn
staðið í stað, en alls ekki hrakað. Það vantar því
miður heila kynslóð inn í jazzlífið, en það er
bítlakynslóðin, fólk á aldrinum 25-35 ára með und-
antekningum þó. En þrátt fyrir þetta hafa ,rgömlu
kerapurnar" flestar haldið við jazzkunnáttu sinni,
sem betur fer. En sannleikurinn er sá að það vant-
ar nýtt blóð í jazzinn því að ekki spila „þeir
gömlu" endalaust. Því miður höfum við ekki heyrt
i mikið í ungum jazzleikurum, en það hefur þó komið
fyrir og viðtökurnar. sem þeir hafa fengið, ættu
tvímælalaust að efla þá til dáða. I þessu sambandi
má benda á, að flestir, ef ekki allir af eldri kyr
. slóð jazzleikara, sem enn eru alkunnir. kenna á
sín hljóðfæri, svo að menn vantar tilsögn. þá eru
, slíkir menn ekki langt undan og Jazzvakning væri
að sjálfsögðu fús til að aðstoða við að koma mönn-
um í samband við þá. Bara að gefa sig fram.
Um áhugann er það skemmst að segja, að hann er
nægur, á því leikur enginn efi. Við gerum okkur
að sjálfsögðu grein fyrir því, að mun fleiri en
þeir, sem sækja jazzkvold okkar, hafa áhuga á
jazzi. Aðsóknin á tónleika þeirra erlendra jazz-
leikara, sem til landsins hafa komið, sannar það.
minnumst Benny Goodmans, Cleo Laines, Nordjazz,
Moniou Zetterlands og nú síðast tríos Niels Henn-
ing Örsted Pedersens. Heimsóknir frábærra lista-
manna sem þessara hljóta að verka mjög hvetjandi
á fólk. Það hafa þær að minnsta kosti gert á okkur
í Jazzvakningu.
Um áhugann í skólanum má segja það, að þar er
hann sjálfsagt hvað mestur. ötvírætt dæmi um það
eru jazzkvöld, sem haldinn hafa verið næstum því
reglulega i skólunum. Jazzvakning hefur með till-
iti til þessa skipulagt kynningardagskrá á sögu
jazzins, og fer hún þannig fram, að kynnir les út-
drátt úr sögu jazzins og hljómsveitin Jazzmenn
leikur viðeigandi tónlist. Jónatan Garðarsson, sem
var formaður á undan mér, á veg og vanda af samn-
ingu pistilsins. Þess má geta hér, að ég hef rætt
þessa dagskrá við Pálma Guðmundsson, formann List-
afélagsins, og hefur hann sýnt henni mikinn áhuga.
■Sp: Hvenær byrjaðir þú sjálfur fyrst að fá áhuga
,á jazzi?
Ég hef lengi verið miltill aðdáandi manna sem
leika rokk-eða funktónlist undir geysilegum jazz-
áhrifum, t.d. Billy Cobham, Herbie Hanoock, John
McLaughlin og Mahavisnu Orchestra og fleiri. Það
má kannski segja, að forvitni hafi dregið mig til
að byrja að hlusta á þessa tónlist sem eftirlætis-
listamenn minir eru undir áhrifum frá. Og eins og
svo margir fékk ég algera „dellu". Ég fór til dæm-
is á fyrsta jazzkvöld mitt hjá Jazzvakningu fyrir
aðeins rúmu ári. Síðan hef ég komið svo til stans-
laust. Jazzinn getur verið ótæmandi viskubrunnur
þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér sögu hans,
sem er mjög athyglisverð. Virðist mér þó, að ég
sé alger grænjaxl um jazzsögulegar staðreyndir, en
vonandi stendur það til bóta.
Sp: I hverju er starfsemi Jazzvakningu fólgin, og
hvernig starfið þið?
Samkvæmt lögum klúbbsins er markmið hans að
stuðla að eflingui tónlistariífs í hvívetna. Til
þess að gera þetta stöndum við fyrir vikulegum
jazzkvöldum að Fríkirkjuvegi 11, húsi æskulýðsráðs
sem Reykjavíkurborg hefur verið svo elskuleg að
veita okkur afnot af. Er þessi starfsemi nefnd
Jazzkjallarinn, og erum við, þegar þetta viðtal er
tekið, einmitt að vinna að skipulagningu starfsemi
hans. Kjallarinn hefur síðan í sumar ("77.) verið
opinn vikulega á mánudögum, en var síðan lokaður
um jól og áramót. Verður auglýst nánar, þegar hann
tekur til starfa áð nýju, og má benda á, að auglýs-
ingaspjöldin eru yfirleitt græn að lit, mjög smekk-
leg (21,4-|- x 3o,6cm að stærð) og hanga á ólíkleg-
ustu stöðum.
Auk Kjallarans stöndum við öðru hverju fyrir
miklum jazzkvöldum og þá á einhverjum stærri veit-
ingahúsum borgarinnar. Komið hefur til tals að
hafa enn meiri umsvif, en umræður um það eru á al-
geru frumstigi. Nú, ekki má gleyma því, að fyrir
stuttu fengum við að gjöf frá Menningarstofnun
Bandaríkjanna nokkur hundruð kílómetra af segul-
böndum, og er ráðgert að spila af þeim yfir á kas-
ettur, eftir því sem fjárhagur klúbbsins leyfir.
Og hver veit, nema við getum einhvern daginn hafið
útlán á kasettum undir kjörorðinu: Jazz inn á
hvert heimili.- Þetta er ekki fyrsti greiðinn, sem
Menningarstofnunin gerir Jazzvakningu. Hún hefur
gefið klúbbnum bækur og plötur, og hefur samstarf-
ið verið eins og best verður á kosið. Margir kann-
ast við jazzkvikmyndasýningar í Menningarstofnun-
inni- atriði, sem Jazzvakning vinnur ötullega að
að innleiða hjá sér( og einnig hafa verið jazz-
kynningar þar, og eru fleiri fyrirhugaðar.
Þá eru jazzkynningarnar í skólunum, sem ég kom
að áðan, og er í ráði að bjóða þeim, sem áhuga
hafa, upp á þær. Þess má líka geta, að Jazzvakning
er reiðubúin að aðstoða, ef menn hafa hug á að fá
jazzhljómsveit til að leika við einhver tækifæri.
Um það, hvernig við störfum, er það að segja,
að stjórn skipa 5 manns, og síðan eru tveir vara-
menn. Aðalstjórnina skipar þetta fólk: Pétur Grét-
arsson, formaður, Agatha Agnarsdóttir, varaformað-
ur, Linda Chr. Walker, ritari, Helga Asmundsdóttir
gjaldkeri, Guðmundur Steingtimsson, meðstjórnandi.
Þess ber að geta, að stjórnin starfar á algerum
jafnréttisgrundvelli, formaður hefur ekkert einræð
isvald, enda gefur það augaleið, að starf sem
þetta næði aldrei neinum árangri nema; með samsti-
lltu átaki.
Sp: Er eitthvað, sem þú vildir segja að lokum?
Já, takk heilmikið. Mig langar fyrst til að
hvetja alla til að koma og hlusta á það, sem við
höfum að bjóða. Hjá okkur er spilað alls konar tón
list, þó að við leggjum mesta áherslu á jazzinn.
Við stöndum fyrir tónlistarkvöldum, sem eru haldin
í því skyni að koma á framfæri ungum tónlistarmönn
um og þeim, sem vilja leika sína eigin framleiðslu
á tónlistarsviðlnu. Má segja, að þessi kvöld séu
eini vettvanvangurinn fyrir utan skólana til að
HLUSTA á tónlist.