Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 11

Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 11
Atvinna FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Skipholti 29b • S. 551 4422 Enn meiri afsláttur 30%-50% Skoðið laxdal.is Bæjarlind 6 | Sími 554 7030 | Við erum á facebook buxur Kr. 6.900 Str. 36-52 Kr. 8.900 Str. 36-52 Kr. 17.900 Str. 36-52 arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Ferðumst innanlands í sumar Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna Netverslun á www.belladonna.is Fæst í netverslun belladonna.is Flott sumarföt, fyrir flottar konur Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Ný Oddeyri EA-210, bolfiskskip Samherja, er komin til heimahafnar á Akureyri eftir gagngerar breyt- ingar. Oddeyrin var keypt lítið not- uð frá útgerð á Írlandi og bar áður heitið Western Chieftain. Skipið var 45 metra uppsjávarveiðiskip en var keypt með það fyrir augum að breyta því töluvert. Skipið hefur nú verið lengt um 10 metra í Karstensen Skibsværft í Danmörku og hefðbundnu vinnslu- dekki og fiskilest komið fyrir. Gert er ráð fyrir að skipið verði nýtt í bolfiskveiðar. Skipið verður eins konar til- raunaskip Samherja á vegferð sem nú verður haldið í sem snýst um að geyma fisk lifandi um borð og landa í kvíar. Með þessu er hægt að auka afhendingaröryggi og lengja líftíma ferskra afurða. Á stjórnborðssíðu skipsins stend- ur stórum stöfum Live & Fresh, eða lifandi og ferskt á íslensku. Aðferðin byggist á því að fiski er dælt um borð og tankar eru útbún- ir sjódælukerfi til að tryggja súr- efni svo fiskurinn haldist á lífi. Engin útgerð á Íslandi landar lif- andi fiski í dag og mun Samherji því að öllum líkindum verða fyrstur til þess. Aðferðin er þó þekkt í Noregi og hefur verið notuð þar í nokkur ár. Oddeyrin EA fyrsta skip sinnar tegundar hér á landi - Nýtt skip Sam- herja kom til hafn- ar á Akureyri Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Heimkoma Nýtt skip Samherja getur geymt lifandi fisk í tönkum. Maður sem var handtekinn á Ís- landi um páskana og framseldur til Bergen í Noregi hefur verið ákærð- ur fyrir tvær stórfelldar líkams- árásir og rán sem áttu sér stað þar í landi árið 2015. Hann hefur játað sök. Hann var eftirlýstur um allan heim vegna málsins þegar hann var handtekinn hér á landi. Réttarhöld yfir honum hefjast fjórða október. Um er að ræða 37 ára einstakling frá Póllandi og er hann ákærður fyrir að ráðast á auðjöfurinn og listaverkasalann Reidar Olsen og mann að nafni Petter Slengesol í Bergen með níu mánaða millibili árið 2015. Reidar Olsen var á leiðinni í bíl sinn í desember 2015 í miðborg Bergen þegar ráðist var á hann. Mennirnir lömdu hann og stungu byssu upp í munn hans þannig að hann kjálkabrotnaði. Þá keyrðu þeir hann inn í skóg þar sem þeir höfðu grafið gröf ætlaða honum. Petter Slengesol var sömuleiðis í bíl sínum þegar mennirnir birtust við bílinn og réðust á hann. Þeir brutu bæði hendur hans og fætur, afklæddu hann og hótuðu að skera af honum kynfærin. Lögreglan náði að tengja málin saman árið 2019 en fram að því höfðu þau verið óleyst. Ákærður eftir framsal frá Íslandi til Noregs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.