Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITIR JÓNAS Í SÍMA 865 6346
EÐA Á NETFANGINU RAKANG@RAKANG.IS
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
K
vennakórinn og nyrsti kór
Íslands, Hornstranda-
kórinn, lenti í ýmiss kon-
ar ævintýrum í jóm-
frúrferð sinni um Hornstrandir þar
sem kórinn var formlega stofnaður
24. júní síðastliðinn. Bjarney Lúð-
víksdóttir, kvikmyndagerðarkona og
einn af stofnendum hópsins, stað-
festir þetta í viðtali við Morgun-
blaðið en hún segir að kórfélagar,
sem samanstanda af 13 konum,
hvaðanæva úr atvinnulífinu, séu afar
stoltir af þessum fyrsta kór Horn-
stranda. Hópurinn er afar fjöl-
breyttur en hann er samsettur með-
al annars af leikkonum, læknum,
kvikmyndagerðarkonum, athafna-
konum og rithöfundum. Að sögn
Bjarneyjar var upprunalega hug-
myndin sú að hver kona myndi taka
eina konu með sér með því skilyrði
að hún þekkti hana ekki vel og var
þá markmiðið að víkka út netverkið
og fara út fyrir þægindarammann.
Konurnar héldu af stað í Hlöðu-
vík 19. júní og var stefnan tekin á að
stofna kórinn formlega á æskuslóð-
um rithöfundarins Jakobínu Sigurð-
ardóttur í Hælavík og flytja þar
jafnframt fyrsta lag kórsins, Vöku-
ró, en texti lagsins er einmitt eftir
Jakobínu.
Jakobína endurholdguð?
Þegar þangað var komið var
Skálakamburinn hins vegar ófær og
hélt kórinn því tónleika í Ófærunni
svokölluðu sem skilur Hælavík og
Hlöðuvík að.
„Þar var einn áhorfandi. Einn
selur sem kúrði þarna við stein og
var að hlusta allan tímann. Við höld-
um að þetta hafi bara verið Jakobína
sjálf komin,“ segir Bjarney kímin í
bragði. Næstu tónleikar kórsins
voru haldnir í Hlöðuvík þar sem kór-
félagar gistu en þar fylgdust með
áhorfendur úr hópi fugla og refa.
Það var ekki fyrr en á þriðju
tónleikunum sem nokkrir syfjaðir
áhorfendur af ætt homo sapiens
komu til að hlusta á kórinn sem
mætti tíu tímum of seint á áfanga-
stað sinn, á Hesteyri, vegna veðurs.
„Þar voru nokkrir landverðir
sem hlýddu á og voru til vitnis um að
Hornstrandakórinn er raunveruleg-
ur,“ segir Bjarney og bætir við að
þetta hafi verið síðustu tónleikar
kórsins í bili.
„En síðan gerist það sem rataði
í blöðin,“ segir Bjarney. „Á leið okk-
ar inn í Kjaransvík, þegar við erum á
göngu, löbbum við fram hjá þvílíkri
hrúgu af rosalegum skít að við
stoppum einhvern veginn allar og
horfum. Við fórum allar að reyna að
átta okkur á því af hvaða dýri þessi
skítur gæti mögulega verið,“ segir
Bjarney. „Þá fórum við að hugsa:
Það kom borgarísjaki vikuna áður
en við komum. Tæknilega er ekki
útilokað að ísbjörn rati upp á
Strandir. Það hefur gerst og sagan
hefur sagt það,“ útskýrir hún og
bætir við að ferðalangarnir hafi
ákveðið að láta vita af hrúgunni eftir
að læknarnir í hópnum voru farnir
að efast um að hrúgan væri eftir
grasbíta.
„Út úr þessu símtali verður
þetta fjaðrafok sem við réðum ekki
við,“ segir Bjarney og vísar þar í
fréttaflutning af meintum ísbirni á
Vestfjörðum sem reyndist svo vera
álft en Landhelgisgæslan mætti á
svæðið í kjölfar símtalsins með rann-
sóknarteymi til að rannsaka skítinn.
„En við erum þakklátar og stoltar af
því að Landhelgisgæslan og kerfið
okkar bregst svona fljótt við,“ segir
Bjarney og bætir við að þær hafi þó
innst inni vonað að sökudólgurinn og
eigandi saursins hefði verið raun-
verulegur ísbjörn.
Fengu móðurlega meðferð
„Það myndaðist smá stemning í
kringum þetta. Við björguðum
tveimur ungum ísraelskum mönnum
sem höfðu komið sér fyrir í björg-
unarskýlinu í Hlöðuvík. Þeir fengu
að gista hjá okkur, bara til vonar og
vara, þannig að það myndi örugg-
lega ekkert gerast. Þeir fengu lík-
lega bestu móðurlegu meðferð sem
þeir hafa nokkurn tímann fengið á
ævi sinni. Einn þeirra var slasaður
og læknarnir í hópnum hlúðu að
honum. Við sungum fyrir þá og töl-
uðum um stríðið á milli Ísrael og
Palestínu. Það var mikil stemning í
gangi,“ segir Bjarney.
„Að minnsta kosti er Horn-
strandakórinn stofnaður og við er-
um stoltar af því.“
„Ísbjörn“ og selur á vegi nyrsta kórsins
Ófæra Hornstrandakórinn lét ófærð á Skálakambi ekki stöðva sig og var kórinn formlega stofnaður 24. júní í viður-
vist einmana sels í Ófærunni sem skilur Hælavík og Hlöðuvík að og hélt fyrir hann einkatónleika úti í náttúrunni.
Fjölhæfar 13 konur mynda Hornstrandakórinn en þær eru: Auður Smith, Ágústa Sigrún
Ágústsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Berglind Magnúsdóttir, Bjarney Lúðvíksdóttir, Ilmur
Kristjánsdóttir, Ingibjörg Gréta Gísladóttir, Kristín Sigurðardóttir, María Heba, Rúna Magn-
úsdóttir, Pálína Vagnsdóttir, Þóra Arnórsdóttir, Þóra Karítas og Þórunn Lárusdóttir.
Hornstrandakórinn var
formlega stofnaður á Horn-
ströndum á dögunum, en
hópurinn, 13 fræknar kon-
ur, lentu í ýmiss konar æv-
intýrum á göngu sinni um
Strandir. Fundu þær m.a.
ísbjarnarsaur sem reyndist
vera eftir álft, héldu einka-
tónleika fyrir sel og björguðu
ungum Ísraelsmönnum.
Næturtónleikar Fyrstu mennsku áhorfendurnir sem fengu að hlýða á raddir Hornstranda-
kórsins voru landverðir á Hesteyri þar sem þriðju tónleikar kórsins voru haldnir. Var kórinn þó
um tíu tímum of seinn á staðinn og því voru tónleikarnir haldnir kl. 3:15 um nótt. Áhorfendur
voru því fremur syfjaðir en fylgdust þó af athygli með kórnum flytja Vökuró.