Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 20
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
„Þótt þröngt sé á Seyðisfirði þar sem Austfjarðaþokan kemur
lævíslega inn er hvergi jafn fallegt. Þetta er heimsins besti
staður og þangað ætlum við konan mín að skreppa í næstu
viku,“ segir Einar Hermannsson, formaður SÁÁ. „Á leiðinni
austur er ætlunin að stoppa 2-3 daga á Akureyri; þó ekki sé
nema til að kanna hvort frásagnir heimamanna þar um meinta
veðursæld eigi við rök að styðjast. Patreksfjörður er líka á
planinu í sumar og 10 daga ferð til Tenerife í ágúst. Stóra málið
nú er annars að undirbúa edrúhátíð samtakanna okkar sem
verður á Skógum undir Eyjafjöllum um verslunarmannahelg-
ina, hvar verða góðir listamenn og glatt á hjalla.“
Einar Hermannsson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Edrúhátíð undirbúin
„Kófið var erfiður tími. Markmið mitt í sumar hefur því ein-
faldlega verið að hvíla mig og safna kröfum,“ segir Hulda
Geirsdóttir, útvarpsmaður á Rás 2. „Núna er ég búin með
tvær vikur af sumarfríinu og aðrar tvær eru eftir. Þetta er
sérstaklega góður tími og einmitt þessa stundina er ég í heim-
sóknum hjá skyldmennum mínum á Suðurnesjum.“
Hulda og hennar fólk eiga sumarbústað í Holtunum í Rang-
árvallasýslu og dveljast þar oft. Landspilda fylgir og þar eru
hestar fjölskyldunnar „Stöku sinnum förum við í útreiðartúra
eystra, þar sem eru fínar reiðleiðir til dæmis nærri Rang-
árbökkum og við Þjórsá. Sumarið er algjörlega tíminn.“
Hulda Geirsdóttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Safna kröftum í fríi
„Ætlunin er að vera sem allra mest í kjördæminu í sumar.
Fram undan er meðal annars að aðstoða vini mína, bændur í
Landsveit og Skaftártungu, að koma fé á fjall. Ef ég fæ að
taka í traktor með sauðfé á aftanívagni þá er ég vel settur,“
segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Svo er líka ætlunin að skreppa til Svíþjóðar síðast í júlí; en
þar er ætlunin að heilsa upp á frænku mína sem býr ekki
langt fyrir norðan Gautaborg og er þar með hænur og ís-
lenska hesta. Allt þetta sem ég lýsi er uppskrift að virkilega
góðu sumarfríi. Að vera með fjölskyldu og vinum, lífið verður
bara ekki betra.“
Ásmundur Friðriksson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fái að taka í traktor
„Skátastarfið er fjölbreytt,“ segir Ragnheiður Silja Kristjáns-
dóttir. Hún er ein þeirra sem stýra Skátasumrinu, en svo
nefnast þrjú skátamót af minni gerðinni sem verða á Úlfljóts-
vatni í sumar. Fyrsta mótið hófst í gær, miðvikudag, og stend-
ur til sunnudags. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
„Við blöndum saman leik og fræðslu, meðal annars um
sjálfbærni. Reiknað er með að yfir 1.000–1.500 manns verði á
mótssvæðinu í hverri viku, þátttakendur og gestir í fjöl-
skyldubúðum. Allir geta mætt, til dæmis gamlir skátar og þau
sem vilja kynnast því hve skátastarfið er skemmtilegt, en inn-
tak þess er virðing fyrir samfélagi og náttúru.“
Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir
Leikur og fræðsla
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Allt í blóma
og fólk í fríi
Veröld brosir! Nú, viku af júlí, er allt í blóma
á Íslandi. Holtasóley, þjóðarblómið sjálft,
hefur aldrei verið jafn falleg og nú. Landinn
er á faraldsfæti, að minnsta kosti er hugur
flestra kominn þangað. Sumarleyfin standa
sem hæst - og á vinsæla ferðamannastaði
kemur fólk til þess að njóta og slappa af.
Skátamót, fjárrag með bændum, hestaferðir
og leiðangur norður á Akureyri til þess að
ganga úr skugga um hvort frásagnir af róm-
aðri veðursæld eigi við einhver rök að styðj-
ast. Morgunblaðið tók fólk tali.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjóðarblómið Fallegt í flóru landsins sem er afar fjölbreytt.
hjolhysi.com
Powrtouch Mover
Hágæða hjólhýsadrif til á lager
Allar nánari upplýsingar og pantanir í síma 863 4449
hjolhysi.com, kriben@simnet.is, www.facebook.com/hjolhysi
Powrtouch Evolution
- Fyrir einn öxul
- Handvirkur
- 2000 kg í 25% halla
Powrtouch Evolution
- 2000 kg í 25% halla
195.000
220.000
Jóhann Óli Hilmarsson
Stokkseyri
Ungmennafélag Stokkseyrar og
Stokkseyrarhreppur létu byggja
Gimli árið 1921. Ungmennafélagið
hafði átt þann draum frá upphafi að
eignast eigið samkomuhús. Árið 1920
sömdu ungmennafélagið og Stokks-
eyrarhreppur um að standa saman að
byggingu samkomuhúss og var það
vígt 12. nóvember 2021, aðeins hálfu
ári eftir að grunnur var tekinn að
húsinu. Það er 118 fermetrar að
grunnfleti, undir því er kjallari. Nafn-
ið var sótt í Völuspá. Verkalýðsfélagið
Bjarmi kom að rekstri hússins á ár-
unum 1941-51 og 1957-67. Síðan þá
hefur sveitarfélagið átt húsið eitt.
Gimli var þinghús, þar voru haldnir
dansleikir, leiksýningar og opinber
fundahöld. Samkomur á vegum
verkalýðsfélagsins, kvenfélagsins,
kirkjukórsins og annarra félaga á
Stokkseyri voru haldnar í húsinu. Um
tíma var þar leikfimikennsla barna-
skólans. Bókasafn Stokkseyrar var
þar um tíma áður en það flutti í nýtt
skólahús árið 2010. Eftir það var rek-
ið þar kaffihús um skeið, en nú er þar
samkomustaður, vinnustofa og gall-
erý skapandi fólks á Stokkseyri og
Eyrarbakka undir nafninu Brimrót. Í
kjallaranum er markaður með hand-
verk sem unnið er á Stokkseyri.
Ljósmyndir úr sögu Gimli voru
settar upp í húsinu á Bryggjuhátíð,
bæjarhátíð Stokkseyrar um síðustu
helgi. Hátíðin fór vel fram í blíðskap-
arveðri og tók fjölmenni þátt í henni.
Félagsheimili Gimli á Stokkseyri hefur gegnt mörgum hlutverkum í 100 ár.
Gimli orðið 100 ára
- Afmælisins minnst á Bryggjuhátíð