Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 OSTEO ADVANCE er fullkomin blanda fyrir beinin • Kalk og magnesíum í réttum hlutföllum • D vítamín tryggir upptöku kalksins • K2 vítamín sér um að kalkið skili sér í beinin Fæst í Lyf og Heilsu, Apótekaranum og flestum stórmörkuðum. 40 ára 60 ára 70 ára ERTU MEÐ STERK BEIN? BEINVERND ER MIKILVÆG ALLA ÆVI Atli Steinn Guðmundsson atlisteinn@mbl.is Það var ekki fyrr en skæðadrífa af tréflísum fyllti litla sumarhúsið í Søl- en í Rendalen, litlu landbún- aðarbyggðarlagi í þáverandi Hed- mark í Noregi, 15. maí 1945, sem dyrnar opnuðust og liðsmenn and- spyrnuhreyfingarinnar hættu vél- byssuskothríðinni. Fyrir utan að vera kunn gönguskíðakona var konan sem steig út úr húsinu, og var handtekin umsvifalaust, fyrrverandi áróð- ursstjóri Nasjonal Samling, þjóðern- isflokks Vidkuns Quislings, og helsti hugmyndasmiður gyðingahatursins, sem flokkurinn ól á og gerði allt til að innræta norskri þjóð á styrjaldarár- unum. Þetta var Halldis Neegård Østbye frá Stor-Elvdal í Hedmark, einn nán- asti samstarfsmaður Quislings innan þjóðernisflokks hans, sem þjónaði nasistum meðan á hersetu þeirra í Noregi stóð, árin 1940 – 1945. Østbye var fædd árið 1896 og hét Halldis Neegård uns hún gekk í hjónaband. Hún ólst upp við þröngan kost ásamt níu systkinum á bóndabæ í Stor-Elvdal. Foreldrar hennar skildu árið 1910 og móðirin tók yngstu börnin með sér til Óslóar. Faðir hennar lét sig þá hverfa til Kanada og var henni þá komið fyrir hjá frændfólki í Ålesund uns hún flutti til móður sinnar og ömmu í Ósló. Stofnun NS opinberun Hún varð snemma efnileg skíða- göngukona og keppti fyrir Noregs hönd á alþjóðavettvangi. Þá lét hún sig jafnréttismál miklu varða og barð- ist ötullega fyrir jöfnum tækifærum og möguleikum kvenna innan skíða- íþróttarinnar. Árið 1927 giftist hún skíðagarpinum og -framleiðandanum Peter Østbye, sem meðal annars varð þekktur af skíðamerkinu Splitkein. Auk skíðaáhugans deildu þau hjón- in stjórnmálasýn og voru bæði svarn- ir andstæðingar kommúnisma auk þess að leggja mikla fæð á gyðinga. Það varð þeim því nánast opinberun þegar Quisling stofnaði Nasjonal Samling árið 1933, innblásinn af hug- myndafræði Adolfs Hitlers og nas- ismans. Í augum Østbye var Quisling bjargvættur Noregs, maðurinn sem var kominn til að bjarga fósturjörð hennar frá gyðingum og komm- únistum, sem legðu á ráðin um að flækja Noreg í alþjóðlegan vef sinn. „Hún var arkitektinn“ Østbye-hjónin vinguðust fljótt við Maríu og Vidkun Quisling og urðu trúnaðarvinir þeirra. Halldis Østbye varð fljótt einkaritari leiðtogans og kleif metorðastiga flokksins hratt. Árið 1934 gerði Quisling hana að áróðursstjóra kvennadeildar Nasjon- al Samling og árið eftir skipaði hann hana skrifstofustjóra fjölmiðla- og áróðursskrifstofu flokksins. Boðskapur Østbye byggðist á stækri andúð í garð gyðinga. „Hún lagði línurnar að andgyðinglegri stefnu NS, hún var arkitektinn,“ seg- ir sagnfræðingurinn Vegard Sæther og leggur áherslu á að Østbye hafi brotist til æðstu metorða innan flokks sem gaf konum mjög takmarkað rými. „Þær áttu að ala börn og vera heima.“ Það var sjónarmið Hitlers sjálfs enda gjörbreyttist staða Østbye eftir að nasistar lögðu Noreg undir sig í apríl 1940. Þjóðverjar sáu hana ekki fyrir sér sem stjórnanda af neinu tagi innan síns norska systurflokks. Í bréfi, sem Østbye ritaði Quisling 8. júní 1940, dregur hún ekki fjöður yfir biturð sína í skugga nýs veruleika: „Ég geri mér grein fyrir því að kyn mitt er hindrun,“ skrifaði hún og lýsti því enn fremur, að hún gæfist ekki upp baráttulaust: „Það væri móðgun ef karlmaður, síður hæfur en ég, fengi stöðu mína,“ var blákalt mat áróðursstjórans, sem engu að síður varð að sætta sig við að töglin og hagldirnar voru að ganga henni úr greipum. Var hún of öfgasinnuð? Ekki hjálpaði hversu stirt var á milli Østbye og Alberts V. Hagelin, innanríkisráðherra og eins valda- mesta manns NS. Hann vildi ekkert með þessa gallhörðu hugsjónamann- eskju og fyrrverandi flokksgæðing hafa. „Mér þykir leitt, að hreyfingunni [NS] er ekki ljós sá kraftur, sem ég stend fyrir og kýs eingöngu að nýta sér hæfileika mína að takmörkuðu leyti,“ skrifaði Østbye, sem hiklaust taldi sig tryggasta samstarfsmann, sem Quisling nokkru sinni stæði til boða. Sagnfræðingurinn Sæther telur, að þar hafi einmitt verið rót vanda Øst- bye. „Ég held að hún hafi verið of öfgasinnuð. Hún gekk of langt í gyð- ingahatrinu og varði það af of mikilli hörku,“ segir hann. Annað og síðara bréf hennar til flokksleiðtogans sýndi þetta svo ekki varð um villst og var eitt höfuðsönnunargagnanna gegn henni þegar Norðmenn drógu nasista sína fyrir dóm sem landráðamenn eft- ir stríðið. „Ljóst er, að gyðingavandamálið þarf að leysa endanlega og án tilfinn- ingasemi þegar kemur að því að verja okkar fólk og Evrópu fyrir nýrri fram- rás gyðinga,“ stóð þar skrifað. Østbye vildi, að gyðingar yrðu teknir af lífi „hratt og sársaukalaust“. Það verk mættu menn af norrænu kyni ekki vinna, heldur Asíumenn eða Rússar. Árið 1948 var Østbye dæmd til sjö ára fangavistar. Áður en afplánun hennar hófst útvegaði hún sér falsað vegabréf og flúði til Spánar. Vegna veikinda fóstursonar hennar sneri hún til baka til Noregs og fór í fangelsi. Halldis Østbye var náðuð árið 1953, en sneri aldrei baki við stefnumálum sín- um, sem henni fannst hún hafa tapað með öllu. Quisling og Hitler voru farn- ir. Hún endaði að lokum á geðsjúkra- húsi, þar sem hún lést 19. október 1983, gleymd þjóðinni sem hana dreymdi um að bjarga úr klóm gyð- inga og kommúnista. Byggt á samantekt Trond Ivan Hagen, NRK. Hinn norski Joseph Göbbels - Halldis Neegård Østbye var ein nánasta samstarfsmanneskja Quislings - Helsti hugmyndasmiður gyðingastefnu NS - Hallaði undan fæti eftir hernámið - Dó gleymd þjóðinni sem hún vildi bjarga Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Noregs Flokksfundur Halldis Neegård Østbye reis til æðstu metorða innan Nasjonal Samling, þjóðernisflokks Quislings, þar sem konur voru ekki á hverju strái. Hér stendur hún við hlið flokksleiðtogans í fremstu röð á myndinni. Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Noregs Áróðursstjórinn Østbye gekk til liðs við NS árið 1933. Vidkun Abraham Lauritz Jonssøn Quisling, leiðtogi norska þjóðernis- flokksins Nasjonal Samling, komst fyrst til valda undir merkjum þess flokks með fulltingi Þjóðverja árið 1942, eftir innrás þeirra og hernám 9. apríl 1940, en flokkur hans hafði þá goldið afhroð í tvennum kosningum, 1933 og 1936, þar sem 2,2 og 1,8 pró- senta fylgi varð lendingin og flokk- urinn óraveg frá að koma nokkrum manni á þing. Varð Quisling það, sem Þjóðverjar kölluðu Ministerpresident í þeirri rík- isstjórn, sem Þjóðverjar studdu. Áður hafði hann lýst sig forsætisráðherra Noregs, innrásardaginn 1940, en þá skipan mála voru Þjóðverjar ekki til- búnir að fallast á. Við lok styrjaldarinnar var Quisling handtekinn, 9. maí 1945, ásamt fjölda Norðmanna sem leynt eða ljóst höfðu starfað með Þjóðverjum. Réttarhöld yfir honum hófust í ágúst og 10. sept- ember kvað Lögmannsréttur Eið- sifjaþings upp dauðadóm yfir Quisling fyrir landráð. Aðfaranótt 24. október 1945 klukk- an 02:40 var honum stillt upp frammi fyrir tíu manna aftökusveit við Akers- hus-virkið í Ósló og hann skotinn til bana. Lík hans var brennt aðeins ör- fáum tímum síðar í bálstofu Vestre gravlund. Ljósmynd/NTB Skoðanabræður Quisling hitti Adolf Hitler alls ellefu sinnum, fyrst í des- ember 1939, en fékk þó ekki að taka sér ráðherraembætti vorið 1940. Landráðamaður kvaddur um nótt - Komst til valda með fulltingi Hitlers
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.