Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í gær var kynnt
ný skýrsla
Efnahags- og
framfarastofn-
unarinnar (OECD)
um Ísland og efna-
hag þess. Þar er
verðskuldað lof borið á við-
brögð íslenskra stjórnvalda við
efnahagslegum áhrifum heims-
faraldursins og engum dylst að
þar á Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahags-
ráðherra, mestan heiður.
Íslenskt efnahagslíf varð
fyrir miklum skelli í heimsfar-
aldri kórónuveirunnar; hlut-
fallslega mun meiri skelli en
flest önnur ríki heims vegna
þess hve ferðaþjónustan átti
orðið drjúgan hlut verðmæta-
sköpunar í landinu. Það var alls
ekki sjálfgefið að unnt væri að
sporna við þeim aðsteðjandi
vanda, hvað þá með þeim hætti
að í fyllingu tímans mætti
spyrna við að nýju þannig að
efnahagslífið kæmist skjótt á
skrið aftur. Sú er hins vegar
raunin og það er mikil gæfa.
Vegna skynsamlegrar fjár-
málastefnu undanfarinna ára
var ríkisvaldið í stakk búið til
þess að takast á við vandann og
eins hefur Seðlabankinn haldið
skynsamlega utan um peninga-
málin á þessum fordæmalausu
tímum. Líkt og staðfest er í
skýrslunni hafa efnahags-
úrræði stjórnvalda fyrir bæði
fyrirtæki og heimili komið að
góðum notum og að því búa Ís-
lendingar nú, þegar þeir hafa
loks getað fellt grímurnar og
tímabært er að bretta upp erm-
arnar.
Þegar fjármálaráðherra
kynnti nýja og uppfærða rík-
isfjármálastefnu á liðnu ári
urðu ýmsir til þess að láta í ljós
varnaðarorð og jafnvel gagn-
rýni á að lagt væri í svo mikinn
hallarekstur hins opinbera, en
hann svaraði því til að það
mætti og ætti að beita rík-
isfjármálunum af öllu afli þeg-
ar hagkerfið skryppi svo sam-
an. Bjarni Benediktsson tók
undir að það væri ekki vanda-
laust og mætti ekki gera stund-
inni lengur en áfallið varði,
enda væri ekki hægt að halda
uppi eftirspurn í hagkerfinu til
lengdar með því að reka ríkið
með halla.
Bjarni orðaði það svo í viðtali
við Morgunblaðið í fyrra, að
ríkisstjórnin veðjaði á að þetta
væri tímabundið ástand og hún
veðjaði á að ferðaþjónustan
tæki skjótt við sér að því loknu,
svo endurheimta mætti umsvif
og störf í einkageiranum og
vinna upp allt það sem tapast
hefði í faraldrinum.
Þetta mat, þessar ákvarð-
anir og þessi veðmál reyndust
rétt, eins og OECD staðfestir í
skýrslu sinni.
Mat OECD er að í höfuð-
atriðum hafi ís-
lenskum stjórn-
völdum gengið vel í
baráttunni við far-
aldurinn og efna-
hagslegar afleið-
ingar hans, en
jafnframt að fram undan sé
viðsnúningur í efnahagslífinu.
Hagkerfið hafi sýnt viðnáms-
þrótt með öflugri einkaneyslu
og vexti í öðrum útflutningi en
ferðaþjónustu meðan kór-
ónuveiran gekk yfir. Peninga-
og fjármálastefna hins op-
inbera hafi stutt vel við hag-
kerfið, en þó að rétt sé að við-
halda þeim stuðningi enn um
sinn, þurfi að auka aðhaldið um
leið og aðstæður leyfa til þess
að stöðva skuldasöfnun ríkisins
eins og raunar er mælt fyrir
um í gildandi fjármálaáætlun.
Á síðastliðnum vikum hefur
náðst að bólusetja þorra full-
orðinna Íslendinga gegn kór-
ónuveirunni og Ísland varð
fyrst landa til þess að aflétta
öllum sóttvarnatakmörkunum
innanlands. Samhliða hefur
ferðaþjónustan tekið við sér af
miklu afli og full ástæða til
mikillar bjartsýni um horfur í
henni. Líkt og rakið var í kynn-
ingu á skýrslu OECD í gær er
því ekki ósennilegt að hag-
vöxtur fari fram úr fyrri spám.
Það á alls ekki við í öllum
löndum OECD, sérstaklega
ekki á meginlandi Evrópu, þar
sem fátt virðist geta komið í
veg fyrir að fjórða bylgja far-
aldursins rísi áður en þessi
mánuður er á enda. Þar hefur
ekki tekist að fullbólusetja
nema um þriðjung helstu þjóða
og viðbúið að flest Evrópuríki
að Bretlandi undanskildu verði
lömuð af sóttvarnaráðstöf-
unum fram á haust. Afleiðingar
þess kunna að verða lang-
vinnar; pólitískar ekki síður en
efnahagslegar.
Þeirra áhrifa kann vel að
gæta á Íslandi, sem ekki er
eyland í öllum skilningi. En í
því kunna einnig að felast ýmis
tækifæri, efnahagsleg sem
pólitísk, fyrir þróttmikla og
sóttlausa þjóð á miðju Atlants-
hafi.
Sagan, bæði að fornu og
nýju, sýnir að Íslendingar eru
fljótir að ná sér á strik eftir
áföll. Að þessu sinni stóðust
bæði stjórnvöld og helstu inn-
viðir prófið, en mestu munaði
um samstöðu þjóðarinnar í
baráttu við veiruna og afleið-
ingar hennar. Þess vegna eru
okkur nú allir vegir færir.
Viðbragðshraði íslensks
hagkerfis getur ekki aðeins
leitt af sér jafnvægi, fulla at-
vinnu og velsæld á ný, heldur á
hann að geta fært okkur kraft-
meiri vöxt en Íslendingar hafa
átt að venjast. Skýrsla OECD
staðfestir að við erum á réttri
leið.
Reynslan sýnir að
rétt var haldið á
ríkisfjármálunum í
gegnum faraldurinn}
Ísland á réttri leið
S
ögurnar um dans forsætisráðherra
og fjármálaráðherra eru sögur
sem má ekki segja. Þær eru mjög
vandræðalegar og það væri óvið-
eigandi að vísa í þær sem tákn-
mynd fyrir núverandi stjórnarsamstarf. Það
kom því mörgum á óvart þegar vinstri og
hægri gengu saman út á dansgólfið í upphafi
þessa kjörtímabils undir rólegri framsóknar-
tónlist. Á meðan dansfélagarnir keppast við
að mæra hvor annan klóra allir aðrir sér í
hausnum yfir þessum undarlega dansi. Það er
djæfað yfir heilbrigðiskerfið, lindyhoppað yfir
Landsrétt, valsað yfir sjávarauðlindina,
steppað yfir stjórnarskrána og svo slammað
yfir hálendið svo fátt eitt sé nefnt.
Síðastliðinn þriðjudagur, þegar haldinn var
aukaþingfundur, var líklega síðasti danstím-
inn á þessu kjörtímabili. Þar mæltum við Píratar fyrir
breytingu við þingfrestun forsætisráðherra. Þar lögðum
við til að þingið byði þjóðinni í dans um stjórnarskrána.
Dansinn sem þjóðin bað um í atkvæðagreiðslu árið 2012,
fyrir níu árum, og hefur ekki enn fengið. Þar gafst þing-
mönnum tækifæri til að greiða atkvæði um aukaþing-
fundi í ágúst til þess að bæta að minnsta kosti við breyt-
ingarákvæði í stjórnarskrána sem krefst ekki
alþingiskosninga.
Atkvæðagreiðslan var áhugaverð, en tillöguna studdu
þeir flokkar sem lögðu hana fram ásamt Pírötum; Sam-
fylkingin og Flokkur fólksins. Nei sögðu Sjálfstæð-
isflokkur, Miðflokkur, Vinstri græn og Framsókn. Við-
reisn sat hjá með orðum formannsins: „Ég
get ekki tekið undir að það eigi að innleiða
hina svokölluðu nýju stjórnarskrá.“
Vandinn sem við glímum við í dag, þegar
kemur að stjórnarskrárbreytingum, er að
þegar Alþingi samþykkir slíkar breytingar þá
þarf að rjúfa þing og boða til almennra kosn-
inga. Í þeim kosningum er ekki kosið um
stjórnarskrárbreytingarnar sjálfar heldur er
bara gert ráð fyrir hefðbundnum þingkosn-
ingum þar sem fólk kýs flokka eins og venju-
lega. Þessu viljum við breyta, þannig að fólk
geti sagt álit sitt á þeim stjórnarskrárbreyt-
ingum beint – án þess að þurfa að kjósa
stjórnmálaflokka á sama tíma. Það er jú þjóð-
in sem er stjórnarskrárgjafinn. Ef stjórnar-
skráin væri tónlist, þá er þjóðin tónskáld og
þingið dansar eftir því hvort þjóðin spilar
rokk, diskó eða polka.
Nýja stjórnarskráin inniheldur margar betrumbætur
fyrir lýðræðið. Málskotsrétt fyrir þjóðina, frumkvæð-
isrétt, upplýsingarétt, frelsi fjölmiðla, auðlindaákvæði,
jafnt vægi atkvæða og margt fleira. Nauðsynlegar upp-
færslur fyrir nútímasamfélag. En þær verða að bíða á
meðan forsætisráðherra og fjármálaráðherra klára
dansinn sinn í friði. Ekkert þing og enginn stjórnar-
skrárstubbur síðustu fjóra mánuðina fyrir kosningar til
þess að trufla ekki síðasta vangadansinn.
bjornlevi@althingi.is
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Síðasti dansinn?
Höfundur er þingmaður Pírata.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
K
irkjuþing unga fólksins,
haldið 14.-16. maí, sam-
þykkti þingsályktunar-
tillögu um að allar
myndbirtingar af börnum yrðu
bannaðar á vef- og prentmiðlum
Þjóðkirkjunnar. Jafnframt því eigi
prestar og starfsfólk kirkjunnar
ekki að setja myndir af börnum í
safnaðarstarfi á persónulegar síður
sínar.
„Þetta er í takti við nýjar per-
sónuverndarreglur sem eru að
ryðja sér til rúms. Þetta er gert til
að vernda börnin svo þau þurfi ekki
að svara fyrir það síðar að hafa lát-
ið taka af sér myndir á einhverjum
vettvangi,“ sagði Jónína Sif Ey-
þórsdóttir, framkvæmdastjóri
Æskulýðssambands Þjóðkirkjunnar
(ÆSKÞ). Sambandið annaðist
framkvæmd kirkjuþings unga
fólksins í samstarfi við Biskups-
stofu.
Í greinargerð með tillögunni
kemur fram að trúmál séu flokkuð
sem viðkvæmar persónuupplýs-
ingar. Ótækt sé að kirkjan taki sér
það vald að birta slíkar upplýsingar
á vef- og prentmiðlum sínum. „Erf-
itt er að gera sér grein fyrir varan-
leika myndbirtinga og hvaða áhrif
það mun hafa á lífsleiðinni.
Við verðum að gera okkur
grein fyrir því að gagnaöflun er
notuð í viðskiptalegum tilgangi og
verður aldrei afmáð. Þá nota miðlar
eins og Facebook andlitsgreiningu
til að greina persónur í viðskipta-
og auglýsingaskyni, hvort sem börn
eru merkt inn á myndina eða ekki,“
sagði í greinargerðinni.
Jónína Sif segir að myndbirt-
ingar af börnum séu orðnar meira
álitamál en þær voru vegna tilkomu
samfélagsmiðla og gagnagrunna
sem geyma þessar myndir. Þá sé
tekið tillit til nýju persónuverndar-
laganna frá 2018 og evrópsku per-
sónuverndarreglugerðarinnar.
„Við erum með stóra viðburði
þar sem er fjöldinn allur af börn-
um. Þá er erfitt að fylgjast með því
hvaða foreldrar óska eftir því að
ekki séu teknar myndir af þeirra
börnum. Almennt snýst þetta um
að vernda börnin,“ sagði Jónína Sif.
Þetta eigi einkum við opinbera birt-
ingu eins og t.d. á netmiðlum. Hún
nefndi að í ýmsu félagsstarfi og í
leik- og grunnskólum væri þessi
krafa orðin algeng.
Börn njóta friðhelgi einkalífs
Reykjavíkurborg hefur gefið
út leiðbeiningar um myndatökur og
myndbirtingar í skóla- og frí-
stundastarfi. Þar er m.a. bent á að
börn njóti lögum samkvæmt frið-
helgi einkalífs og persónuverndar.
Ljósmyndir og myndbönd geta fall-
ið undir persónuupplýsingar.
Ekki má mynda börn í leik eða
starfi án leyfis stjórnanda starfs-
stöðvar eða umsjónarmanna þeirra.
Sama gildir um birtingu myndefnis.
Foreldrar fara með hæfi til að veita
samþykki fyrir vinnslu upplýsinga
varðandi ólögráða börn.
Stjórnendur í skóla- og frí-
stundastarfi bera ábyrgð á mynda-
tökum og myndbirtingum á sínum
starfsstað, þ.m.t. því að uppfyllt séu
skilyrði persónuverndarlaga.
„Persónuvernd hefur beint
þeim tilmælum til leikskóla, grunn-
skóla, frístundaheimila, íþrótta-
félaga og allra annarra opinberra
aðila og einkaaðila, sem koma að
starfi með börnum, að þeir noti
ekki Facebook eða sambærilega
samskiptamiðla fyrir miðlun per-
sónuupplýsinga um ólögráða börn,
hvort heldur sem um almennar eða
viðkvæmar persónuupplýsingar
þeirra er að ræða.“
Þrengt að birtingu
mynda af börnum
Morgunblaðið/Kristinn
Barnastarf Myndir á borð við þessa gömlu mynd munu væntanlega heyra
sögunni til verði myndbirtingar af börnum í kirkjustarfi bannaðar.
Kirkjuþing unga fólksins sam-
þykkti einnig þingsályktun um
að Þjóðkirkjan – Biskupsstofa
komi upp alhliða myndheimi
sem verði aðgengilegur söfn-
uðum til notkunar í kynning-
arefni og auglýsingum.
„Við störfum í umhverfi þar
sem aukin áhersla er á per-
sónuvernd. Kirkjan vill taka
fullan þátt í að virða og
vernda þau réttindi, sér-
staklega barna. Með því að
leggja af alla myndbirtingu
barna skapast þörf fyrir efni
sem geti komið þess í stað.
Yfirgripsmikill myndheimur
myndi fylla í þetta skarð og
skapa um leið heildstæða
ímynd fyrir kirkjuna og skapa
hugrenningatengsl hjá al-
menningi milli einstakra aug-
lýsinga,“ segir í greinargerð
með tillögunni.
Tillögur kirkjuþings unga
fólksins verða lagðar fyrir
kirkjuþing í haust.
Myndi alhliða
myndheim
ÞJÓÐKIRKJAN