Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Forvitinn Ætli þessi köttur hafi verið að leita leiða til að fylgjast með leik Dana og Englendinga í gær?
Eggert
Fimm árum eftir
Bretar samþykktu í
þjóðaratkvæða-
greiðslu að segja sig
úr Evrópusambandinu
og þar með frá samn-
ingnum um Evrópska
efnahagssvæðið liggur
fyrir fríversl-
unarsamningur við
þetta mikilvægasta
viðskiptaland okkar í
Evrópu. Þessi sögu-
legi samningur verður undirritaður í
dag í Lundúnum og ég er sann-
færður um að með honum hafi efna-
hags- og vinatengsl Íslands og Bret-
lands verið styrkt um ókomna tíð.
Kjarnahagsmunir í höfn
Nýr fríverslunarsamningur við
Bretland hefur verið forgangsmál í
ráðherratíð minni og mun skipta
sköpum fyrir bæði íslensk fyrirtæki
og neytendur. Ég hef lagt mikla
áherslu á að tryggja gott framtíð-
arsamband við Bretland eftir út-
gönguna. Strax árið 2017 gáfum við í
utanríkisráðuneytinu út skýrsluna
Ísland og Brexit –
Greining hagsmuna
vegna útgöngu Bret-
lands úr EES. Þar lögð-
um við mat á áhrif þess
að ákvæði EES-
samningsins giltu ekki
lengur í samskiptum við
Bretland og þar með
grunn að þeirri um-
fangsmikilu vinnu sem
fór í hönd við að skil-
greina enn fremur
markmið Íslands í
framtíðarviðræðum við
Bretland í náinni sam-
vinnu innan stjórnkerfisins, svo og
við atvinnulífið og hagsmunasamtök.
Þegar Bretland gekk svo úr ESB,
og þar með EES-samningnum, 31.
janúar 2020 tók við aðlögunartímabil
næstu tólf mánuði. Á þeim tíma
gekk Ísland fyrst ríkja frá bráða-
birgðafríverslunarsamningi við
Bretland og loftferðasamningi sem
tryggði áframhaldandi flug-
samgöngur á milli ríkjanna. Auk
þess höfðu réttindi borgaranna til
áframhaldandi búsetu verið tryggð
með samningi árið áður. Ekki má
gleyma samkomulagi um samstarf
ríkjanna til næstu tíu ára sem und-
irritað var í maí 2020 sem öll stefnu-
mörkun hefur síðan byggst á, en Ís-
land er hið eina EFTA-ríkjanna sem
gerði slíkan samstarfssamning við
Bretland. Á grundvelli þess var svo
gert samkomulag um framtíðarsam-
starf í sjávarútvegsmálum. Útgang-
an gekk þannig snurðulaust fyrir sig
þegar aðlögunartímabilinu lauk,
enda kjarnahagsmunir í höfn.
Metnaðarfullur samningur
á mettíma
Fyrir rétt rúmum mánuði náðist
svo samkomulag um nýjan fríversl-
unarsamning til framtíðar á milli
Bretlands og EFTA-ríkjanna í EES:
Íslands, Noregs og Liechtenstein,
en formlegar viðræður hófust í
september í fyrra. Að ná að gera svo
umfangsmikinn samning á innan við
ári er afrek í sjálfu sér og það ekki
síst í ljósi þess að heimsfaraldur hef-
ur geisað allan þann tíma. Samning-
urinn er afar umfangsmikill í saman-
burði við aðra fríverslunarsamninga
Íslands þrátt fyrir að hafa verið
gerður á miklu skemmri tíma.
Samningurinn veitir gagnkvæman
aðgang að mörkuðum þegar kemur
að vöruviðskiptum, þjónustu-
viðskiptum og opinberum inn-
kaupum. Fyrir vöruviðskipti eru
kjarnahagsmunir Íslands tryggðir
fyrir útflutning, þar með talið fyrir
sjávarútvegs- og landbúnaðarvörur.
Samningurinn auðveldar jafnframt
þjónustuviðskipti milli ríkjanna auk
þess sem íslensk fyrirtæki munu
hafa aðgang að opinberum útboðum
í Bretlandi.
Samningurinn inniheldur einnig
metnaðarfullar skuldbindingar á
sviði umhverfisverndar og baráttu
gegn hlýnun jarðar auk skuldbind-
inga á sviði vinnuréttar. Þar er jafn-
framt að finna sérstakan kafla um
jafnréttismál og valdeflingu kvenna í
viðskiptum. Er þetta í fyrsta skipti
sem slík ákvæði er að finna í fríversl-
unarsamningi sem Ísland gerir. Þá
er að finna í samningnum ákvæði á
sviði hugverkaréttinda, heilbrigð-
isreglna fyrir matvæli, tæknilegra
reglugerða ríkisstyrkja, samkeppn-
ismála starfsumhverfis lítilla og
meðalstórra fyrirtækja, góðrar
reglusetningar og samstarfs á því
sviði og margt fleira.
Gróska í samstarfi ríkjanna
Til viðbótar við fríverslunarsamn-
inginn stefnum við að því að und-
irrita tvo samninga á næstunni.
Annar þeirra fjallar um vinnudvöl
ungs fólks sem á til dæmis eftir að
gagnast íslenskum ungmennum á
aldrinum 18 til 30 ára sem vilja búa
og starfa í Bretlandi. Hinn samning-
urinn varðar samstarf á sviði mennt-
unar, rannsókna og nýsköpunar og
geimvísinda.
Sá árangur sem náðst hefur á
undanförnum misserum við að
tryggja áfram hagsmuni okkar
gagnvart Bretlandi, okkar mik-
ilvægasta útflutningsmarkaði í Evr-
ópu, sýnir glöggt hve gróskumikið
samstarf ríkjanna er. Nýi fríversl-
unarsamningurinn gefur afar góð
fyrirheit um bjarta tíma í sam-
skiptum Íslands og Bretlands.
Framtíðarsamningur við Breta undirritaður
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson
Guðlaugur Þór
Þórðarson
» Að ná að gera svo
umfangsmikinn
samning á innan við ári
er afrek í sjálfu sér og
það ekki síst í ljósi þess
að heimsfaraldur hefur
geisað allan þann tíma.
Höfundur er utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra.
Nýafstaðið útboð á hluta-
bréfum í Íslandsbanka
samhliða skráningu bank-
ans tókst vel. Markviss
undirbúningur, vönduð
vinnubrögð og hagstæð ytri
skilyrði tryggðu að ríkið
náði öllum sínum helstu
markmiðum um dreift
eignarhald, aðkomu al-
mennings og gott verð. Eft-
irspurnin var mikil og eign-
in seldist vel yfir bókfærðu verði ríkisins.
Frá skráningunni hefur markaður með
bréf í félaginu hækkað töluvert. Það er
ánægjulegt, ekki síst fyrir ríkið, sem enn
heldur á 65% hlut í bankanum. Skráningin
ein og sér hefur þannig ekki bara tryggt
áhuga og eftirspurn langt umfram vænt-
ingar, heldur einnig aukið verðmæti þess-
arar eignar ríkisins um tugi milljarða. Það
má því með sanni segja að mikill kraftur
hafi verið leystur úr læðingi með því að
ríkið sleppti hendi af þessum eignarhlut.
Í aðdraganda útboðsins heyrðust sterk-
ar úrtöluraddir, einkum af vinstri vængn-
um. Sagt var að tímasetningin væri
óheppileg í ljósi efnahagsástandsins, eft-
irspurn myndi láta á sér standa, óvissa um
ýmsa þætti myndi draga niður verðið og
loks ætti alfarið eftir að endurskipuleggja
fjármálakerfið. Af þessum sökum ætti að
bíða með söluáform.
Það ber minna á þessum fullyrðingum
nú, eftir stærsta frumútboð Íslandssög-
unnar. Um tveimur vikum eftir að verðbil í
útboðinu lá fyrir reyndu stjórnarandstæð-
ingar þó að smíða nýja sögu; Verðið hefði
verið of lágt. Ekki nóg með það, heldur
hefðu „hinir ríku“ makað krókinn á við-
skiptunum. Þetta stenst ekki skoðun,
frekar en fyrri fullyrðingar um málið, sem
m.a. komu fram í umræðum um söluna á
Alþingi í janúar.
Banki almennings
Bankinn er stærsta skráða almennings-
hlutafélag landsins og hluthafar á þriðja
tug þúsunda. Þátttaka almennings var
veruleg að auki við trausta erlenda og inn-
lenda fagfjárfesta, en hægt var að kaupa
hluti fyrir allt niður í fimmtíu þúsund
krónur. Þeir einu sem engum skerðingum
á tilboðum sættu voru þeir sem keyptu
fyrir milljón eða minna. Aðrir fengu mun
minna en þeir sóttust eftir.
Sá sem hefði spáð því verði sem fékkst
fyrir eignarhlut ríkisins á fyrstu dögum
ferlisins hefði þótt bjartsýnn. Niðurstaðan
er góð, hvort sem borið er saman við bók-
fært verð bankans, útboðsgengi Arion
banka eða sambærilega erlenda banka.
Því má svo ekki gleyma að með sölunni
var dregið úr umsvifum ríkisins á mark-
aðnum. Í Hvítbók um framtíðarsýn fyrir
fjármálakerfið frá 2018 kom
vel fram hve óæskilegt er að
sami aðili, ríkið, sé ráðandi á
fjármálamarkaði. Betur fari á
því að ríkið dragi úr umsvifum
sínum og skapi þannig heil-
brigðara samkeppn-
isumhverfi. Í þessum anda hef-
ur eigendastefna verið
uppfærð og gert ráð fyrir sölu
á öllum hlutum í Íslandsbanka,
en að ríkið verði áfram eigandi
verulegs eignarhlutar í Lands-
bankanum.
Hvítbókin var að öðru leyti góður
grunnur fyrir umræðu um fjármálamark-
aðinn og framtíðina. Þar fékkst gott yfirlit
yfir breytingar á regluverki sem átt hafa
sér stað en einnig ábendingar sem fylgt
var eftir fyrir útboðið, svo sem um tak-
mörkun áhættu vegna fjárfestingabanka-
starfsemi.
Ríkið þarf ekki að reka allt
Samkeppnisumhverfi fjármálafyr-
irtækja tekur um þessar mundir örum
breytingum samhliða tækniþróun og til-
komu fjártæknifyrirtækja. Ríkið er hvorki
vel til þess fallið að leiða þá þróun né ætti
það að bera alla áhættuna sem fylgir. Bet-
ur fer á því að aðrir undirbúi og leiði,
marki stefnu fyrir þessa nýju tíma sem við
okkur blasa. Salan er stórt og mikilvægt
skref í þá átt.
Mikilvægt er að gjalda varhug við mál-
flutningi stjórnmálamanna sem segja að
ríkið eitt geti átt og rekið alla skapaða
hluti. Í slíkri afstöðu felst skýr yfirlýsing
um að fólki úti í samfélaginu sé síður
treystandi til að fara með rekstur, eignir
og fjármuni en stjórnvöldum. Á endanum
þýðir það ekkert annað en að stjórn-
málamennirnir treysta sjálfum sér betur
en öðru fólki til að gera flest það sem máli
skiptir.
Þótt ríkið hafi mikilvægu hlutverki að
gegna á mörgum sviðum fer mun betur á
því að stjórnvöld setji leikreglurnar, en
veiti fólki frelsi til að taka ákvarðanir um
rekstur, áhættu og ráðstöfun eigna. Með
trú á fólk og framtakssemi byggjum við
kraftmikið og samkeppnishæft samfélag
sem eftirsóknarvert er að búa í.
Treystum fólkinu
Eftir Bjarna
Benediktsson
Bjarni Benediktsson
» Þátttaka almennings
var veruleg að auki
við trausta erlenda og
innlenda fagfjárfesta, en
hægt var að kaupa hluti
fyrir allt niður í fimmtíu
þúsund krónur.
Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins.