Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 42
Helga Margrét segist alltaf vera fín og það er hennar versta mar- tröð að vera ekki nógu fín. Að hennar mati er miklu skemmti- legra að vera í of fínum fötum en ekki. Hún vitnar í skáldið Oscar Wilde þegar kemur að þessari lífs- speki en hann sagði að fólk gæti ekki klæðst of fínum fötum né menntað sig of mikið. Innblásturinn sækir Helga Mar- grét til sjöunda og tíunda áratugs síðustu aldar. Stutt pils, skokkar, pelsar og skótíska frá þessum tíma heilla hana gríðarlega. Hreinu lín- urnar heilla hana mikið, litirnir og mynstrin. Hún hefur þetta hugfast þegar hún kaupir föt og segir klassísk snið og fallega liti ekki fara úr tísku. Áttu þér uppáhaldsverslun á Ís- landi? „Vero Moda, Spútnik og Zara eru búðirnar sem ég kíki oftast í. Ég er mjög dugleg að kíkja í alls konar verslanir samt. Það er fátt skemmtilegra en að rölta í bænum með tebolla í ferðamáli og skoða allar búðir sem ég geng fram hjá.“ Helga Margrét verslar líka á netinu og viðurkennir að hafa verið allt of dugleg í því í kórónuveiru- faraldrinum. „Sérstaklega í fyrra þegar maður hafði ekkert að gera í Covid. Þá eyddi ég allt of stórum hluta dagsins í að skoða Asos, svona versl- unarmeðferð. En er búin að vera mjög dugleg að gera ekki of mikið á þessu ári.“ Skærbleikur varalitur og falleg spöng setja punkt- inn yfir i-ið þegar Helga Margrét ger- ir sig til. „Mér finnst ég vera hálf- nakin án þess að vera með varalit, finnst það vera meira eins og mik- ilvægur fylgihlutur frekar en snyrtivara. Síð- an er falleg yfirhöfn það mikilvægasta. Maður getur verið í svo venjulegum föt- um en síðan ferðu í síða gula kápu yfir og þá verður þú strax fínust. Síðast en ekki síst má ekki gleyma að sjálfstraust er besti fylgihlut- urinn. Það fer allt eftir því hvernig þú berð þig í flík- unum.“ Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Helga Margrét er með skvísulegan stíl en segir að hún myndi aldrei lýsa honum sem kúl eða töff. Hún elskar litríkan klæðnað og er óhrædd við að blanda saman gömlu og nýju. „Þið finnið mig oft- ast í stuttu pilsi og skyrtu, blússu eða rúllukragabol. Og síðast en ekki síst í fallegri kápu og hæla- skóm. Það er svona mín uppskrift að hinu fullkomna dressi. Síðan vil ég helst alltaf vera í kjól þegar ég fer eitthvað út á lífið. Ég reyni að vera alltaf í ljósum og fallegum lit- um, alls ekki í dökkum eða gráum fötum. Hvítur, bleikur og fjólublár eru algengustu litirnir í fataskáp- unum mínum,“ segir Helga Mar- grét um fatastílinn sinn. Hvað eru bestu kaup sem þú hefur gert? „Bleika og svarta Ted Baker- taskan mín sem ég keypti 2014. Hún var mjög dýr fyrir 16 ára mig en hef notað hana stanslaust síð- ustu ár og ég get ekki ímyndað mér að hún hætti nokkurn tímann að vera uppáhaldsveskið mitt. Gæti ekki verið meira klassísk,“ segir Helga Margrét. Þar á eftir koma kápurnar sem hún á erfitt að gera upp á milli, enda gerir fólk ekki upp á milli barnanna sinna. Hvað er nauðsynlegt að eiga í fataskápnum þessa stundina? „Fallega sumarkjóla og sokka- buxur sem eru ekki með neinum götum! Síðan vil ég meina að heimurinn væri betri staður ef all- ir væru meira í pallíettum og past- el-litum, helst þá bleiku og fjólu- bláu en það er bara kenning.“ Hvað er á óskalistanum fyrir sumarið? „Það helsta er bara að fá mikla sól. Vil bara vera berleggja í fal- legum sumarkjólum, en hingað til hefur veðrið ekki alveg boðið upp á það. Ég hef fulla trú á að júlí verði betri og þá vantar mig helst þann fullkomna lautarferðarkjól, er búin að vera að leita víða að honum,“ segir Helga Margrét sem er reyndar spennt fyrir haustinu og að fá vonandi að mæta í skól- ann. Ný föt fyrir skólann eru því á óskalistanum. Pils og jakki í stíl eru á óska- listanum. „Það væri draumur að ég gæti verslað endalaust hjá Chanel, Sister Jane og Ted Baker, en það er ekki svo gott núna.“ Morgunblaðið/Eggert Skór Helga á yfir 100 skópör. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS KLIPPAN Teppi – 100% ull Verð frá 14.900,- Morgunblaðið/Eggert Baklaus Helga Margrét er hrifin af baklausum kjólum. Yfirhafnir Gula kápan er úr Topshop og task- an frá Ted Baker. Helga Margrét Agnarsdóttir, lögfræðinemi og karókístjórnandi á Sæta svíninu, er með flottan fatastíl. Hún er alltaf fín til fara og oftar en ekki sker Helga Margrét sig úr fjöldanum á Íslandi. Helga Margrét er með skvísulegan stíl Lagerfeld Taskan er frá Karli Lagerfeld en pilsið og jakkinn úr TopShop. Samlitt Í fjólubláu frá toppi til táar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.