Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Hreinleiki afurðanna og gæði rímar fullkomlega við þróun á neyt- endamarkaði um heim allan þar sem neytendur gera æ meiri kröfur til framleiðenda. Íslenskir sauð- fjárbændur standa undir þeim kröf- um og gott betur, enda hafa þeir verið meðvitaðir um þessa þróun. Markaðurinn er þar að auki tilbú- inn í næsta skref, sem er fullur rekjanleiki afurðanna. Framleiðnin hæst hér á landi Hafliði Halldórsson hefur verið ötull í kynningarstarfi fyrir Bænda- samtökin og sjálfsagt fáir sem vita meira um íslenskt lambakjöt en hann. Að setjast niður með honum er ákaflega fróðlegt og nauðsynlegt, enda varðar íslenskur landbúnaður, og þá ekki síst sauðfjárræktin, okk- ur öll. Hafliði segir að gríðarlega margt jákvætt sé í kortunum og að íslenskir sauðfjárbændur standi mjög framarlega. „Sauðfjárbændur hafa á þessari öld aukið framleiðni eftir hverja kind um 20-30% með kynbótastarfi og brugðist við kröf- um neytenda um hækkað hlutfall vöðva og minni fitu í lambaskrokk- um. Um leið hefur kolefnisspor fyr- ir hvert kíló lambakjöts minnkað um svipað hlutfall. Framleiðni lambakjöts á hverja kind er nú hæst hjá íslenskum sauðfjár- bændum í samanburði við allar Evrópuþjóðir,“ segir Hafliði og bendir á að það sé eftirtektarverður árangur, því íslenska sauðkindin sé minni og léttari en þau kyn sem al- gengust eru í sauðfjárrækt í Evr- ópu. „Sem sýnir að bændurnir okk- ar standa sig vel og eru í fararbroddi þegar kemur að bú- skapnum með nútímavinnu við kyn- bætur.“ Sauðfjárbændur hafa frá árinu 2017 lagt til fé úr sínum hluta af stuðningi hins opinbera við greinina í miðlæga markaðssetningu fyrir ís- lenskt lambakjöt. Hafliði segir að markmiðið sé að neytendur heyri og skilji hvaða sérstöðu og kosti varan hefur og átti sig á hvernig hún er framleidd. „Markaðsstofan íslenskt lambakjöt „Icelandic Lamb“ var stofnuð til þess að vinna að framgangi þess, með aðaláherslu á ferðamannamarkaðinn. En ís- lenskir neytendur hafa líka fengið að sjá til okkar og heyra frá síðasta ári sem er mjög mikilvægt því ís- lenskir neytendur eru mikilvægustu viðskiptavinir íslenskra bænda. Spurður hvort neyslumynstur landsmanna sé að breytast segir Hafliði að það sé ótvírætt. „Nútíma- fólk neytir tvímælalaust fjölbreytt- ari fæðu en tíðkaðist hér fyrir örfá- um áratugum og úrvalið er meira. Neysla á lambakjöti er gríðarlega mikilvæg á Íslandi, enda afar mik- ilvægur hluti af okkar matarmenn- ingu og um leið sú íslenska matvara sem flestir Íslendingar telja þjóð- arréttinn,“ segir Hafliði en sam- kvæmt Gallup-könnun, sem gerð var fyrir Kokkalandsliðið árið 2015, sögðust 74% aðspurðra líta á lambakjöt sem þjóðarrétt Íslend- inga. „Skyndiréttir og hálftilbúnir rétt- ir verða sífellt mikilvægari í hraða nútímans og við viljum minna á lambið í því samhengi. Svo sjáum við að ungt fólk heldur oft að mat- reiðsla á lambakjöti sé flókin og tímafrek og veigrar sér við að elda lambakjöt fyrir sig og sína á virk- um dögum. Það er hins vegar fjöldi bita og rétta sem hægt er að nota lamb í á fljótlegan hátt og tekur einungis 10-20 mínútur að útbúa á grilli, pönnu og í pottrétti, tilvalið á virkum dögum. Svo stendur gamla góða sunnudagssteikin alltaf fyrir sínu og allir hægelduðu lambakjöts- réttirnir sem tengjast hefðum og hátíðisdögum,“ segir Hafliði. Skiptir máli að segja söguna Hafliði segir að neytendur nú til dags geri vaxandi kröfur um ná- kvæmar merkingar og séu umtals- vert meðvitaðri, sem sé ákaflega mikilvægt. Neytendur skilgreini sig líka eftir ýmsum skoðunum á inni- haldi matvæla og uppruna þeirra; sumir borða eingöngu dýrafurðir, aðrir engar dýraafurðir og svo allt þess á milli. Hafliði segir að þessu fylgi bæði ógnir og tækifæri. „Ég tel að tækifæri íslensks lambakjöts felist í því að segja söguna og halda á lofti að þessi afurð er búin til á náttúrulegan hátt á smáum fjöl- skyldubúum, án inngrips í nátt- úrulega hringrás og að dýravelferð sé íslenskum bændum gríðarlega mikilvæg. Hér búa dýrin við mikið Íslenska lambakjötið er einstakt Íslenskt lambakjöt hefur verið í mikilli sókn und- anfarin ár enda neyt- endur smám saman að átta sig á hversu mikil úrvalsvara er þar á ferð. Það er oft talað um að glöggt sé gests augað, en ef marka má við- brögð erlendis við lambakjötinu er bjart fram undan. Morgunblaðið/Unnur Karen Gæðin skipta máli Hafliði Hall- dórsson, verkefnastjóri á markaðssviði Bændasamtaka Íslands, segir spenn- andi tækifæri fram undan fyrir ís- lenska sauðfjárrækt. Íslenski sauðfjárstofninn hef- ur haldist án blöndunar við önnur kyn frá landnámsöld, dýrin búa við mikið frelsi og rými, geta valið sér beit í grasi, villtum jurtum og berj- um og hafa nægt aðgengi að hreinu vatni. Íslensk lömb eru 4-6 mán- aða við slátrun á Íslandi en samkvæmt alþjóðlegri skil- greiningu eru lömb allt að 12 mánaða við slátrun sem þekk- ist ekki hér. Bragðgæði og mýkt skorar hátt hjá matgæðingum og í al- þjóðlegum samanburðarrann- sóknum. Sauðfjárbændur bönnuðu notkun á erfðabreyttu fóðri í íslenskri sauðfjárrækt 2016, en lítið magn innflutts fóðurs er notað fyrir kindur á vet- urna. Nú er tryggt að ekki finnast erfðabreyttar afurðir í því, en neytendur hafa enn ekki verið upplýstir um þenn- an þátt á umbúðum. Íslenskt lambakjöt er fyrsta íslenska afurðin sem fékk ís- lenska upprunatilvísun og er enn sem komið er eina mat- varan á landinu sem hefur upprunatilvísunina. Umsókn um vel þekkta evrópska upp- runavottun er í ferli. Vissir þú að ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.