Morgunblaðið - 08.07.2021, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
Lokað á laugardögum í sumar.
www.spennandi-fashion.is
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA
40% AFSLÁTTUR AF FATNAÐI OG SKÓM!
frelsi og bíta villtan gróður sem
veldur því til að mynda að há gildi
heilsusamlegra Omega 3-fitusýra
mælast í kjötinu.“
Lambakjöt markaðssett sem
hágæðavara erlendis
Hér á landi eru það afurðastöðv-
arnar sem sjá um allan útflutning á
lambakjöti en markaðsstofan Ís-
lenskt lambakjöt kemur að útflutn-
ingi til þriggja erlendra markaða;
Danmerkur, Þýskalands og Japans.
„Það gerum við með því að leggja
innflytjendum lambakjötsins til
vörumerki okkar sem stendur fyrir
uppruna og gæði, ásamt markaðs-
efni og vinnu við auglýsingar og
kynningar. Þessi verkefni eiga öll
sameiginlegt að horfa á háenda
staðsetningu á markaði með áform
um að byggja af þolinmæði upp
stöðuga sölu á efnahagslega sjálf-
bæran hátt. Í Danmörku má sjá í
netverslun útsöluverð á íslensku
lambakjöti, sem getur verið nokkr-
um hundruðum prósenta hærra en
útsöluverð fyrir sömu bita hér
heima. Við teljum þetta mjög
áhugavert og sýna hvað lambakjöt-
ið á inni þegar hakað er í réttu box-
in í að segja söguna, rýna mark-
aðinn og verðleggja vöruna
samkvæmt þeim tækifærum sem
þar bjóðast,“ segir Hafliði.
Auðvelt að elda lamb
Mikilvægasti markaðurinn er þó
hér á landi og aðspurður hvort
munur sé á aldri neytenda, segir
Hafliði að vissulega sé munur en
hann helgist líka af breyttum
neysluvenjum.
„Fjölskyldufólk á bilinu 30-55 ára
er duglegt að elda lamb en kann-
anir sýna þess merki að þessi hópur
eldi það frekar um helgar, en
minna virka daga. Hér skipta
pakkningastærðir miklu og þeir
framleiðendur sem bjóða neyt-
endum smærri einingar, vandaða
og fallega framsetningu, njóta þess
í sölu.“
Hér skipti vöruþróun og fram-
setning gríðarlega miklu máli. „Við
merkjum að hluti fólks í yngsta
hópnum heldur að lambakjöt sé
flókið í eldun. Sem við bregðumst
við með því að miðla einföldum og
fljótlegum uppskriftum á nýja vefn-
um okkar islensktlambakjot.is. Sem
sýna einmitt að lamb er fljótlegt og
einfalt í eldun í fjölbreyttum út-
færslum sem höfða til nútíma neyt-
enda, til dæmis í taco, núðlurétti
ogpastarétti, fyrir utan allt hitt sem
fólk tengir lambið við.“
Gríðarleg tækifæri fram undan
Hafliði segir að í kröfum neyt-
enda felist mikil tækifæri. „Ég tel
gríðarleg tækifæri í því fyrir ís-
lenskt lambakjöt og íslenskan land-
búnað í heild að komin sé fram skýr
krafa neytenda um upprunamerk-
ingar sem sýni nákvæmlega hvar
og hvernig afurðin var framleidd.
Kannanir sýna líka að yfirgnæfandi
hluti neytenda kýs íslenskar land-
búnaðarvörur, sé þess kostur, og
skýrar og auðskildar merkingar
sýni það svart á hvítu. Neytendur
velja líka í auknum mæli vörur sem
hafa jákvæða kosti, slíkar fullyrð-
ingar þurfa að vera sannreyndar og
því þarf að miðla til neytenda á um-
búðum og í verslunum.
Eldri hópar eru dyggir neyt-
endur lambakjöts og kenna þeim
sem yngri eru að njóta þess, með
því að bjóða upp á gömlu góðu rétt-
ina eins og kjötsúpu og stórsteik-
urnar. Ég vil svo minna ömmur og
afa þessa lands að kenna afkomend-
unum að elda þessa rétti svo þeir
lifi áfram í öllum sínum útfærslum
á heimilum okkar,“ bætir Hafliði
brosandi við og ljóst er að þessi
sendiherra íslenska lambakjötsins
hefur óbilandi trú á verkefninu.
Kóríandersalsa
2 hnefafylli kóríander, skorinn smátt
1 hnefafylli steinselja, skorin smátt
1 lítill hvítlauksgeiri, saxaður smátt
1 tsk. sjávarsalt
2-3 tsk. dijon-sinnep
30 g kapers, skolað og saxað smátt
½ til 1 tsk. sítrónubörkur, rifinn smátt
200 ml ólífuolía
1-2 tsk. rauðvínsedik
Sýrður rauðlaukur
með jalapeno-pipar
240 ml eplaedik
160 ml vatn
2 msk. sykur
1 msk. sinnepsfræ
½ tsk. kumminfræ
2 rauðlaukar, skornir í þunnar sneiðar
1 jalapeno, skorinn í þunnar sneiðar
Chipotle-sósa
150 g majónes
2 tsk. chipotle-mauk
1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
Lamba-tacos
450-500 g lambamínútusteik
u.þ.b. ½ tsk. sjávarsalt
u.þ.b. ¼ tsk. svartur pipar, nýmalaður
olía, til steikingar
8-12 litlar tortillakökur
1 uppskrift kóríandersalsa
1 uppskrift sýrður rauðlaukur
1 uppskrift chipotle-sósa
1 límóna, skorin í báta
Kóríandersalsa
Setjið eplaedik, vatn, sykur, sinn-
epsfræ og kumminfræ í lítinn pott á
miðlungsháan hita.
Komið upp að suðu og látið malla
þar til allur sykurinn er uppleystur.
Takið af hitanum og látið kólna ör-
lítið.
Setjið lauk og jalapeno saman í
hitaþolna og sótthreinsaða krukku
sem rúmar u.þ.b. 400 ml.
Hellið edikleginum yfir, passið að
hann fljóti vel yfir.
Lokið krukkunni og kælið þar til
fyrir notkun.
Sýrður rauðlaukur með
jalapeno-pipar
Setjið eplaedik, vatn, sykur, sinn-
epsfræ og kumminfræ í lítinn pott á
miðlungsháan hita.
Komið upp að suðu og látið malla
þar til allur sykurinn er uppleystur.
Takið af hitanum og látið kólna ör-
lítið.
Setjið lauk og jalapeno saman í
hitaþolna og sótthreinsaða krukku
sem rúmar u.þ.b. 400 ml.
Hellið edikleginum yfir, passið að
hann fljóti vel yfir.
Lokið krukkunni og kælið þar til
fyrir notkun.
Chipotle-sósa
Setjið allt hráefni saman í bland-
ara og maukið í u.þ.b. 1 mín. eða þar
til sósan er slétt.
Setjið í litla skál og kælið þar til
fyrir notkun.
Lamba-tacos
Þerrið kjötið og sáldrið salti og
pipar yfir.
Hitið pönnu eða grillpönnu og haf-
ið á háum hita.
Steikið kjötið í u.þ.b. 1 mín. á
hvorri hlið.
Takið af hitanum og setjið á bretti.
Látið kjötið hvíla í 5 mín. og skerið
það því næst niður í þunnar sneiðar.
Steikið tortillakökurnar á þurri
pönnu í u.þ.b. 30 sek. á hvorri hlið.
Setjið kóríandersalsa, skorið
lambakjöt, sýrðan rauðlauk og chi-
potle-sósu á tortillakökurnar og
kreistið límónusafa yfir.
Ljósmynd/Íslenskt lambakjöt
Lamba-tacos með kóríandersalsa
Á alltaf vel við Hér er
einföld mínútusteik skorin
niður í strimla. Fljótleg og
góð aðferð við að fram-
reiða úrvalskvöldverð.