Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 46
Þáttastjórnendur K100 halda
áfram í ferðagírnum um komandi
helgi og er næsta stopp þeirra
sveitarfélagið Árborg.
Í þáttaliðnum Við elskum Ísland
hafa morgunþátturinn Ísland
vaknar, Síðdegisþátturinn og
Helgarútgáfan flakkað vítt og
breitt um landið þar sem þau fá að
kynnast allri þeirri upplifun sem
Ísland hefur upp á að bjóða.
Nú er komið að sveitarfélaginu
Árborg sem tekur vel á móti
Síðdegisþættinum og Helgarútgáf-
unni um helgina á Kótelettunni.
Þar verður snark í glóandi kol-
um á grill- og fjölskylduhátíðinni á
Selfossi og hjóla þau svo stemn-
inguna í gang með KIA-gull-
hringnum þar sem allir hjóla, allir
vinna og það eru allir velkomnir í
Árborg.
K100 verður í beinni útsendingu
úr nýja miðbænum á Selfossi
föstudaginn 9. júlí í Síðdegisþætt-
inum með Sigga Gunnars og Loga
Bergmann á milli kl. 16 og 18.
Helgarútgáfan með Einari Bárðar,
Önnu Margréti og Yngva Eysteins
tekur svo laugardaginn með
trompi á milli kl. 9 og 12.
Hlustaðu í beinni á K100 og
ekki missa af Við elskum Ísland.
Árborg tekur vel á móti K100 um helgina
Síðdegisþátturinn Logi Berg-
mann og Siggi Gunnars verða í
beinni á föstudaginn milli 16 og18.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
HÚÐÞÉTTING
• Lyftir og þéttir slappa húð
• Vinnur á appelsínuhúð
• Öflug lausn við húðslitum
• Örvar sogæðaflæði
• Gefur unglegra og ferskara útlit
FITUEYÐING
• Eyðir fitu á erfiðum svæðum
• Er sársaukalausmeðferð
• Er byggð á nýjustu tækni til að eyða fitu
• Er áhrifaríkmeðferð
• Er öruggmeðferð
Frábær
TILBOÐ hjá
TILBO
Ð
30%
afsláttur
Dj Dóra Júlía
djdorajulia@k100.is
Ég hef áður talað um dálæti
mitt á uppbyggilegu og fallegu
hrósi. Landssamtökin Geðhjálp
hafa verið með frábært hrós-
framtak í gangi í sumar sem
hefur verið mikill gleðigjafi. Ég
fékk að spjalla við þau aðeins
um hvernig þetta hrós-framtak
fór af stað.
Geðhjálp gaf öllum lands-
mönnum 30 daga geðræktar-
dagatal í byrjun árs. Dagatalið
innihélt 30 einföld ráð, svokölluð
G-vítamín, sem ætlað er að
stuðla að bættri geðheilsu. Á
hverjum degi hvöttu þau lands-
menn til að taka inn G-
vítamínskammt dagsins og hlúa
þannig að geðheilsu sinni.
„Eitt af þessum G-vítamínum
var að hrósa fólki, en það er
bæði yndislegt að fá hrós og það
veitir einnig vellíðan að hrósa
öðrum. Eftir að 30 daga G-
vítamínátakinu lauk í febrúar
höfum við verið að fylgja því
eftir á samfélagsmiðlum með
því að taka eitt G-vítamín fyrir
og fjalla ítarlega um það í
nokkrar vikur og er hrós-átakið
partur af því,“ segja þau og
bæta við: „Við höfum fengið frábærar viðtökur og erum ótrúlega þakklát
öllum sem hafa tekið þátt í því að dreifa jákvæðni og fallegum boðskap
með okkur.“
Það er ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þessum fallegu hrós-
myndböndum á Instagram- og Facebook-síðunni hjá Geðhjálp og er
þetta góð áminning um að hrósa einhverjum í dag og dreifa gleðinni.
Hvetja Íslendinga til þess að hrósa