Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 57

Morgunblaðið - 08.07.2021, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 57 Læknafélagið leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í fullt starf sérfræðings á skrifstofu félagsins. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf sem annars vegar felur í sér gagnaöflun/gagnagreiningu á heil- brigðismálum og hins vegar rekstrar- og bókhaldsvinnu. Sérfræðingur heyrir undir framkvæmdastjóra og starfar náið með honum sem og formanni og starfsfólki félags- ins. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á heilbrigðis- málum og getu til að meta rekstur og umhverfi heil- brigðisþjónustu. Einnig þarf viðkomandi að eiga auðvelt með að koma þeim upplýsingum á framfæri á hnit- miðaðan hátt, bæði í rituðu og mæltu máli. Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynn- ingarbréfi þar sem umsækjandi gerir betur grein fyrir menntun sinni, hæfni, þekkingu og reynslu. Einnig skal tilgreina að minnsta kosti tvo umsagnaraðila. Helstu verkefni og ábyrgð • Umsýsla og umsjón launatölfræði. • Gerð sjálfstæðra úttekta um hagfræðileg málefni. • Aðkoma að gerð kjarasamninga. • Ráðgjöf og fræðsla tengd kjarasamningum. • Yfirumsjón með bókhaldi félagsins. • Gerð fjárhagsáætlana. • Ráðgjöf til fyrirtækja lækna og hópa lækna á sama starfsvettvangi. • Aðkoma að stefnumótun LÍ varðandi mótun hins íslenska heilbrigðiskerfis. • Seta í nefndum og starfshópum. Menntunar- og hæfniskröfur • Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða skyldum greinum. • Góð greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu tölulegra upplýsinga. • Þekking og reynsla af málefnum stéttarfélaga og vinnumarkaðsmálum er kostur. • Góð þekking á töflureikni og reynsla af vinnslu gagna- grunna. • Bókhaldsþekking, reynsla af DK viðskiptahugbúnaði er kostur. • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. Umsóknarfrestur er til og með 3. ágúst nk. Ráðið verður í starfið frá 1. september nk. eða skv. samkomulagi. Umsóknir ásamt kynningarbréfi og starfsferilsskrá skal senda á netfangið solveig@lis.is. Nánari upplýsingar veita Sólveig Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri (solveig@lis.is) og Reynir Arngrímsson, formaður LÍ (reynir@lis.is ). Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. SÉRFRÆÐINGUR Læknafélag Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í hagdeild félagsins Helstu verkefni: • Vélgæsla og viðhald • Umsjón með viðhaldi og viðgerðum • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur: • Reynsla og þekking á vélbúnaði • Geta til að skipuleggja og vinna verkefni • Sjálfstæði í starfi • Góð samskiptahæfni Loðnuvinnslan er rótgróið sjávarútvegsfyrirtæki í fremstu röð og fer öll starfsemi fyrirtækisins fram á Fáskrúðsfirði. Áhugavert tækifæri fyrir metnaðarfullan einstakling. Við hvetjum alla til að sækja um starfið óháð kyni. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorri Magnússon, framleiðslustjóri - thorri@lvf.is Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið ragna@lvf.is Umsóknarfrestur til og með 25. júlí. Vélgæslu- og viðhaldsstarf Loðnuvinnslan óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna vélgæslu við bolfisk- og uppsjávarvinnslu hjá fyrirtækinu. H é ra ð sp re n t LVF Múlaþing Sími 4 700 700 mulathing@mulathing.is mulathing.is Aðalskipulag Seyðisfjarðar 2010-2030 Aðalskipulagsbreyting vegna Vesturvegar 4 Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum þann 9. júní 2021 að auglýsa breytingu á aðalskipulagi Seyðisfjarðar 2010-2030. Breytingin er auglýst í sam- ræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur í sér breytingu á landnotkun á lóð Vesturvegar 4, úr íbúðarsvæði með hverfisvernd yfir í blandaða land- notkun íbúðarbyggðar og verslunar og þjónustu með hverfisvernd. Með breytingu á landnotkun verður minni- háttar atvinnustarfsemi sem samrýmist búsetu heimil á svæðinu. Stærð svæðisins er innan við 0,1 ha. Hægt er að nálgast skipulagstillöguna á heimasíðu Múlaþings, www.mulathing.is og á skrifstofum sveitar- félagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og Hafnargötu 44, Seyðisfirði. Tillagan mun jafnframt liggja frammi hjá Skipulagsstofnun á auglýsingatíma. Almenningi er gefinn kostur á að senda inn skriflegar ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 20. ágúst 2021. Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni. Skipulagsfulltrúi Múlaþings Múlaþing Árskógar 4 Gönguhópur með göngustjóra kl. 10. Opin vinnustofa kl. 9 - 12. Handavinna kl. 12-16. Bingó kl. 13. Hádegismatur kl. 11.40- 12.50. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14:30-15.30. Allir velkomnir. Sími: 411-2600. Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í kaffihorninu kl. 10:00. Dekurstund með sumarhópnum kl. 10:00. Leikfimi með Silju kl. 13:00. Opið kaffihús kl. 14:30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi, spjall og blöðin kl. 8:10-15:40. Föndurhornið kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Dansleikfimi með Auði Hörpu kl. 12:50-13:20. Myndlistarhópur Selmu kl. 13-16. Síðdegiskaffi kl. 14:30-15:30. Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl. 9:00. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga kl. 11:00 í Jónshúsi. Handv.horn í Jónshúsi kl. 13:00. Hjólað með Vigni Snæ kl. 10:30. . Gerðuberg Opin vinnustofa í Búkollulaut frá kl. 8:30, heitt á könnunni. Súmbadansleikfimi með Auði Hörpu kl. 10:00-10:30. Bútasaumur frá kl. 13:00. Samsöngur með Hannesi frá kl. 13:30 (fer um húsið). Gjábakki Hannes Guðrúnarson spilar lög sem allir geta sungið með kl.11 Gjábakki Opin vinnustofa í allt sumar í Gjábakka á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl.13 og 15. Á staðnum verður boðið upp á málningu, pensla og blöð. Gullsmári Systurnar Ingibjörg og Herdís Linnet munu flytja íslensk þjóðlög og dægurlög föstudaginn 9 júli kl 13.30. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarps- leikfimi kl. 9:45. Opin vinnustofa 9:00-16:00.Tríó Velferðarsviðs heldur tónleika í salnum, tríóið skipa Kristín Ýr Jónsdóttir, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir og Guðrún Brjánsdóttir, Korpúlfar Styrktar og jafnvægsleikfimi með sjúkraþjálfara kl. 10:00 í Borgum.Tölvunámskeið kl.10:00 í Borgum. Sundleikfimi í Grafar- vogssundlaug kl. 14:00. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag byrjum við daginn á nystamlegri tölvu- og snjallsímaaðstoð klukkan 10:00. Klukkan 13:30 býður Stefán Halldórsson svo uppá fróðlegan og skemmtilegan fyrirlestur um ættfræðigrúsk á tölvuöld. Við endum svo daginn á hressandi gönguferð klukkan 14:45. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg, hlökkum til að sjá ykkur. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í súndlaug Seltj. kl. 7:15 og 18:30, Kaffi spjall í króknum frá kl. 9, Leikfimi í salnum Skólabraut kl. 11 og félagsvist í salnum kl 13:30. Á þriðjudaginn í næstu viku verður farið í þriðju gönguferðina okkar í almenningsgarð. Farið verður í Öskjuhlíðina, fólki er ferðin að kostnaðar lausu. Mikilvægt er að skrá sig, skráning er í kaffikróknum á Skólabraut og í síma 8663027. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Tilkynningar Síðumúla 5 • 108 Reykjavík • 511 1225 • intellecta.is RÁÐNINGAR RÁÐGJÖF RANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.