Morgunblaðið - 08.07.2021, Síða 61

Morgunblaðið - 08.07.2021, Síða 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021 Bílamerkingar Vel merktur bíll er besta auglýsingin. Tökum að okkur allt frá litlum merkingum að heilpökkuðum bílum. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is www.xprent.is „ÞEIR SÖGÐU AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ VERA ÖRUGGIR EF VIÐ HÉLDUM HEYKVÍSLARBREIDD Á MILLI OKKAR.“ „ÞÚ ERT KLUKKUTÍMA OF SEINN. ÞAÐ ER EKKI MÉR AÐ KENNA EF OSTASAMLOKAN ÞÍN ER BRUNNIN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eins og kaffi – hún veldur þér andvöku. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG KEYPTI SVAKA FLOTTA JÓLAGJÖF HANDA ÞÉR EKKI ÞAÐ AÐ ÉG BÚIST VIÐ EINHVERJU SÉRSTÖKU … ÞÚÆTTIR AÐ SKILA OSTAKÖRFUNNI EKKI LÁTA ÞÉR BREGÐA! ÞETTA ÞÝÐIR BARA AÐ KLUKKAN ERORÐIN FJÖGUR! ÉG VEIT! ÉG VIL EKKI MISSA AF „HAPPY HOUR“ SEM BYRJAR KLUKKAN FJÖGUR! að við reynum að segja svolitla Vest- fjarðasögu með nöfnunum á bjór- unum og alltaf gaman að spjalla við gestina um sögu Vestfjarða.“ Fjölskyldan fer mikið á göngu- skíði í frítíma sínum og í fjallgöngur á sumrin. „Ég nota sjaldan bíl. Við búum á Eyrinni hérna á Ísafirði og ég labba allt eða fer á hjóli. Það er t.d. mjög gaman að fara á hjólum gömlu Óshlíðina út í Bolungarvík.“ Fjölskyldan mun halda upp á af- mælisdaginn með gönguferð úti í Vigur þar sem þau skoða fuglalífið og fara í kaffi, en síðan verður slegið upp partíi á Dokkunni. Fjölskylda Eiginmaður Gunnhildar er Albert Marzelíus Högnason, f. 24.9. 1960, vöruþróunarstjóri hjá 3X Techn- ology ehf. í Ísafjarðarbæ. Foreldrar hans eru hjónin Friðrikka Runný Bjarnadóttir, f. 14.10. 1942, og Högni Marsellíusson, f. 10.10. 1933, búsett á Hlíf II á Ísafirði. Börn Gunnhildar og Alberts eru 1) Sif Huld, f. 14.8. 1985, fram- kvæmdastjóri byggðasamlags Vest- fjarða, Ísafirði. Maki hennar er Há- kon Hermannsson, framkvæmda- stjóri Dokkunnar Brugghúss. Þau eiga börnin Albert Marzelíus, f. 2006; Hermann Alexander, f. 2009; Friðrik Unnar, f. 2011, og Hákon Huldar, f. 2016. 2) Arnar Friðrik, f. 27.2. 1989, söluhönnuður í Kópavogi. Maki hans er Thelma Ósk Bjarna- dóttir nemi og þau eiga soninn Hinrik Bjarna Arnarson, f. 2016. Gunnhildur Gestsdóttir Sólveig Kristjánsdóttir húsfreyja í Neðra-Skúfi, Höskuldsstaðasókn, Hún. Júlíus Valdimar Guðmundsson bóndi í Neðra-Skúfi, Höskulds- staðasókn, Hún.Varð úti Sveinbjörg Elín Júlíusdóttir húsfreyja á Suðureyri við Súgandafjörð Kristján Guðmundsson skipstjóri á Suðureyri við Súgandafjörð Sólveig Hulda Kristjánsdóttir húsfreyja á Suðureyri við Súgandafjörð og á Ísafirði Guðrún Sigríður Sigþrúður Oddsdóttir húsfreyja á Suðureyri Guðmundur Sturluson trésmiður á Suðureyri Guðmunda Guðmundsdóttir húsfreyja á Dynjanda, Álftamýrarsókn, V-Ís. Jón Jónsson bóndi á Dynjanda, Álftamýrarsókn, V-Ís. Jóna Jónsdóttir vinnukona á Þingeyri Kristinn Erlendsson stýrimaður á Þingeyri. Drukknaði af varðskipinu Þór Gíslína Jónsdóttir húsfreyja á Bala, Þingeyrarsókn, V-Ís. Erlendur Jóhannsson húsmaður á Ketilseyri og víðar Úr frændgarði Gunnhildar Gestsdóttur Gestur Ingvi Kristinsson skipstjóri og síðar starfsmaður Orkubús Vestfjarða. Síðast búsettur á Ísafirði Á Boðnarmiði spurði Jónas Frið- riksson spurningar og svaraði sér sjálfur, – „jæja, fyrst ég er skráður hér“: Indæla sveitin mín iðgræn að sjá með unglömb og blómstur í dragi. Hvers vegna ertu nú orðin svo blá af útlendu lúpínufræi? Ég held að guð hafi gefið þeim reit gróður sem vex upp til heiða. Nú þekki ég ekkert í þessari sveit þetta er lúpínubreiða. Reir frá Drangsnesi svaraði: Svörðurinn frjói fauk á haf burt flóru ei auðnirnar skarta. Blessuð sé því hin bláa jurt er blómstrar á melinum svarta. Hallmundur Guðmundsson bætti við með athugasemdinni: „Þessu til staðfestingar þá er kerfillinn kom- inn vel á legg með að ryðja lúp- ínunni á brott í mínu nágrenni“. Lúpínan verður á brottu brátt og brosa þá allir; sem hver vill. Allt mun þá litast á annan hátt; og auðirnar skreytir kerfill. Ég get ekki stillt mig um að bæta við þessu erindi eftir karlinn á Laugaveginum: Lúpínan á fótum frá fer á milli landanna. Gul og rauð og græn og blá hún gengur yfir sandana. Hjá gráum steini gægist strá og gróður allra handana. Hér eru tvær ferskeytlur eftir Guðmund Arnfinnsson: Einn ég veit um alfræðing, er þann vert að muna. Hann er mesta þarfaþing, þekkir ferskeytluna. Hress á vettvang hraðar sér hreykinn mörgu sinni, milli steins og s(t)leggju er staddur í bragfræðinni. Biblían er bók bóka, – Dag- bjartur Dagbjartsson yrkir: Syndlausir kunna á sakleysi skil en síst er fundið að hinu þó langi þá stundum að lesa sér til í Lúkasarguðspjallinu. Vel fer á að setja hér þessa limru eftir Eyjólf Ó. Eyjólfsson: Okkur þurrkaði klerkurinn Kálfur sem í vínvörnum var ekki hálfur. Því aldrei það brást ef brennivín sást að þá drakk hann það samstundis sjálfur. Gömul vísa að lokum: Margri flipast falda-Gná, fagran svip þótt kynni, hefur gripið öfugt á auðnu skipstjórn sinni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af lúpínufræi og svörtum sandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.