Morgunblaðið - 08.07.2021, Qupperneq 65
MENNING 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Á
rið 1969 var tími mikilla
straumhvarfa í mannkyns-
sögunni, einkum vest-
anhafs, og ber tungllend-
ingu jafnan hæst á góma þegar þess
er minnst. Í heimildamyndinni Sálar-
sumar eru gestir menningarhátíðar
Harlem-hverfis New York-borgar
inntir eftir viðbrögðum við afreki
Armstrongs og félaga en allflestir
lýsa vanþóknun á yfirvöldum sem
sólunda fjármunum í geimkapphlaup
á meðan áþján milljóna svartra og
annarra minnihlutahópa er virt að
vettugi. Þegar myndin á sér stað var
rúmt ár liðið frá morðinu á Martin
Luther King, foringja í baráttunni
um borgaraleg réttindi svartra, og
mikil gerjun og vitundarvakning að
eiga sér stað. Herská stefna og
marxísk hugmyndafræði Svörtu par-
dusanna hlaut hljómgrunn meðal
ungs fólks á meðan Víetnam-stríðið
stóð sem hæst og heróínfaraldur
geisaði í Harlem. Hverfið einkennd-
ist af mikilli fátækt en var ríkt af
menningu og tónlist og gjarnan líkt
við suðupott þar sem ólíkir menning-
arheimar blandast saman.
Sálarsumar er tónlistarheim-
ildamynd að upplagi en leitast ekki
síður við að gera grein fyrir tilteknu
andartaki í sögu svartra, og sögu
Bandaríkjanna, sem hefur verið
gleymt allt of lengi. Myndin gerist
sumarið 1969 og sýnir frá metn-
aðarfullri tónleikadagskrá „menn-
ingarhátíðar Harlem“ (e. Harlem
Cultural Festival), sem fór fram í al-
menningsgörðum hverfisins, með
stuðningi borgaryfirvalda og Max-
well House-kaffikeðjunnar. Haldnir
voru sex tónleikar yfir sumarið, á
sunnudagseftirmiðdögum frá júní-
lokum þar til um miðjan ágúst, en að-
gangseyrir var enginn og talið er að
þrjú hundruð þúsund manns hafi
sótt viðburðina. Reynt var að gera
ólíkum tónlistarstraumum svartrar
menningar og annarra íbúa Harlem
skil með þátttöku ólíkra listamanna
en söngvarinn og tónleikahaldarinn
Tony Lawrence var í forsvari og ann-
aðist skipulagningu tónleikarað-
arinnar. Margbreytilegt músíkalskt
litróf innihélt djass, blús, sálarmúsík,
fönk, gospel og popptónlist líðandi
stundar og gaf þverskurð tónlistar
svartra og brúnna þess tíma. Allt var
þetta tekið upp af myndavélaliði
heimildagerðarmannsins og sjón-
varpskempunnar Hals Turchin.
Turchin reyndi að selja myndefnið á
sínum tíma en uppskar lítinn áhuga –
verkefnið kallaði hann „svarta
Woodstock“ en Woodstock-hátíðin
átti sér stað sama sumar og hefur æ
síðan verið minnst sem vatnaskilum í
poppsögunni og hápunkti hippa-
menningar. Af hverju hlýtur sumt
sess í hefðarveldi menningarinnar en
annað ekki? Þessi spurning mallar í
bakgrunni. Leikstjóri myndarinnar,
Ahmir Khalib Thompson, betur
þekktur sem „Questlove“ (upp-
tökustjóri, trommari hipphoppsveit-
arinnar The Roots og hljómsveit-
arstjóri í Tonight Show með Jimmy
Fallon), og hans teymi nota áður
óséð heimildarefni Turchins og
skeyta inn fréttaefni og nýjum við-
tölum við listamenn og áhorfendur til
að mynda heildarmynd Sálarsumars.
Mikilfengleiki atburðanna, og stoltið
og spennan sem þeim fylgdi, skín
gegn í vitnisburði allra þátttakenda.
„Ég hafði aldrei séð jafn marga
svarta samankomna,“ segir áhorf-
andi sem þá var barnungur og tón-
listarmennirnir tala um þann heiður
að spila fyrir jafn yfirþyrmandi
mannfjölda í Harlem.
Myndin hefst með hvelli er töfra-
maðurinn Stevie Wonder situr við
hljómborðið í léttu grúvi. Á þessum
tímapunkti er hann við það að hrista
af sér „undrabarns“-merkimiðann
að öllu leyti (búinn að gefa út „Up-
tight“ og „Once in My Life“),
springa út og senda frá sér ótal
meistaraverk og stórsmelli á kom-
andi árum. Óvænt bregður kappinn
sér á trommusettið og hefur dynj-
andi slátt, grúv sem gefur góð fyr-
irheit um það sem koma skal. Há-
punktar myndarinnar eru svo
fjölmargir að erfitt er að gera góða
grein fyrir þeim og áskorun kvik-
myndagerðarmanna að þjappa efn-
inu niður í tveggja tíma pakka. B.B.
King gefur vel rafmagnaðan blúsinn
og „spænski Harlem“ á sína fulltrúa
í afró-rómönskum djassi Rays Barr-
etto og Mongo Santamaría. Goð-
sagnakenndi djasstrommarinn Max
Roach flytur „It‘s Time“ (tími
þeirra, tími til að rísa upp) og
„Africa“ eftir John Coltrane sem
eiginkona hans, Abbey Lincoln,
syngur. Á hinni hlið teningsins er
poppið - Motown-fyrirtækið hafði
allan sjöunda áratuginn sent frá sér
gyllta dægurtóna sem brutu niður
brýr og uppskáru feikilegar vin-
sældir í allri Ameríku. Poppstjörnur
þess voru stórstjörnur; Gladys
Knight & the Pips, hér tiltölulega
snemma á ferlinum, flytja meðal
annars stórslagarann „I Heard It
Through the Grapevine“. Hjarta-
knúsarinn David Ruffin syngur
ódauðlegu ballöðuna „My Girl“ og
uppsker þvílík fagnaðarlæti – snilld-
arlegt er augnablik er hann kastar
kveðju milli erinda til karls sem
mænir á efst úr trjákrónu.
Gospel-tónlistin, sem skipar svo
stóran sess í sögu svartra í Banda-
ríkjunum, er hlutskörp. The Edwin
Hawkins Singers flytja óð til frels-
arans „Oh Happy Day“, sem trónað
hafði á toppi vinsældarlistanna og er
nú þekkt um víða veröld. The Staple
Singers (sem margir þekkja úr tón-
leikamynd Martin Scorsese Síðasti
valsinn frá 1978 um lokatónleika The
Band) framkalla kynngimagnaðan
blús og gospel-bræðing. Ógleyman-
legur er dúett Mavis Staples með
gospel-drottningunni sjálfri Mahaliu
Jackson á „Take My Hand, Precious
Lord“ sem var eftirlætissöngur
Martins Luthers King, og er sunginn
honum til heiðurs. Stundin er magn-
þrungin – sorg og samstaða fólksins
áþreifanleg. Samstarfsmaður Kings,
presturinn Jesse Jackson, segir frá
látna leiðtoganum og dálæti hans á
Mahaliu og laginu í eldræðu sinni.
Pólítískt vægi tónleikaraðarinnar
verður manni kristaltært.
Sly & The Family Stone fljúga inn
með stjörnukrafta og spila illskil-
greinanlegt og hápólitískt sýru-
fönkspopp, nýbúin að gefa út meist-
araverkið „Stand!“. „Sing A Simple
Song“, „Everyday People“ og „Hig-
her“ eru hér enn rafmagnaðri en í
hljóðversútgáfunum – þvílíkt band,
þvílíkir töffarar. Sálardrottningin
Nina Simone er einnig mætt - á há-
punkti ferilsins og sýnir gífurlega
breidd – neglublús er fylgt með gull-
fallegum óð, „Young, Gifted and
Black“ og hún endar settið með póli-
tísku ljóðaslammi eftir David Nelson
„eruði tilbúnir blökkumenn, til að
gera það sem þarf?“ Upptalning
þessi er ekki tæmandi en sýnir fram
á snilldina sem er á boðstólum.
Á köflum þráir hreinstefnusinninn
að tónlistin fái að lifa óslitin (jafnan
er skeytt inn viðtölum, alltaf smekk-
lega þó). Um leið sýnir það fram á
styrk efnisins, sem færir áhorfend-
um tónlistina í þjappaðri mynd, inn-
an um pólitískt og sögulegt sam-
hengi atburðanna. Sálarsumar
vegsamar og varðveitir sögulegt
augnablik - og er veisla fyrir áhuga-
menn um bandaríska sögu og tónlist
tuttugustu aldar. Óskandi er að tón-
leikarnir komi einnig út í lengri og
samfelldri mynd.
Tónlistarveisla í Harlem 1969
Töfrar Sálarsumar hefst með hvelli er töframaðurinn Stevie Wonder situr við hljómborðið í léttu grúvi.
Bíó Paradís
Sálarsumar/Summer of Soul (…or,
When the Revolution Could Not Be
Televised) bbbbn
Leikstjórn: Ahmir Khalib „Questlove“
Thompson. Kvikmyndataka: Shawn
Peters. Klipping: Joshua L. Pearson.
Bandaríkin, 2021. 117 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR