Morgunblaðið - 08.07.2021, Page 68
68 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 2021
Kjalar/Kría
Thermore® vesti
Kr. 13.990.-
Þ
að er skemmtilegt að velta fyrir sér
hvernig tónlist höfðar til manns eftir
því hvernig veðrinu er háttað. Vetrar-
kuldi og myrkur kallar á ákveðna
hlustun og vor og sumar kallar á eitthvað allt
annað. Stundum er léttari og hljómfegurri tónlist
eitthvað sem kemur með hækkandi sól, en við-
kvæmnisleg og angurvær tónlist gengur líka
afskaplega vel, að því gefnu að hljómurinn sé
hreinn og tær. Svo virðist sem sólarglætan sem
ýtir öllu myrkri í burtu vilji líka sópa skuggalegri
tónum undir teppið, um stundarsakir að minnsta
kosti.
Það er gleðiefni í sjálfu sér að sumarið sé loks
komið, en hin raunverulega gleði felst í því að nú
eru tónlistarmenn að vakna úr vetrardvala og
móki og sleppa fram af sér beislinu eins og kýr
að vori. Tónlistinni, sem búið er að nostra við og
vinna í meðfram myrkri, vetrarhörkum og
heimsfaraldri, er hleypt út í ljósið og nú er hægt
að hlýða á hana og skoða betur í birtunni.
Diljá Sævarsdóttir er ein þeirra tónlistar-
manna sem höfðu hugsað sér að gefa út sína
fyrstu sólóplötu mun fyrr, en svo frestaðist út-
gáfa. Ég veit ekki hvort platan breyttist þegar
haldið var áfram með hana á meðan pestir geis-
uðu og myrkrið lá yfir öllu, en ég get vel ímynd-
að mér að það hafi einmitt haft mikil áhrif á loka-
útgáfuna. Shadows fjallar um skugga og ljós og
þörfina fyrir að halda áfram, sama
hvað. Skuggarnir eru tæklaðir og
beðið eftir að ljósið birtist að nýju og
ýti myrkrinu í burtu. Textarnir eru
persónulegir, en samt ekki um of, svo
allir ættu að geta rímað sig við þá.
Þroskasaga einstaklings sem þarf að
halda áfram, sama hvað tautar og
raular. Við höfum öll verið að berjast
við skuggana í vetur. Persónulegu
skuggarnir okkar urðu áþreifanlegri og virtust
engan enda ætla að taka, en svo kom vor og svo
sumar og ljósið birtist.
Shadows markar margs konar upphaf: Upphaf
á endinum, upphaf á listaferli hæfileikaríkrar
tónlistarkonu, upphaf á nýjum kafla í tónlistar-
sögu. Þarna er búið að nostra við
hljóm og raddanir og alveg mátulega
miklu af smáatriðum er lætt inn í út-
setningar til að heildarhljómur plöt-
unnar rísi og falli. Stöku mikilvægir
rafmagnsgítarar, ásláttur sem lyftir
upp, píanólínur og bassamottur og
raddanir sem birta og breyta ná-
kvæmlega nógu miklu til að tónlistin
andi.
Textarnir eru sem fyrr segir mjög flottir og
skapa heildarmynd en lögin eru líka afbragð. Það
er von og birta í þeim. Rödd Diljár er björt en
tilfinningarík en þegar hún gefur í og reynir á í
kraftmeiri lögum plötunnar, eins og til dæmis
„Feel your passion“ og „Waiting for you“, heyrir
maður að hún á mikið inni. Það væri gaman að
heyra meira efni frá Diljá í framtíðinni þar sem
útsetningar laganna leyfa henni að gefa svolítið
meira í. Á þessari plötu er kassagítar í forgrunni
ásamt röddum, en hljómurinn er dularfullur og
ekki allur þar sem hann er séður. Þetta er ekk-
ert léttpopp, en þetta er heldur alls ekki myrk
plata, þótt hún vísi í skuggana. Í titillagi plöt-
unnar segir Diljá: „Your eyes will see the face of
me. I will shine, eternally. Never broken, never
nowhere. Near the shadow, in the light.“ Það
þarf nefnilega skugga til að sjá ljósið, og þetta
hefur Diljá náð að fanga á sinni fyrstu breiðskífu.
Hreinir skuggar
Þjóðlagapopp
Diljá – Shadows bbbbn
Fyrsta breiðskífa Diljár. Lög, textar, raddir og kassagít-
arar: Diljá Sævarsdóttir. Bassi og synthabassi: Matt-
hías Hlífar Mogensen. Upptaka, klipping, bassi og bak-
raddir: Gunnar Már Jakobson. Rafgítarar: Aðalsteinn
Magnússon. Píanó: Arnaldur Ingi Jónsson og Hörður
Alexander Eggertsson. Trommur og ásláttur: Bassi
Ólafsson. Strengir: Sigrún Harðardóttir. Hljóðblöndun
og hljómjöfnun: Christopher Omartian.
Útgáfudagur 18. júní 2021.
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
Skuggar Það þarf skugga
til að sjá ljósið, skrifar
rýnir um plötu Diljár.
Tónskáldið og
rafgítarleikarinn
Hafdís Bjarna-
dóttir mun ásamt
Passepartout
Duo flytja tónlist
fyrir sauðfé í dag
og næstu daga.
Hugmyndina að
því að semja tón-
verk fyrir kindur
fengu slagverksleikarinn Christ-
opher Salvito og píanóleikarinn
Nicoletta Favari ásamt Hafdísi þeg-
ar þríeykið var á tónleikaferðalagi í
Færeyjum fyrir nokkrum árum, en
þar verður varla þverfótað fyrir fé,
segir um tilurð tónlistarinnar og
munu Hafdís og dúettinn bjóða
hlustendum upp á skemmtilega og
öðruvísi tónleika þar sem kindur
koma við sögu á margvíslegan hátt.
Tónleikar verða haldnir í dag kl.
13 í Hallormsstaðaskóla nærri
Egilsstöðum, 9. júlí kl. 19 í Sauð-
fjársetri á Ströndum í Hólmavík,
10. júlí kl. 14 á Þjóðlagahátíðinni á
Siglufirði og 12. júlí einnig en tón-
leikastaður verður kynntur síðar.
Hafdís og dúett
flytja Sauðatóna
Hafdís Bjarnadóttir
Jaðarlistahátíðin Reykjavík Fringe
er nú á fullu stími og nóg um að
vera. Í kvöld kl. 18 verður Ársæll
Rafn með uppistandið Awkwardly
Confident, eða Vandræðalega
sjálfsöruggur, í The Secret Cellar
við Lækjargötu og á sama tíma í
Mengi við Óðinsgötu er gjörningur
St. John McKay, Time Inside, en í
honum veltir hann fyrir sér lífi
fanga og veitir gestum innsýn í það.
Í Secret Cellar kl. 18.40 hefst
uppistand Koschka Bahr, Pure Evil
- A One Man Show About My Cat,
eða Hrein illska - einleikur um kött-
inn minn. Á vef hátíðarinnar, á
slóðinni rvkfringe.is þar sem finna
má dagskrána í heild, segir um
þennan einleik að hann sé ferðalag
ofan í kanínuholuna og að í honum
hitti Lísa í Undralandi fyrir sov-
éska spæjarasögu.
Af öðrum forvitnilegum uppá-
komum má nefna Grýla - not for
children, þ.e. Grýla - ekki ætluð
börnum, í Fringe Hub, Aðalstræti 2,
kl. 19. Þar mun Christian Hege
velta fyrir sér hvernig lífið væri ef
Grýla væri til í raun og veru.
Sirkuslistamennirnir í The Nordic
Council flytja Three Men from the
North í Tjarnarbíói kl. 20.30 og
leika þar listir sínar í sýningu sem
sögð er fjalla um vandræðagang.
Listamennirnir eru Merri Heikkilä
frá Finnlandi, Íslendingurinn
Bjarni Árnason og Svíinn Jakob
Jacobsson. Margt fleira verður í
boði í kvöld eins og hægt er að
kynna sér á fyrrnefndri vefsíðu.
Norrænir Félagarnir í sirkuslistatríóinu Three Men from the North.
Vandræði og hrein illska
Seinni tónleika-
vika Sumar-
tónleika í Skál-
holti hefst með
tónleikum í kvöld
kl. 20. Dúó
Freyja mun þá
flytja sex nýleg
verk samin fyrir
dúóið. Á laugar-
dag kl. 14 flytur
Ásta Soffía
harmónikkuleikari barokktónlist
og kl. 16.15 flytur Hljómeyki verk
eftir Bach, Cecilia McDowall og
nýtt verk eftir Báru Grímsdóttur. Í
messu á sunnudag kl. 11 mun
Hljómeyki koma aftur fram og kl.
16.15 verður spjall með staðar-
tónskáldunum Hauki Tómassyni og
Eygló Höskuldsdóttur Viborg.
Lokatónleikar hátíðarinnar fara
fram kl. 17 og ný verk eftir staðar-
tónskáldin verða þá flutt af Dúói
Freyju, Ástu Soffíu og Guðnýju
Einarsdóttur.
Seinni tónleika-
vika í Skálholti
Eygló Höskulds-
dóttir Viborg