Morgunblaðið - 09.07.2021, Qupperneq 1
Símamótið hófst í dag þar sem 5., 6. og 7. flokkur stúlkna í
knattspyrnu keppast við. Um þrjú þúsund keppendur, á
aldrinum 8 til 12 ára, taka þátt . Mótið hófst í dag með
skrúðgöngu allra keppnisliða sem lagði af stað frá Smára-
hvammsvelli að Kópavogsvelli. Þar var mótið sett með
ávarpi frá tónlistarkonunni Bríeti.
Þetta er í 37. skipti sem mótið er haldið, en samkomutakmark-
anir settu svip sinn á mótið í fyrra. Búast má við mikilli gleði á
mótinu í ár, en það stendur yfir til sunnudags.
Gleði og kátína á knattspyrnumóti
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Símamótið haldið hátíðlegt í 37. sinn í Kópavogi
F Ö S T U D A G U R 9. J Ú L Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 159. tölublað . 109. árgangur .
SEGIST ORÐIN
NOKKUÐ FÆR Í
SKIPULAGNINGU
AGLA MARÍA
BESTI LEIK-
MAÐURINN
ALHEIMURINN
ER LJÓÐ Í
BRÆÐSLUNNI
13 M Í NÍU UMFERÐUM 27 SÝNING SIGURÐAR 28ÓLAFÍA ÁSA 50 ÁRA 24
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Forstjórar Coca Cola á Íslandi og
Ölgerðarinnar segja fyrirtækin
koma betur út úr kórónuveirufar-
aldrinum en útlit var fyrir á tímabili.
Þá er staðan hjá Coca Cola í Evrópu
óvíða betri en á Íslandi.
Gengi fyrirtækjanna vitnar um að
neyslustigið hefur haldist hátt, þrátt
fyrir faraldurinn, nú þegar kaflaskil
eru að verða í veitingageiranum.
Andri Þór Guðmundsson, forstjóri
Ölgerðarinnar, segir kórónuveiru-
faraldurinn munu hafa óveruleg
áhrif á rekstur fyrirtækisins.
„Þetta er að jafna sig. Júlí hefur
verið frábær mánuður og júní var
metmánuður hjá Ölgerðinni. Þá ekki
í sölu áfengis heldur var hann
stærsti mánuðurinn í heildarsölu hjá
Ölgerðinni frá upphafi,“ segir Andri.
Spáir allt að 15% vexti í ár
Hann væntir 10-15% vaxtar í veltu
fyrirtækisins frá fyrra ári. Að
óbreyttu verði árið 2021 metár.
Einar Snorri Magnússon, forstjóri
Coca Cola á Íslandi, segir sölu á bjór
til veitingahúsa á leið í fyrra horf
eftir að slakað var á sóttvörnum.
„Nú erum við á annarri viku eftir
afléttingu [samkomutakmarkana] og
erum komin á nánast sama ról og
fyrir faraldurinn. Salan hjá okkur til
ÁTVR er enn að aukast miðað við ár-
ið í fyrra, en ekki eins mikið og þegar
veitingahúsin voru lokuð. Magnið er
að einhverju leyti að færast frá
ÁTVR til veitingahúsa,“ segir Einar
Snorri. Gert hafi verið ráð fyrir að
salan færi hægar af stað en raunin
er. Meðal annars þess vegna verði
langtímaáhrif faraldursins á fyrir-
tækið minni en útlit var fyrir.
Staðan einna best á Íslandi
Coca Cola á Íslandi hefur áformað
fjárfestingu í verksmiðjunni á
Stuðlahálsi. Spurður um áformin
segir Einar Snorri að Coca Cola á Ís-
landi sé hluti af Coca Cola European
Partners. Fjárfestingar ráðist því að
einhverju leyti af því hvernig gangi
hjá móðurskipinu. Ísland sé komið
einna lengst út úr faraldrinum en á
öðrum mörkuðum sé lengra í land.
Lítil áhrif faraldursins
- Salan á gos- og bjórmarkaði meiri en spáð var - Stefnir í
met hjá Ölgerðinni - Coca Cola gengur óvíða betur í Evrópu
MVeitingahúsin vega þungt 12
_ Sameining
sveitarfélag-
anna Skaga-
strandar og
Skagabyggðar
er nú til skoð-
unar og fara
fram viðræður
þess efnis milli
fulltrúa sveitar-
félaganna. Sam-
tals búa um 570 í
sveitarfélögunum tveimur.
„Áhuginn á sameiningu hér á
Skaga er til staðar og ávinning-
urinn ætti að blasa við,“ segir
Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti
sveitarstjórnar Skagastrandar.
Hann telur mikilvægt, verði af
sameiningunni, að farið verði í
markaðsstarf til að kynna kosti
búsetu í dreifbýlinu.
Í síðasta mánuði höfnuðu íbúar
þessara sveitarfélaga sameiningu
þeirra, auk Blönduósbæjar og
Húnavatnshrepps. »4
Rætt um samein-
ingu á Skaga
Halldór Gunnar
Ólafsson
_ Vegagerðin
hefur hætt við að
flýta lagningu
nýs vegar um
Dynjandisheiði.
Hafist var handa
í október í fyrra.
Sigríður Ó.
Kristjánsdóttir,
framkvæmda-
stjóri Vestfjarð-
arstofu, segir
ljóst að framkvæmdirnar séu á
áætlun, en að þær séu einfaldlega
ekki að ganga nægilega hratt.
Hún segir að staðið hafi til að
flýta framkvæmdum en að Vega-
gerðin hafi fallið frá þeim áformum
sökum þess að samgönguáætlun
hafi ekki verið fjármögnuð þegar
Alþingi samþykkti hana og að
ósamræmi sé milli fjármálaáætl-
unar og samgönguáætlunar. „Milli
þessara áætlana er, fyrir næstu
þrjú ár, 4,5 milljarða gat,“ segir
Sigríður. »11
Rofin fyrirheit um
framkvæmdir
Sigríður Ó.
Kristjánsdóttir