Morgunblaðið - 09.07.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 09.07.2021, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 COSTA DEL SOL 16. - 27. JÚLÍ FLUG OG GISTING VERÐ FRÁ: 88.500 KR. *Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN. INNIFALIÐ Í VERÐI FLUG, GISTING, INNRITAÐUR FARANGUR OG HANDFARANGUR INNIFALIÐ Í VERÐI FLUGSÆTI BÁÐAR LEIÐIR FLUG OG HANDFARANGUR FLUG VERÐ FRÁ: 49.900 KR.* WWW.UU.IS | HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓP. | 585 40000 | INFO@UU.IS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Mál háls-, nef- og eyrnalæknis sem var sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða sem hann framkvæmdi er það umfangsmesta sem komið hefur á borð landlækn- isembættisins. Þetta segir Alma Möller landlæknir. Heilbrigðisráðuneytið staðfesti í morgun ákvörðun landlæknis um að svipta lækninn starfsleyfi. Hann starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ þar til í lok árs 2019 þegar stjórnarformaður stöðvarinnar til- kynnti hugsanleg brot hans til landlæknisembættisins. Í skýrslu embættis landlæknis kemur fram að alvarlegast hafi verið að læknirinn framkvæmdi tólf aðgerðir án viðurkenndra ábendinga, meðal annars á börn- um. Þá framkvæmdi hann einnig óeðlilega margar aðgerðir á þriggja mánaða tímabili, alls 53 af ónefndu tagi, en aðrir læknar á sömu stofu framkvæmdu 0-2 á sama tímabili. Alma segir málið alvarlegt og for- dæmalaust. „Það er vitanlega alvar- legt að þarna hafi inngrip verið gert í líkama fólks án læknisfræðilegrar ástæðu. Almenningur á skýlausan rétt á því að fá heilbrigðisþjónustu sem miðast við ástand og horfur á hverjum tíma. Í þessu tilfelli var það ekki raunin að mati óháðra sérfræð- inga og starfsmanna embættisins.“ Hún bætir við að draga þurfi lær- dóm af málinu. „Þetta tiltekna mál snertir á margvíslegum hliðum eft- irlits með heilbrigðisstarfsfólki og stofnunum og það er eðlilegt að við hjá embætti landlæknis ásamt heil- brigðisstofnunum og sjálfstætt starf- andi sérfræðingum drögum lærdóm af þessu máli.“ Harma framferði læknisins Handlæknastöðin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem framferði læknisins var harmað og beðist af- sökunar á misgjörðum hans, en tek- ið fram að stöðin beri ekki ábyrgð á þeim gagnvart sjúklingunum. Í tilkynningunni kemur fram að vinnufélagar á Handlæknastöðinni hafi vakið athygli á því að vinnulag viðkomandi læknis gæti mögulega verið ámælisvert. Þann 4. desember 2019, þegar grunsemdir lágu fyrir, hafi stjórn- arformaður Handlæknastöðvarinn- ar tilkynnt embætti landlæknis um hugsanleg brot læknisins gegn starfsskyldum. Í kjölfarið hafi Handlæknastöðin einnig gert Sjúkratryggingum Íslands viðvart. Læknirinn hafði áður verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað. Handlæknastöðin var ekki upplýst um það, hvorki af lækninum né vinnustaðnum. Eftirlit með verkferlum innan veggja Handlæknastöðvarinnar verður hert og innra gæðaeftirlit stöðvarinnar er í þróun. Í tilkynn- ingunni kemur fram að einskis verði „látið ófreistað til þess að hámarka hér eftir sem hingað til fagmennsku stöðvarinnar í hverju læknisverki sem unnið er undir merkjum hennar.“ esther@mbl.is veronika@mbl.is Málið það umfangsmesta hingað til - Háls-, nef- og eyrnalæknir var sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða - Handlæknastöðin biðst afsökunar á misgjörðum hans - Alma Möller landlæknir segir málið alvarlegt og án fordæma Morgunblaðið/Kristinn Misferli Læknirinn var tilkynntur til Landlæknis í lok árs 2019. Föstudaginn 25. júní staðfesti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, með undirritun sinni 27 lög sem Alþingi hafði samþykkt. Al- mennt skrifar forseti undir lög í Reykjavík eða á Bessastöðum en í þetta skiptið var hann staddur í Vestmannaeyjum, þar sem sonur hans var að taka þátt í Orkumótinu í fótbolta. Kveðið er á um það í stjórnarskrá að forseti gefi lögum gildi með und- irritun sinni, en það þurfi að gerast innan tveggja vikna frá því að þing- ið samþykkir frumvarpið. Ekki þykir vænlegt að forseti brjóti á stjórnarskrá og embættismaður forsætisráðuneytisins ók því með skjölin til Landeyjahafnar og tók svo Herjólf til Eyja. Forsetinn gat því skrifað undir lögin, og fram er tekið á skjölunum sem birtust í stjórnartíðindum, „Gjört í Vestmannaeyjum“. Forset- inn hefur einnig skrifað undir lög á Akureyri og í Reykholti í Borgar- firði. Þá féllst hann einnig á tillögu ráðherra um framlagningu laga- frumvarps þegar hann var staddur í Staðarskála í Hrútafirði. 27 lög undirrituð á Orkumótinu í Eyjum Morgunblaðið/Eggert Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson und- irritaði fjölda laga í Vestmannaeyjum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) vara sterklega við gjaldtöku land- eigenda af ferðaþjónustufyrir- tækjum sem hafa birst síðustu vikur í ýmsu formi, m.a. í tengslum við eldgosið í Geldinga- dölum og umferð um land Hjör- leifshöfða. Þau telja vafa leika á lagastoð gjaldtöku í báðum til- fellum. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu sem SAF birti 30. júní þegar Sýslumaðurinn á Suðurnesjum setti lögbann, að beiðni eigenda jarðarinnar Hrauns, á lendingar Norðurflugs ehf. við gosstöðv- arnar. Staðfestingarmál vegna lög- bannsins verður tekið fyrir í Hér- aðsdómi Reykjaness 14. júlí, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins. Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri SAF, sagði nokkur dæmi um að landeigendur hafi ákveðið að krefja ferðamenn eða ferðaþjónustufyrirtæki um gjald vegna umferðar um lönd í þeirra eigu. Slík mál hafi komið upp á undanförnum árum í Mývatns- sveit, við Geysi, Kerið, á Sól- heimasandi, við Kötlujökul, Hjör- leifshöfða og nú síðast lögbannið á lendingar þyrlna Norðurflugs við eldgosið. „Að okkar mati eru ekki skýrar lagaheimildir fyrir svona gjaldtöku í öllum tilvikum. Þær þarf að skoða vel í hverju tilviki,“ sagði Jóhannes. „Við höfum bent á það varðandi þyrlulendingarnar við gosið að það sé eðlilegt ef menn ætla að innheimta gjöld af ferða- þjónustufyrirtækjum að þau fái þá einhverja þjónustu, aðstöðu eða réttindi fyrir gjaldið. Að það sé ekki bara lagt á gjald fyrir ekki neitt og eins hátt og mönnum sýn- ist. Okkur þykir það hvorki eðli- legt né sanngjarnt.“ Jóhannes sagði að SAF hafi t.d. til hliðsjónar þjónustugjöld í þjóð- görðum þar sem greitt er fyrir til- tekna þjónustu. Þyrlur lendi á Reykjavíkurflugvelli með allri þeirri þjónustu sem þar er til stað- ar og greiði lendingargjöld sem eru miklu lægri en krafist er fyrir lendingarleyfi á ógrónum melum við Geldingadali. Þar séu ekki einu sinni vindpokar til að sýna vind við jörð hvað þá önnur aðstaða. Jóhannes nefndi dæmi um gjaldtöku landeigenda þar sem tekjunum er varið til að byggja ferðamannastaðina upp. Það eigi t.d. við um bílastæðagjöld við Seljalandsfoss, í Námaskarði og eins við Kerið. „Ferðaþjónustufyrirtækin eiga ekki annars kost en að velta þess- um gjöldum út í verðlagið. Fyrir áfangastaðinn Ísland, sem nú þeg- ar er einn af dýrustu áfangastöð- um heimsins, þýðir það að hann verður enn dýrari en ella. Hætt er við að þetta endi með því að ferða- mennirnir ákveði að fara þangað sem ekki er jafn dýrt að vera og hér,“ sagði Jóhannes. Morgunblaðið/Eggert Gosáhugi Ekkert kostar að ganga að gosstöðvunum. Hins vegar er krafist lendingargjalds af þyrlum á svæðinu. SAF efast um heimildir landeigenda til gjaldtöku - Óeðlilegt að rukka gjöld án þess að neitt komi á móti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.