Morgunblaðið - 09.07.2021, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Rétt einu
sinni má
sjá hvernig
íþróttakappleikir
geta heltekið heilu
þjóðirnar. Við er-
um alls ekki und-
anskilin, eins og
tiltölulega nýleg
dæmi sanna. Landsleikir
hleypa mestu kappi í kinn
þjóða sem takast á. Danir og
Englendingar áttust við í
London í fyrradag í fjörlegum
leik. Þótt Danir séu eilífðar
stórþjóð á okkar mælikvarða
hafa þeir úr mun minni hópi að
velja en stærri þjóðir. Því er
það samfellt gleðiefni hversu
vel þeim iðulega gengur á
knattspyrnuvellinum gegn
margfalt fjölmennari þjóðum.
Sum dönsku blöðin bera þó
með sér að þau vildu meira í
hlut sinna manna og ekki er
frítt við að ýjað sé að á þeim bæ
að sigur hafi verið hafður af
Dönum með ranglátum dóm-
um. Ensku blöðin, sum hver,
láta ekki sinn sigur nægja og
héldu því fram í leikslok að
mark Dana gegn Englend-
ingum hefði verið illa fengið.
Í Bretlandi er enn tekist á
um hvort afnám veiruhafta eft-
ir rúma viku sé glannagangur
af hálfu Borisar eða hvort að
lokunarlosun hafi verið dregin
úr hömlu vegna kjarkleysis
hans. En í leikslok í London
varð ekki séð að faraldur hefði
nýlega herjað á eyjuna. Tugir
þúsunda æddu út af Wembley í
sigurvímu, grímulausir í kös
með látum og öskr-
um og útöndunar-
hættu sem talin
var sérdeilis
hættuleg fyrir ör-
skömmu. Þessum
argandi munn-
vatnsfossum
mættu margfalt
fleiri út á borgartorgin um
England þvert og endilangt og
eru myndir af því magnaðar og
minna mest á stríðslokin
gömlu, nema að þau voru kyrr-
látari ef eitthvað var. Og þetta
voru þó bara undanúrslit! En
ástæðan er sú að England lítur
á sig sem eina aðalvöggu knatt-
spyrnunnar, en hefur ekki
komist í úrslit í meiriháttar
þjóðakeppni í greininni áratug-
um saman. Og nú varð ljóst að
úrslitaleikurinn fer fram á
Wembley á sunnudaginn kem-
ur.
Nokkur titringur hefur verið
sunnan Ermarsunds yfir því að
mikilvægir leikir Evrópu-
keppninnar skuli fara fram í
London eftir brottför Breta úr
ESB. Sambandið hefur svo
lengi sett samasemmerki við
sjálft sig og Evrópu í merkingu
landafræðinnar, að það hefur
iðulega ruglast í ríminu. Gefa
má sér það, að þeim sem þjást
af slíkum vandræðum líði enn
verr þegar sjálfur úrslitaleikur
Evrópukeppninnar fer fram í
London og Englendingar, af
öllum mönnum, keppi þar til
úrslita við Ítali, sem sumir
telja líklegt að verði næstir út
úr Evrópusambandinu.
Englendingar loks
komnir í úrslit.
Prúðustu menn
breytast í bullur
af því tilefni, sem
er alveg upplagt}
Bara leikur,
en fúlasta alvara
S
tefna og aðgerðaáætlun í geðheil-
brigðismálum til fjögurra ára sem
var samþykkt á Alþingi 2016 tók til
samþættingar geðheilbrigðisþjón-
ustu og eflingar þekkingar. Sérstök
áhersla var lögð á geðrækt og forvarnir,
snemmtækar íhlutanir og sjálfsvígsforvarnir,
og á að fólki væri ekki mismunað á grundvelli
geðheilsu.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var
lögð áhersla á að geðheilbrigðisáætlun alþingis
yrði fullfjármögnuð og henni yrði hrint í fram-
kvæmd. Unnið hefur verið að því verkefni allt
kjörtímabilið, og ég hef einnig lagt sérstaka
áherslu á geðheilbrigðismál.
Fjármagn til málaflokksins hefur verið aukið
um rúma tvo milljarða á kjörtímabilinu, geð-
heilsuteymi hafa verið stofnuð um land allt sem er mikil
bylting fyrir þá sem þurfa á þeirri þjónustu að halda, sál-
fræðingum hefur verið fjölgað talsvert í heilsugæslunni og
samráð við notendur geðheilbrigðisþjónustu aukið. Sér-
stakt viðbótarfjármagn, 540 milljónir, var veitt á fjárauka-
lögum árin 2020 og á fjárlögum 2021 vegna Covid-19, til að
efla þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu og nú er unnið að
samningagerð um þverfaglega geðheilbrigðisþjónustu fyr-
ir börn og ungmenni og samningum við þjónustu sjálf-
stætt starfandi sálfræðinga, auk þess sem unnið er að því
að koma á fót þverfaglegum geðheilsuteymum fyrir börn í
heilsugæslunni.
Stefna og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum frá 2016
gilti til ársins 2020 og því var á síðari hluta
kjörtímabilsins kominn tími til að móta nýja
framtíðarsýn í geðheilbrigðismálum. Í lok árs
2020 boðaði ég til geðheilbrigðisþings þar sem
unnið var að mótun nýrrar framtíðarsýnar í
geðheilbrigðisþjónustu til ársins 2030.
Á geðheilbrigðisþinginu komu fram skýrar
ábendingar um að skilgreina þyrfti og samein-
ast um heildstæðan þjónustuferil þar sem öll
þrjú þjónustustig geðheilbrigðisþjónustu ynnu
saman að því að tryggja notendum og fjöl-
skyldum þeirra skilvirka þjónustu. Til að
tryggja að raunverulegar úrbætur nái fram að
ganga er mikilvægt að veitendur og notendur
geðheilbrigðisþjónustu komi saman að því að
rýna þjónustuna og vinna að mikilvægu breyt-
ingaferli frá upphafi.
Afrakstur geðheilbrigðisþingsins var skýrsla um fram-
tíðarsýn í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem nýlega
var birt í samráðsgátt stjórnvalda, og var opin til umsagn-
ar þar til í byrjun júlí. Unnið verður úr umsögnun í heil-
brigðisráðuneytinu og lokaskýrsla birt með haustinu. Í
júní var svo boðað til vinnustofu um 100 fulltrúa veitenda
geðheilbrigðisþjónustu og notenda í þeim tilgangi að rýna
þjónustuferla í geðheilbrigðisþjónustu og gera tillögur að
úrbótum. Sú vinna var einnig mikilvægt innlegg í næstu
skref í að bæta geðheilbrigðisþjónustuna, okkur öllum til
heilla.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Framtíðarsýn í geðheilbrigðis-
málum til ársins 2030
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Baldur S. Blöndal
baldurb@mbl.is
A
lda netglæpa hefur skekið
heimbyggðina síðastliðna
mánuði. Fórnarlömbin eru
eins ólík og þau eru mörg,
margvísleg þjónusta liggur til að
mynda niðri hjá Bauhaus vegna
árása á tölvukerfi móðurfélagsins á
Norðurlöndum.
Björn Bjarnason, fyrrverandi
ráðherra, tók þátt í þemaþingi Norð-
urlandaráðs um mánaðamótin og
gerði netöryggi og nethernað að um-
talsefni. „Ógnin liggur fyrir og það
var nú rætt þarna á þessum fundi
eins og alltaf hefur verið gert, m.a. í
tillögum mínum sem komu út í fyrra.
Norðurlöndin eru útsett fyrir þessu á
mismunandi hátt og þau hafa sínar
varnir. Það sem hefur skort hér er
skipulagt átak. Það er nú vonandi
eitthvað að styrkjast en við erum eft-
irbátar annarra á þessum sviðum,“
segir Björn.
Alþingi sloppið vel
Stórar íslenskar ríkisstofnanir
hafa að mestu leyti sloppið við net-
árásir þó einkaaðilar hafi fengið að
kenna á því. „Það hefur ekki verið
ráðist á Alþingi hér að því er við vit-
um eins og hefur verið gert við Stór-
þingið í Noregi. Það voru gerðar tvær
árásir á það. Það er samt ekki sagt
frá öllu í þessum efnum,“ segir Björn.
Hann segir því ljóst að við stönd-
um frammi fyrir þessari ógn, en til
þess að rannsaka hver hættan sé,
þurfi menn að læra af þeim fregnum
sem berist reglulega utan úr heimi.
Tillögur hans hafi því snúist um
hvernig best sé að mæta ógninni.
„Það sem ég legg til, og fékk
góðar undirtektir á þemaþingi Norð-
urlandaráðs, er að það eigi að sam-
eina krafta Norðurlandanna. Við vit-
um ekki endilega hver stendur að
þessu en við getum grunað og þeim
mun fleiri sem ganga í lið með þeim
sem hafa grunsemdir, og styðja full-
yrðingar þeirra, þeim mun áhrifa-
ríkara er það gagnvart árásar-
aðilum.“
Sjálfur fórnarlamb netglæps
Björn lét sjálfur nýlega glepjast
og lagði „frekar lága“ fjárhæð inn á
ókunnan reikning. Hann lét lögreglu
fljótlega vita og með skjótum gagn-
aðgerðum tókst honum að koma í veg
fyrir að skúrkarnir hefðu af honum
fé. Ítrekuð auglýsing á Facebook
undir nafni þjóðkunns Íslendings
lokkaði hann í gildru.
„Ég lét blekkjast en það var ekki
árás. Ég prófaði að fara inn í þetta til
þess að átta mig á því hvernig þetta
virkar. Eins og ég segi þá fór ég inn í
lítinn anga af þessu og sá strax
hvernig svikið er. Þeir misnota ein-
staklinga og þeir misnota nöfn ein-
staklinga á netinu til þess að gera sig
trúverðugri,“ segir Björn.
Hann bætir við að sitt mál sé
bara eins og títuprjónn miðað við það
sem aðrir hafi lent í. „Ég segi frá því
en aðrir þegja yfirleitt um svona lag-
að. Þetta er náttúrlega hálf-
neyðarlegt að lenda í klónum á svona
glæpamönnum, menn verða samt að
fjalla um þá til að átta sig á því.“
Einkaaðilar þekkingarmeiri
Björn telur ábyrgðina liggja hjá
hinu opinbera en ítrekar þátt al-
mennings í því að tryggja netöryggi
hérlendis: „Netvarnir eru ein-
staklingsbundnar, það er að kenna
fólki að fara varlega með tölvurnar
sínar og kaupa sér netvarnir og passa
upp á slíkt. Það eru fyrirtæki og opin-
berir aðilar og það er ekki hægt að ná
árangri á þessu sviði án þess að það
sé samstaða á milli allra þessara aðila
og skipulagðri fræðslu sé haldið uppi
fyrir almenning. Síðan þarf að vera
náið samstarf milli opinberra aðila og
einkafyrirtækja þar sem einkafyrir-
tæki eru jú með tækjabúnaðinn og
þekkinguna í meira mæli en opin-
berir aðilar. Það er svolítið ein-
kennilegt ef Netöryggisráðið sem ný-
verið var skipað í er eingöngu skipað
fulltrúum opinberra aðila. Það þarf
að virkja allan almenning í þessu til
þess að hvetja fólk til að segja frá
þessu.“
Allir þurfa að standa saman
Að segja frá því að hafa orðið
fyrir netárás getur rúið fyrirtæki og
stofnanir trausti. „Það er ekki bara
skömm heldur er það líka trúverð-
ugleiki. Ég er bara enduróma það
sem miklu klárari menn segja, trú-
verðugleiki og traust er undirstaða í
viðskiptum. Ef menn fá þá hugmynd
að eitthvert fyrirtæki sé galopið fyrir
tölvuglæpamönnum vilja þeir ekki
skipta við þá. Enda held ég að tölvu-
varnir séu bestar hjá einkafyrir-
tækjum, bönkum og þeim fyrir-
tækjum sem eru á þessu sviði.“
Björn segir alla þurfa að leggj-
ast á eitt til að tækla vandann. „Það
næst enginn árangur nema allir
standi saman, þetta er eins og að tak-
ast á við veiruna. Ef einhverjir neita
að láta bólusetja sig vitum við að það
er eitthvert gat einhvers staðar.“
Netglæpi þurfi að
tækla eins og veiruna
AFP
Tölvuárásir Netglæpir hafa færst mjög í vöxt á síðustu árum.
Biden forseti
sótti Bretland
(G-7) heim snemma
sumars og í fram-
haldinu fund Nató-
ríkjanna. Hann
mætti undir yfir-
skriftinni „Banda-
ríkin eru komin til baka“. Ekki
var gerð glögg grein fyrir því
hvað átti að felast í þessum orð-
um, en sjálfsagt var þar helst
um að ræða sneið til fyrirrenn-
arans í Hvíta húsinu. Vestra
hefur það löngum verið sögð
óskráð regla að forsetar forðast
skens í garð pólitískra and-
stæðinga þegar þeir sækja er-
lend ríki heim. Sé forsetinn
sjálfur mættur eru Bandaríkin
að hitta umheiminn og fer ekki
vel á skætingi í garð fjar-
staddra andstæðinga. Hitt er
annað mál að sjálfsagt má finna
dæmi um að Donald Trump
hefði mátt halda sig betur við
regluna. Það sem pirraði evr-
ópska leiðtoga Nató þó einna
mest af samkiptunum við
Trump var að hann
gekk fast eftir því
að þeir efndu loks,
a.m.k. að hluta,
marggefin loforð
sín um að greiða
sitt í rekstrar-
kostnaði banda-
lagsins. Það mundi ekki breyta
því að eftir sem áður félli lang-
mestur hluti byrðanna á Banda-
ríkin.
Nú er ljóst að ákvarðanir sem
gerðar hafa verið í nafni Bidens
hafa hleypt illu blóði í Natóríkin
sem studdu hernaðaraðgerðir.
Lítið sem ekkert samráð hefur
verið haft við samherjana í
bandalaginu og er óánægja út
af því hvernig þar er staðið að
verki. Er lítill ágreiningur um
að þau vinnubrögð lofa ekki
góðu og þá síst fyrir yfirvöld í
Afganistan sem skilin eru eftir
illa búin og það hraðar en þau
máttu vænta. Líklegt er að
þessi framvinda sé ekki hjálp-
leg, svo ekki sé kveðið fastar að
og það fyrr en síðar.
Þeir sem væntu auk-
ins samstarfs með
nýjum herrum í
Hvíta húsinu urðu
fyrir vonbrigðum}
Óvæntur einleikur