Morgunblaðið - 09.07.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
Páll Magnússon,
núverandi leiðtogi
Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi en
eftir nokkrar vikur
fyrrverandi, skrifar
mikla grein nýlega í
Morgunblaðið um
stöðu Sjálfstæðis-
flokksins. Það er
vissulega hægt að
taka undir með Páli
að það er með öllu óviðunandi að
flokkurinn sé undir 30% fylgi í
skoðanakönnunum.
Fram undan er kosningabarátta
vegna alþingiskosninganna 25.
september næstkomandi.
Forysta Sjálfstæðisflokksins
þarf að bretta upp ermar og koma
á framfæri við kjósendur fyrir
hvað flokkurinn stendur og hvers
vegna það skiptir svo miklu fyrir
þjóðina að hann verði sem sterk-
astur. Forysta flokksins þarf að
hlusta á grasrótina og notfæra sér
þann mikla meðbyr sem fékkst í
prófkjörunum.
Stefnan hefur hljómgrunn
meðal þjóðarinnar
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
stjórnmálaflokkurinn sem virki-
lega leggur áherslu á skattalækk-
anir. Nokkur árangur hefur náðst
í þeim efnum á kjörtímabilinu en
gera þarf enn betur. Flokkurinn
þarf að leggja höfuðáherslu á að
skattar verði lækkaðir á lægstu og
miðlungstekjur fólks. Það þarf að
hækka skattleysismörkin.
Þá þarf að breyta lögum um
fasteignaskatt, þannig að skatt-
urinn hækki ekki árlega umfram
allar vísitöluhækkanir, sem allt of
mörg sveitarfélög nýta sér til að
auka álögur á íbúana.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
skýra það mun betur út fyrir kjós-
endum að forsenda áframhaldandi
velferðar í landinu er að efla at-
vinnustigið. Það verður að auka
framleiðni til að tekjur þjóðarbús-
ins aukist.
Það er skýr munur
á stefnu Sjálfstæðis-
flokksins og vinstri
blokkarinnar sem vill
auka ríkisútgjöldin án
þess að skapa auknar
tekjur.
Sjálfstæðisflokk-
urinn þarf að leggja
enn meiri áherslu á
umhverfismálin. Sjálf-
stæðisflokkurinn þarf
að auka áherslu sína á
frelsi einstaklingsins
og draga úr ríkisaf-
skiptum.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
hlusta á baráttumál eldri borgara.
Ég er ekki að tala um öfgahópa
innan raða eldri borgara heldur
þeirra sem tala á skynsamlegum
nótum.
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að
leggja meiri áherslu á að betur
verði staðið að heilbrigðismálum
með því að nýta betur einka-
framtakið en nú er gert.
Sjálfstæðisflokkurinn á alla
möguleika á að auka sitt fylgi í
næstu kosningum, en þá verður að
leita til hins almenna flokksmanns
og hlusta virkilega og aðlaga
stefnuna þeim sjónarmiðum.
Það er algjörlega nauðsynlegt
að Sjálfstæðisflokkurinn nái yfir
30% fylgi í næstu kosningum. Sem
sterkur Sjálfstæðisflokkur getum
við lagt okkar stefnumál fram í
myndun ríkisstjórnar.
Viljum við vinstri vitleysu?
Val kjósenda verður mjög skýrt
í næstu kosningum. Viljum við
áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins í
næstu ríkisstjórn og þannig von
um áframhaldandi betri tíma fyrir
land og þjóð eða ætla kjósendur
að gefa vinstra liðinu, sem hæst
hefur haft á kjörtímabilinu, tæki-
færi til að stjórna landinu næstu
árin?
Samfylkingin sér lausnina í að
hækka atvinnuleysisbætur í stað
þess að leggja áherslu á verð-
mætaaukningu með öflugra at-
vinnulífi. Samfylkingin krefst auk-
inna ríkisútgjalda og svo auðvitað
að allt bjargist með inngöngu í
ESB.
Píratar hafa enga uppbygging-
arstefnu. Eina sem þeirra mál
snúast um er að gagnrýna aðra en
fara svo ekkert eftir því sjálf. Allt
á að bjargast með nýrri stjórnar-
skrá, hvernig sem það á svo sem
að gerast.
Sósíalistar ætla að bjóða fram.
Aukin ríkisafskipti boðuð. Sósíal-
ismi hefur nú ekki gengið vel í
öðrum löndum. Eitt trompið á að
vera að byggja 30.000 íbúðir
handa fólki. Ekki kemur fram
hver á að borga.
Leiðtoginn Gunnar Smári, fyrr-
verandi fjölmiðlastórútgefandi og
einn helsti fylgisveinn útrásarvík-
inga, er ekki mjög trúverðugur að
boða sósíalisma.
Flokkur fólksins hefur helst af-
rekað það á kjörtímabilinu að fara
í mál við ríkið vegna klaufaskapar
Alþingis í lagasetningu um al-
mannatryggingar. Málið vannst og
var þar með hægt að færa tekju-
hæstu lífeyrisþegum milljarða í
bætur. Stórt afrek Flokks fólksins
sem berst fyrir að afnema fátækt.
Viðreisn er eins máls flokkur,
sem telur allt bjargast með inn-
göngu í ESB. En allar líkur eru til
staðar á að Viðreisn taki þátt í
vinstristjórn eins og hún gerði eft-
ir síðustu borgarstjórnarkosningar
til að bjarga vinstri meirihluta
Dags B. Eggertssonar.
Drögum úr opinbera bákninu
Forsenda þess að hægt sé að
lækka skatta er að draga úr hinni
gífurlegu aukningu sem alls staðar
er í opinberri stjórnsýslu. Það er
sífellt verið að fjölga starfs-
mönnum og stofnunum. Þetta á
við hjá ríkisvaldinu.
Þetta á ekki síður við hjá sveit-
arfélögunum. Sama hvort sveitar-
félagið er stórt eða smátt. Alltaf
er verið að bæta í reksturinn. Það
sjá allir að með þessari stefnu er
alltaf verið að kalla á auknar
skatttekjur.
Það verður að breyta um stefnu
hvað varðar þenslu opinbera
rekstursins. Það er í anda stefnu
Sjálfstæðisflokksins að draga úr.
Það liggur alveg ljóst fyrir að
stefnumál Sjálfstæðisflokksins
eiga ekkert síður nú en áður
hljómgrunn meðal kjósenda þjóð-
arinnar. Nú verður að leggja
áherslu á að kynna málin vel
þannig að hagstæð úrslit fáist fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn til hagsæld-
ar fyrir íslenska þjóð.
Sterkari Sjálfstæðisflokkur
nauðsynlegur
Eftir Sigurð
Jónsson »Fyrrverandi fjöl-
miðlastórútgefandi
og einn helsti fylgi-
sveinn útrásarvíkinga er
ekki mjög trúverðugur
að boða sósíalisma.
Sigurður Jónsson
Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri í
Garði.
Fáir efast um gildi
fornleifa og fornleifa-
rannsókna. Gamlar
minjar eru hluti menn-
ingararfsins. Þær eru
einn af lyklunum að
þeirri fortíð sem geym-
ir bæði aukinn skilning
á menningu nútímans
og á innri gerð sam-
félagsins. En okkur er
vandi á höndum því
landið er stórt í hlut-
falli við mannfjölda og vitað er um
a.m.k. 130 þúsund fornleifastaði.
Aðalskráning fornleifa er fyrsta
skref að frekari vinnu við minjar og
einnig forsenda skipulagsvinnu sveit-
arfélaga. Sú skráning er löngu hafin
en staðan mjög misjöfn eftir því hvar
á landinu gripið er niður. Að lokinni
aðalskráningu er unnt að rannsaka
valdar minjar eftir efnum og ástæð-
um. Hitt er svo augljóst að aðeins er
kleift að kanna eða þaulskoða brot af
fornleifum landsins. Sumar kunna að
breyta, eða hafa breytt, skilningi á
mikilvægum þáttum sögunnar eftir
ítarlegar rannsóknir.
Rof og veðrun á landi og við sjáv-
arsíðuna eru ein helsta ógnin við
fornleifar, þar næst jarðeldur og t.d.
óundirbúið jarðrask vegna fram-
kvæmda. Jafnt Minjastofnun sem
sérfræðingar benda ítrekað á að
hraða verði aðalskráningu fornleifa.
Minjastofnun býr yfir 5 ára áætlun í
þessum efnum. Hún gæti kostað sam-
félagið um 250 milljónir króna og er
verðugt verkefni fyrir okkur; verk-
efni sem verður að fjármagna og
sinna ef vel á að vera.
Á Þingvöllum eru miklar minjar
um nærri þúsund ára
sögu þinghaldsins og
þennan árvissa en um
leið skammlífa, forna
höfuðstað landsins, ef
svo má að orði komast,
fram á 18. öld. Mann-
virkin eru m.a. margar
þingbúðir en einnig eru
sterkar vísbendingar
um stærri byggingar á
staðnum og þá eru
ótaldar minjar sem eru
beintengdar þinghald-
inu og ýmiss konar at-
höfnum og ferðum manna. Skráning
og leit með bættum aðferðum hafa
varpað nýju ljósi á fornleifafjársjóð
Þingvalla sem verður að sýna þann
áhuga og virðingu sem ber.
Á ellefu alda afmæli Alþingis 2030
er tækifæri til þess að fagna verðugu
átaki í fornleifarannsóknum á Þing-
völlum. Slíkar hugmyndir hefur borið
á góma í Þingvallanefnd. Rannsóknir
gætu hafist á næsta ári með sam-
stilltu átaki margra aðila og verið góð
afmælisgjöf samfélagsins til sjálfs
sín. Fyrsta skrefið er skipan vinnu-
hóps sem hefur undirbúning að átak-
inu, helst á morgun. Til þess hvet ég
hér með.
Aðkallandi verk-
efni á Þingvöllum
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson
Ari Trausti
Guðmundsson
» Á ellefu alda afmæli
Alþingis 2030 er
tækifæri til þess að
fagna verðugu átaki í
fornleifarannsóknum
á Þingvöllum.
Höfundur er þingmaður VG og
formaður Þingvallanefndar.
Úlpa (kvenmanns) var tekin ófrjálsri
hendi á Baldursgötu fyrir tveimur
dögum.
Í vösum voru bíllyklar, húslyklar
og sími. Upplýsingar í síma 899-
3464.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.
Úlpa tapaðist
og
rðaráð.
P þí
ferd
fe
sa
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER NÆSTA
VERKSTÆÐI?