Morgunblaðið - 09.07.2021, Síða 24

Morgunblaðið - 09.07.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021 70 ÁRA Gústaf Hinrik fæddist 9. júlí 1951 í Stykkishólmi og fagnar því sjö- tugsafmæli sínu í dag. Hann ólst upp í Hólminum og gekk þar í grunnskóla, en starfaði lengst af hjá útgerðarfyrirtækinu Þórsnesi hf. Allir eldri Hólm- arar þekkja Gústaf Hinrik sem er þekktur fyrir sitt breiða bros og góða og hressa lund. Hann var vallarvörður hjá Íþróttafélaginu Snæfelli í mörg ár og muna margir eftir honum þaðan. Gústaf Hinrik bjó lengst af í Stykkishólmi, en flutti um tíma til Borgarness og síðan þaðan til Reykjavíkur. Hann er núna búsettur í Hafnarfirði. Helstu áhugamál Gústafs Hinriks eru bocchia sem hann spilaði mikið með Íþróttafélaginu Firðinum í Hafnarfirði, en síðustu ár hefur hann lítið spilað. Hann hefur líka mjög gaman af golfi og er oft að pútta á golfvellinum hjá Hrafnistu í Hafnarfirði. Í tilefni dagsins ætlar Gústaf Hinrik að heimsækja heimahagana í Stykkis- hólmi og þá verða fagnaðarfundir hjá ættingjum og vinum og eitthvað skemmtilegt gert í tilefni dagsins. FJÖLSKYLDA Foreldrar Gústafs Hinriks eru hjónin Guðbjörg Árnadóttir, f. 13.3. 1925, sem starfaði lengi á Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi en er núna bú- sett á Hrafnistu í Hafnarfirði, og Ingvar Ragnarsson, útgerðarmaður í Stykkishólmi, f. 3.9. 1924, d. 25.5. 1996. Þau bjuggu lengst af í Stykkishólmi en fluttu síðan til Reykjavíkur. Gústaf Hinrik á fjögur systkini. Gústaf Hinrik Ingvarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Næstu daga áttu eftir að vekja mun meiri eftirtekt en áður. Fólk sogast að þér. Leitaðu til einhvers sem getur hjálpað þér með erfiðar ákvarðanir. 20. apríl - 20. maí + Naut Þegar þú gerir þitt besta þá er það bara nóg. Haltu þínu striki varðandi ásta- málin. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Stattu vörð um heilsu þína og hamingju, það gerir það enginn fyrir þig. Ekki láta hluti liggja á glámbekk. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er engin ástæða til að láta hugfallast, þótt það verkefni, sem þú fæst við, reynist eitthvað snúnara en þú áttir von á. Þú ert á grænni grein í peninga- málum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Sýndu öðrum tillitssemi og umburð- arlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Taktu upp hansk- ann fyrir aðila sem þér finnst órétti beitt- ur. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þótt yfirleitt sértu staðfastur/föst áttu það samt til að láta ginnast af gylli- boðum. Fylgdu hjartanu og hafðu hlutina eins og þér finnst fallegir. 23. sept. - 22. okt. k Vog Einhver varpar skugga á drauma þína um tíma. Gerðu ekki meiri kröfur til ann- arra en sjálfs þín. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Daður á netinu kemur við sögu. Treystu þínum innri áttavita í þeim málum. Þú stendur á krossgötum. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Í dag skaltu hugsa vel og vandlega um langtímamarkmið þín í fram- tíðinni. Það sem hentar þér hentar kannski ekki öðrum. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Það er mikilvægt að þú gefir þér tíma til hvíldar og slökunar. Alls konar tilfinningar gera vart við sig í kvöld þegar þú hittir gamlan vin. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Nú verður þú að bretta upp ermarnar og kippa þeim mörgu hlutum í liðinn sem þú hefur látið dankast alltof lengi. Vertu opinská/r við börnin. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Með því að vera þögull áhorfandi ertu í bestu aðstöðunni til þess að meta hvað er rétt. Félagslífið er fjörugt og margar veislur fram undan. isvísindum árið 2007.“ Ása var þegar komin með 3 börn og í náminu eign- aðist hún yngsta barnið. Hún hóf starf hjá Veritas árið 2008, en þegar Flaga fór úr landi með starfsemina fékk hún vinnu hjá dótturfyrirtæki Veritas, Vistor, og var þar fyrst á heilbrigðistæknisviði fyrirtækisins. Síðan var fyrirtækið MEDOR stofn- að árið 2010 og hún var deildarstjóri hjúkrunar- og lækningavörudeildar þar. „Við vorum að selja allt frá plástrum og upp í stór myndgrein- ingartæki, og MEDOR er t.d. núna einkageirann. „Ég fór að starfa hjá nýsköpunarfyrirtækinu Flögu, sem Helgi heitinn Kristbjarnarson stofn- aði. Þetta var ótrúlega dýrmætur tími og einstök stemning í kringum fyrirtækið, bæði frumkvöðla- og fjöl- skyldustemmning, en við vorum að þróa og framleiða svefnrannsókn- arbúnað. Þarna fékk ég áhuga á svefnrannsóknum og ég ákvað að fara í meistaranám þar sem ég rann- sakaði kæfisvefn, astma og vélinda- bakflæði undir leiðsögn Þórarins Gíslasonar og lauk M.Sc. í heilbrigð- Ó lafía Ása Jóhannesdóttir fæddist í Reykjavík 9. júlí 1971 og ólst upp í Garðabænum. Hún gekk þar í Flataskóla og Garðaskóla og var í bæði fótbolta, handbolta og djassballett, auk þess að vera í kór og læra á píanó. „Pabbi spilaði á harmonikku og við fórum öll systkinin í tónlistarnám.“ Ólafía Ása, sem alltaf er kölluð Ása, segir að þeg- ar kom að menntaskólaárunum ákvað hún að feta í fótspor systkina sinna og fara í MR. „Það var gott að skipta alveg um umhverfi og kynnast aðeins öðruvísi heimi.“ Á menntaskólaárunum kom ástin inn í líf Ásu. „Ég hélt einhvern tíma partí á Lindarflötinni og Siggi kom þangað, en hann er úr Hafnarfirði og var í Iðnskólanum í Reykjavík.“ Þau Sigurður urðu par upp frá því, en Ása fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna árið 1989 og var þar í fótbolta, frjáls- um og körfubolta í New York-ríki. „Það voru mikil viðbrigði, en rosalega lærdómsríkt og ég græddi alveg heil- mikið á þessari reynslu og fitnaði um 10 kíló. Tók sem sagt Ameríku alveg með stæl.“ Þegar heim var komið fór hún aft- ur í MR en var ekki viss um hvert hugur hennar stefndi. „Ég var að vinna í Borgarleikhúsinu eftir námið og ætlaði þá að verða leikari, en svo vildi ég líka verða læknir eða verk- fræðingur. Siggi var alltaf að vinna og við búin að leggja fyrir og við keyptum okkur íbúð í miðbænum. Síðan ákváðum við bara að skella okkur til Ítalíu og bjuggum í Flórens í eitt ár. Mættum bara þangað án nokkurs skipulags. Vorum ekki einu sinni með hótel , bara með síma- númer hjá ítalskri konu, en allt gekk þetta upp. Við fundum yndislega íbúð sem við leigðum, lærðum ítölsku, át- um spaghetti og drukkum rauðvín, en vorum líka að passa börn.“ Þegar þau komu heim frá Ítalíu fór Ása í hjúkrunarfræði í HÍ. „Ég varð strax ófrísk og eignaðist bæði barn á 1. og 2. ári í náminu, en hélt bara ótrauð áfram og lauk náminu á rétt- um tíma og útskrifaðist árið 1999.“ Eftir námið vann Ása einn vetur á Landspítalanum, en fór svo strax í að selja covid-prófin.“ Eftir 10 ár hjá MEDOR vildi Ása bæta við sig og fór í MBA-nám í HR 2018. Eftir námið fékk hún stöðu framkvæmdastjóra hjá Stoð. „Veritas keypti Stoð 2018 en fyrirtækið er rótgróið fram- leiðslu- og þjónustufyrirtæki á heil- brigðissviði. Fyrirtækið er 39 ára gamalt og var stofnað í kringum smíði á stoðtækjum, eins og spelkum og gervilimum. Stoð útvíkkaði svo starfsemina í hjálpartæki, hjólastóla, sjúkrarúm og fleira og núna erum við að horfa til framtíðar og selja líka vörur til þeirra sem vilja stunda hreyfingu án hindrana. Við keyptum Flexor fyrir tæpum tveimur árum með það að markmiði að bæta við þá þjónustu. Framkvæmum göngu- greiningu, sérgerum innlegg og selj- um m.a. stuðningssokka og íþróttaskó.“ Það þarf að vera vel skipulagður til að halda stórt heimili og vinna mikið. „Öll börnin okkar hafa farið í suzuki- tónlistarnám hjá Tónskóla Sigur- sveins og þar er maður með í tónlist- arnáminu, svo það er ekkert hægt að gera það með vinstri hendinni. En ég hef svo gaman af þessu, elska að hafa mikið að gera og orðin nokkuð fær í skipulagningu.“ Fjölskyldan stundar Ólafía Ása Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Stoðar – 50 ára 2020 Ása með MBA útskriftarskírteinið 2020. Byggir draumahús í Borgarfirði Fjölskyldan Hjónin Sigurður og Ása á Hornströndum með yngstu dæt- urnar, Maríu Kristínu og Hrafnhildi Höllu . Myndin er tekin sumarið 2018. SigurÁs Ása er liðtæk í smíðavinnunni og í dag mun dansinn duna á nýbyggðum pallinum í afmælisveislunni í Borgarfirði. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.