Morgunblaðið - 09.07.2021, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ 2021
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Alheimurinn er ljóð (e. The Uni-
verse is a Poem) nefnist einkasýn-
ing Sigurðar Guðmundssonar
myndlistarmanns sem opnuð verður
í dag kl. 15 í Bræðslunni á Djúpa-
vogi en hálftíma fyrr mun Katrín
Jakobsdóttir forsætisráðherra af-
hjúpa nýtt útilistaverk eftir Sigurð,
„Frelsi“, við hátíðlega athöfn. Verk-
ið er gert í minningu um þrælinn
Hans Jónatan sem talinn er vera
fyrsti þeldökki maðurinn sem settist
að á Íslandi og bjó á Djúpavogi frá
árinu 1802. Mun minnisvarðinn
standa við Löngubúð.
Á sýningunni má sjá valin og ólík
verk eftir Sigurð sem spanna yfir 50
ára tímabil, það elsta frá árinu 1969
og það yngsta unnið á þessu ári.
Verk hans hafa ætíð verið ljóðræn í
eðli sínu, þó unnin hafi verið í ólíka
miðla og hefur Sigurður einnig gefið
út bækur með ljóðum og skáldskap
en í fyrra gaf hann út bókina Ljóð
og Ljóð.
Síðasta sýningin í Bræðslunni
Í tilkynningu eru verkin á sýning-
unni sögð ljóð í sjálfu sér, líkt og
sýningartitillinn gefi til kynna, og
segir ennfremur að Sigurður líti á
alheiminn sem ljóð og að í samskipt-
um sínum við hann finnist honum
bæði gott og rétt að upplifa alheim-
inn sem ljóð. Er með því vísað í ljóð
hans, „Alheimur“, frá 2019.
Sigurður býr og starfar á Djúpa-
vogi, í Reykjavík, Amsterdam og
Xiamen í Kína og er sýningin sam-
starfsverkefni Múlaþings, Kínversk-
evrópsku menningarmiðstöðvar-
innar – CEAC og ARS LONGA,
með stuðningi frá Uppbyggingar-
sjóði Austurlands. Sýningarskrá
kemur út samhliða sýningunni, sem
unnin er í samvinnu við Studio
Studio og gefin út af ARS LONGA.
„Við konan mín höfum verið
nokkuð dugleg að koma heims-
menningunni til Djúpavogs,“ segir
Sigurður en þau hjónin hafa staðið
fyrir alþjóðlegri myndlistarsýningu
árlega í Bræðslunni, Rúllandi snjó-
bolta, allt frá árinu 2014.
Einkasýning Sigurðar í Bræðsl-
unni, sú sem opnuð verður á morg-
un, verður hins vegar síðasta sýn-
ingin sem sett er upp í Bræðslunni.
„Fiskeldið er að taka yfir þessa
byggingu sem við höfum haft þar,“
útskýrir Sigurður en að þau Ineke,
eiginkona hans, ætli engu að síður
að sýna áfram í bænum á vegum
ARS LONGA, safnsins sem þau
hafa stofnað sem mun standa fyrir
sýningum og einnig bókaútgáfu.
„Safn er ekki bygging, safn er ak-
tívítet, en við þurfum byggingu til
þess að sýna verkin og láta listvið-
burði eiga sér stað,“ útskýrir Sig-
urður fyrir blaðamanni.
Mörg lykilverk
Á sýningu Sigurðar verða 26 verk
til sýnis og það nýjasta er frá þessu
ári. „Sum af þeim eru dálítið stór og
fyrirferðarmikil og mörg lykilverk í
mínum ferli,“ segir Sigurður um
verkin á sýningunni og að mikið sé í
sýninguna lagt.
Hann er spurður að því hvort
þetta sé yfirlitssýning um verk hans
og feril og segist hann ekki vita það
sjálfur. „Nei, þetta er ekki týpísk
stofnanayfirlitssýning, þær eru
öðruvísi,“ segir Sigurður svo. Sam-
hliða sýningunni verði gefin út sýn-
ingarskrá í bókarformi, harðspjalda,
sem hann sé afar ánægður með. Í
sýningarskránni má finna fyrrnefnt
ljóð Sigurðar, „Alheiminn“, úr ljóða-
bókinni Ljóð og
Ljóð sem hefur að
geyma ljóð og texta
eftir Sigurð sem
spanna hálfa öld,
líkt og sýningin. Sig-
urður hefur alltaf litið
á list sína sem ljóð og
segir hann mörg
verkanna á sýning-
unni titluð í þeim
dúr, „First Poem“, „Second Poem“
og þannig mætti áfram upp telja.
Ekkert ónáttúrulegt
Sigurður er spurður út í þá
heimssýn sína að alheimurinn sé
ljóð og að gott og rétt sé að líta á
hann með þeim hætti. „Þetta er
marglaga hugsun og ég orti nú ljóð
um þetta sem er í ljóðbókinni minni
og heitir „Alheimur“. Þá fór ég að
velta fyrir mér hver orti þetta ljóð
sem alheimurinn er,“ svarar Sig-
urður og vísar í framhaldi í 17. aldar
heimspekinginn Espinosa sem taldi
að náttúran byggi til náttúru. „Ég
er nú ekki vísindamaður fyrir fimm-
aura en alheimurinn er líklega bú-
inn til af öðru efni sem er þá líka
náttúra. Ég kem ekki auga á, í mínu
lífi, eitthvað sem er ónáttúrulegt.
Það er kallað einhverjum öðrum
nöfnum en þetta er bara öðruvísi
tegund af náttúrunni og
það eru til margar
tegundir af náttúru,“
segir Sigurður.
Sýningu hans í
Bræðslunni lýkur
15. ágúst og sýn-
ingarstjóri er
Kristín Dagmar
Jóhannesdóttir, í
samvinnu við þau
Rut Halblaub og
Þór Vigfússon.
Gott að upplifa alheiminn sem ljóð
- Forsætisráðherra afhjúpar á morgun nýtt útilistaverk Sigurðar Guðmundssonar á Djúpavogi
- Einkasýning hans, Alheimurinn er ljóð, verður opnuð um leið með verkum frá árunum 1969-2021
Morgunblaðið/Einar Falur
Náttúrulegt „Ég kem ekki auga á, í mínu lífi, eitthvað sem er ónáttúrulegt. Það er kallað einhverjum öðrum
nöfnum en þetta er bara öðruvísi tegund af náttúrunni,“ segir Sigurður Guðmundsson myndlistarmaður.
Jarðskjálfti „Earthquake“, verk frá árinu 1969.
Ljósmyndir birtar með leyfi listamannsins
Annað „Second Poem“, eitt verk-
anna á sýningunni, frá árinu 2019.
Upplýst „Illuminated Poem“, verk
eftir Sigurð frá árinu 2019.
Alheimsljóð „The Universe is a
Poem“, verk frá árinu 2020.
Tríó Amasia kemur fram í Siglu-
fjarðarkirkju í kvöld kl. 21.30 á
Þjóðlagahátíð á Siglufirði. Mun
tríóið leika sveiflandi dans og þjóð-
lagatónlist og þá meðal annars
tangóa eftir Astor Piazzolla en í ár
eru 100 ár liðin frá fæðingu tón-
skáldsins. Í Amasia eru Ármann
Helgason klarínettuleikari, Hlín
Erlendsdóttir fiðluleikari og Þröst-
ur Þorbjörnsson gítarleikari. Tón-
leikarnir bera yfirskriftina „Tónlist
milli stríða“.
Fleira er á dagskrá Þjóðlagahá-
tíðar í dag. Í Bátahúsinu kl. 20 mun
Ragnheiður Gröndal syngja íslensk
þjóðlög og með henni leika Guð-
mundur Pétursson á gítar, Haukur
Gröndal á klarínett, Kjartan Valde-
marsson á píanó og Matthías Hem-
stock á slagverk. Skuggamyndir
frá Býsans leika svo kl. 23 á veit-
ingastaðnum Rauðku en sveitina
skipa Ásgeir Ásgeirsson á saz og
bouzouki, Haukur Gröndal á klarín-
ett, Eric Quick á slagverk og Þor-
grímur Jónsson á kontrabassa.
Frekari upplýsingar um hátíðina,
flytjendur og dagskrá má finna á
vefsíðu hennar, siglofestival.com.
Tríó Amasia eftir velheppnaða tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ 4. júlí.
Tríó Amasia leikur í Siglufjarðarkirkju á Þjóðlagahátíð
Sýning Höddu Fjólu Reykdal,
Ljósmosagrár út í hvítt, var opnuð í
gær í NORR11 á Hverfisgötu 18. „Í
verkum sínum skoðar Hadda blæ-
brigði litanna í náttúrunni og
hvernig þeir breytast eftir birtu og
í mismunandi veðurbrigðum. Litir
steinanna, skeljanna, sandsins,
fjallanna og hafsins eru rannsókn-
arefni Höddu Fjólu. Hún skoðar
hvernig litir mosans breytast eftir
árstíðum, hvernig frostið hefur
áhrif á liti skeljanna og fjallanna í
kringum okkur og hvernig sumarið
hefur áhrif á liti laufanna og
trjánna,“ segir í tilkynningu.
Um vinnuferli Höddu Fjólu segir
að það einkennist af litskýringum
þar sem hún skrásetji upplifanir
sínar í náttúrunni í orð og vinni svo
verkin út frá þeim. Leiðarstefið í
verkum hennar séu fínlegar doppur
í láréttum og lóðréttum línum eða
hringir, lag ofan á lag, svo úr verði
þéttur vefur lita og forma. Með
þessari tækni nái Hadda Fjóla fram
þeirri upplifun sinni af blæbrigðum
litanna sem hún skrásetji í náttúr-
unni. Hadda Fjóla útskrifaðist úr
Myndlista- og handíðaskóla Íslands
árið 1998 og hefur haldið fjölda
sýninga hér á landi og í Svíþjóð þar
sem hún bjó í tíu ár. Sýningin er á
vegum Listvals og sýningastjóri er
Elísabet Alma Svendsen.
Litbrigði Hadda Fjóla fyrir framan eitt
verka sinna. Hún sýnir nú í NORR11.
Kannar blæbrigði
lita náttúrunnar