Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 5
FORMÁLI
Það hefur orðið að ráði, að skýrslur tilraunastöðvanna verði gefnar
út i flokki þeirra rita, sem út eru gefin frá Atvinnudeild Háskólans. Verða
þar birtar skýrslur í A og B flokki, rita landbúnaðardeildar.
í þeirri skýrslu, sem hér birtist, er stutt yfirlit um starfsemi tilrauna-
stöðvanna frá stofnun til ársloka 1950. Einnig er yfirlit um tilrauna-
verkefni siðustu ára ásam t uppskeru. Gert er ráð fyrir, að framvegis komi
út i A-flokki, árlega, starfskýrslur tilraunastöðvanna og verði þar almennar
upplýsingar um starfsemi stöðvanna ásamt hliðstœðum upplýsingum um
tilraunastarfsemina og fram kemur i þessari skýrslu.
Þá verða gefnar út í B-flokki allar tilraunaniðurstöður, eftir þvi sem
þær liggja fyrir, og er ein slik skýrsla i undirbúningi frá Sámsstöðum.
Kemur hún væntanlega út á þessu ári.
Árni Jónsson, tilraunastjóri, hefur séð um samrœmingu á þessari
skýrslu og búið hana til prentunar.
Reykjavik, i desember 1951.
PÁLMI EINARSSON.