Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 7
I. Skipulag tilraunastarfseminnar.
ÁRNI JÓNSSON
í sambandi við yfirlitsskýrslur tilraunastöðvanna þykir hlíða að gera
stutta grein fyrir stjórn tilraunamála, þótt hér verði aðeins lauslega
drepið á nokkur atriði, er mál þetta varða, og þá einkum jarðræktina.
í skýrslum tilraunastöðvanna kemur ýmislegt fram, sem skýrir nánar
ýmsa þætti tilraunamála á íslandi og sérstaklega atriðin, sem varða fram-
kvæmd og tilhögun jarðræktartilrauna.
1. Skipan tilraunamála fyrir 1900.
Áður en Búnaðarfélag íslands var stofnað, en það var stofnað 5. júlí
1899, voru engin samtök, sem náðu yfir allt landið, er stóðu sameigin-
lega að tili aunamálum. Tilraunamál voru yfirleitt óskipulögð.
Sagan greinir frá áhuga einstakra manna á tilraunamálum. Má þar
fyrst og fremst nefna þá, sem koma fram á 18. öld, eins og Gísla sýslu-
mann Magnússon að Hlíðarenda, józku bændurnar, Björn prófast Hall-
dórsson í Sauðlauksdal, Magnús Ketilsson sýslumann o. fl.
Á 19. öld gætir meira starfsemi félaga og stofnana. Má þar til nefna
Hús- og bússtjórnarfélag Suðuramtsins, sem stofnað var 8. júlí 1837.
Búnaðarfélög eru stofnuð víða um land, þótt fæst þeirra sínni tilrauna-
málum í jarðrækt nema mjög lítið. Búnaðarskólarnir eru stofnaðir á
árunum 1880—1889, og sýna ýmsir starfsmenn þeirra nokkurn áhuga á
þessum málum. Ekki er þó um að ræða neinar samstylltar aðgerðir, fyrr
en Búnaðarfélag íslands er stofnað 1899.
2. Skipan tilraunamála 1900 til 1920.
Um aldamótin færist nýtt líf í tilraunamál. Áhugamenn sjá nú, að
nauðsynlegt er að byggja þau á félags- og samtaka-grundvelli.
í þessu sambandi er fyrst og fremst að geta Einars Helgasonar garð-
yrkjufræðings, en hann semur frumvarp 1899 um gróðrartilraunastöðvar,
og má telja að þetta frumvarpsuppkast sé fyrsti vísir að hugmyndum