Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 14
úr ríkissjóði. Voru þær fjárgreiðslur fyrst og fremst ætlaðar til tilrauna-
starfsemi.
3. Helztu tilraunaverkefni frá stofnun.
Hér verður aðeins lauslega getið helztu tilraunaverkefna, sem unnið
hefur verið að fram til ársins Í949, en að öðrn leyti visast til Ársrits
Rœktunarfélags Norðurlands, sem út hefur komið frd stofnun félagsins,
og hafa þar byrzt allar tilraunaniðurstöður jöfnum höndum og auk þess
samandregið í árg. 1933 og 1949.
Þá skulu nefnd hér nokkur tilraunaverkefni:
a. Á árunum 1904—1908 voru gerðar tilraunir með tilbúinn áburð
og búfjáráburð. Samtímis voru gerðar dreifðar tilraunir hjá allmörgum
bændum norðanlands með tilbúinn áburð, undir umsjá tilraunastöðvar-
innar. Þá var einnig komið upp aukatilraunastöðvum eða sýnistilrauna-
stöðvum, eins og þær voru kallaðar. Voru þær á 5 stöðum: Húsavík, Æsu-
stöðum, Blönduósi, Sauðárkróki og Hólum í Hjaltadal. Var hlutverk
þeirra fyrst og fremst að sýna þau viðfangsefni, sem tilraunir voru gerðar
með í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Þessar stöðvar voru þó fljótlega lagðar
niður, eða á árunum 1910—’ 14.
b. Grasræktartilraunir. Þar til má nefna tilraunir með einstakar gras-
tegundir, belgjurtir, fræblöndur o. fl.
c. Kornrœktartilraunir. 1904 var byrjað á tilraunum með kornteg-
undir, svo sem bygg, hafra og síðar rúg, vorhveiti, hör o. fl., og haldið
áfram síðan.
d. Garðrœkt. Tilraunir í garðrækt hafa einkum verið afbrigðatil-
raunir með kartöflur, rófur, ýmiss konar matjurtir og blóm. Samhliða
garðræktinni voru haldin námsskeið og lögð mikil áherzla á kennslu í
garðrækt og trjárækt, og helzt sá þáttur frá stofnun stöðvarinnar og fram
til síðustu heimsstyrjaldar.
e. Trjárækt. Fyrstu árin var lögð mikil áherzla á trjárækt, og má
segja að þar hafi verið um mikilsverðar tilraunir að ræða. Reynd var
ræktun fjölmargra útlendra trjátegunda og runna auk innlendra trjáa.
Hefur verið plantað trjám í um það bil 1,5 ha, að mestu leyti á árun-
um 1903—1915. Er þetta land nú glöggur minnisvarði um það tilrauna-
starf, sem unnið var á þessu árabili. Þá var jafnan lögð nokkur áherzla á
trjáplöntu- og runna-uppeldi til sölu. Eiga margir trjágarðar á Norður-
landi rót sína að rekja til Gróðrarstöðvarinnar á Akureyri.
f. Leiðbeininga- og fræðslustarfsemi. Framan af árum og raunar allan
starfstíma stöðvarinnar hefur jafnan verið nokkur leiðbeiningastarfsemi
í sambandi við tilraunastöðina, í formi fyrirlestra, bréfaskrifta eða á
annan hátt. Var þetta einn þáttur í starfsemi R. N. um langt skeið.