Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 14

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 14
úr ríkissjóði. Voru þær fjárgreiðslur fyrst og fremst ætlaðar til tilrauna- starfsemi. 3. Helztu tilraunaverkefni frá stofnun. Hér verður aðeins lauslega getið helztu tilraunaverkefna, sem unnið hefur verið að fram til ársins Í949, en að öðrn leyti visast til Ársrits Rœktunarfélags Norðurlands, sem út hefur komið frd stofnun félagsins, og hafa þar byrzt allar tilraunaniðurstöður jöfnum höndum og auk þess samandregið í árg. 1933 og 1949. Þá skulu nefnd hér nokkur tilraunaverkefni: a. Á árunum 1904—1908 voru gerðar tilraunir með tilbúinn áburð og búfjáráburð. Samtímis voru gerðar dreifðar tilraunir hjá allmörgum bændum norðanlands með tilbúinn áburð, undir umsjá tilraunastöðvar- innar. Þá var einnig komið upp aukatilraunastöðvum eða sýnistilrauna- stöðvum, eins og þær voru kallaðar. Voru þær á 5 stöðum: Húsavík, Æsu- stöðum, Blönduósi, Sauðárkróki og Hólum í Hjaltadal. Var hlutverk þeirra fyrst og fremst að sýna þau viðfangsefni, sem tilraunir voru gerðar með í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Þessar stöðvar voru þó fljótlega lagðar niður, eða á árunum 1910—’ 14. b. Grasræktartilraunir. Þar til má nefna tilraunir með einstakar gras- tegundir, belgjurtir, fræblöndur o. fl. c. Kornrœktartilraunir. 1904 var byrjað á tilraunum með kornteg- undir, svo sem bygg, hafra og síðar rúg, vorhveiti, hör o. fl., og haldið áfram síðan. d. Garðrœkt. Tilraunir í garðrækt hafa einkum verið afbrigðatil- raunir með kartöflur, rófur, ýmiss konar matjurtir og blóm. Samhliða garðræktinni voru haldin námsskeið og lögð mikil áherzla á kennslu í garðrækt og trjárækt, og helzt sá þáttur frá stofnun stöðvarinnar og fram til síðustu heimsstyrjaldar. e. Trjárækt. Fyrstu árin var lögð mikil áherzla á trjárækt, og má segja að þar hafi verið um mikilsverðar tilraunir að ræða. Reynd var ræktun fjölmargra útlendra trjátegunda og runna auk innlendra trjáa. Hefur verið plantað trjám í um það bil 1,5 ha, að mestu leyti á árun- um 1903—1915. Er þetta land nú glöggur minnisvarði um það tilrauna- starf, sem unnið var á þessu árabili. Þá var jafnan lögð nokkur áherzla á trjáplöntu- og runna-uppeldi til sölu. Eiga margir trjágarðar á Norður- landi rót sína að rekja til Gróðrarstöðvarinnar á Akureyri. f. Leiðbeininga- og fræðslustarfsemi. Framan af árum og raunar allan starfstíma stöðvarinnar hefur jafnan verið nokkur leiðbeiningastarfsemi í sambandi við tilraunastöðina, í formi fyrirlestra, bréfaskrifta eða á annan hátt. Var þetta einn þáttur í starfsemi R. N. um langt skeið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur
https://timarit.is/publication/1604

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.