Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 15
13
Gróðrarstöðin árið 1927.
4. Framkvæmdir irá stofnun.
Ræktunarfélag Norðurlands hefur séð um allar framkvæmdir, sem
gerðar hafa verið á tilraunastöðinni frá stofnun hennar til ársins 1947
og lagt fé til þeirra.
1906 var byggt íbúðarhús, sem enn er notað sem bústaður tilrauna-
stjóra. Lönd stöðvarinnar voru girt fyrstu árin, einnig framræst srnátt og
smátt fyrstu 10—15 árin. — 1917 kaupir R. N. býlið Galtalæk og sameinar
það stöðinni og hefur þar búskap. Býlinu fylgdu byggingar fyrir 9 kýr
og 3 hesta. Næstu ár var aukið nokkuð við þessar byggingar, svo fjósið
tók 15 kýr. 1933 var byggð viðbótarbygging við fjósið fyrir 12—14 gripi,
ásamt tveggja herbergja íbúð, þurrheyshlaða og 2 votheysgryfjur (A. I. V.).
Byggingar þessar eru nú orðnar úr sér gengnar og ólientugar að
mörgu leyti, enda eðlilegt, þar sem þær eru byggðar í smááföngum og
við mjög nauman fjárhag.
1934 og ’35 er byggt geymsluhús heima í stöðinni, 21,5x6,0 m, með
lofti. Er þetta varanleg bygging, þótt hún sé nú orðin of lítil.
í sambandi við garðræktina var byggt smá gróðurhús um 1918, 20 rn-
að stærð. Kartöflugeymsla mun hafa verið byggð um eða fyrir 1920,