Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Qupperneq 18
16
Júli: Framundir 9. júlí var S og SV átt og hagstæð heyskapartíð, en
þá brá til N áttar, en veður var samt fremur hlýtt, úrkomulaust og sól-
skin. Hélzt svo fram um þann 25., með lítilsháttar úrkomu. Var þá fyrri
slætti lokið, og náðist hann allur með góðri verkun. Bygg skreið um
þann 25. Síðustu daga mánaðarins kólnaði nokkuð í veðri og hélzt svo
fram um 10. ágúst. Var þá byrjað á 2. slætti.
Agúst: 1. ágúst voru kartöflur fyrst teknar upp til matar (Skán). Ur-
koma var mjög lítil allan mánuðinn og hagstæð heyskapartíð fram undir
mánaðamót agúst og september. Gerði þá óþurrkakafla, er stóð fram
að 9. september.
September: Aðfaranótt þess 9. september gerði allmikið frost, svo
kartöflugras íéll víða í görðum. 12. sept. var byrjað að taka upp kartöfl-
ur, og var því lokið 29. sept. Uppskera varð í tæpu meðallagi. Má segja
að þenna tínxa kæmi aldrei dropi úr lofti. Alltaf S og SV hlýindi og sól-
skin. Heyskap var lokið 16. sept, og var tæplega í meðallagi að vöxtum,
en nýting með ágætum.
Október: Nokkra úrkomu gerði 1. viku okt., en veður hélzt áfram
fremur hlýtt. Bygg var slegið 5. og 6. okt, linþroskað. Gulrófur voru
teknar upp 5.—10. okt. Uppskera sæmileg og skemmdir af kálmaðki ekki
mjög tilfinnanlegar. Kýr voru látnar út fram í miðjan mánuð, enda voru
veður sæmileg og háarbeit ágæt. Frost voru lítil allan mánuðinn, svo
hægt var að vinna að hvers konar jarðyrkjustörfum.
Nóvember: Tíð var góð fram undir 6. nóv. Úr því gerði nokkur frost,
svo jarðvinnslu varð að hætta. Snjó festi ekki teljandi, og mátti heita að
auð jörð væri allan mánuðinn.
Desember: Með desember byrjun brá til frosta og snjóa, og komst
frostið upp í -í-12° 9. desember. Gekk á með snjóéljum og hríðum allan
mánuðinn, með smáblotum á milli. Snjór var þó hvergi til fyrirstöðu á
láglendi.
b. Veðrið 1950.
Janúar: Mánuðurinn var fremur hlýr og snjóléttur. Síðari hluta hans
auðnaðist alveg, og fór frost úr jörðu á sumum stöðum.
Febrúar: Fyrri hluti mánaðarins var fremur hlýr og snjólaust fram
til 7., en þá byrjaði að snjóa smávegis. Síðari hlutann kólnaði nokkuð.
Marz: Snjór var allan mánuðinn á jörð, en fremur lítill. 22. marz
gerði hláku, og stóð hún til mánaðamóta.
Apríl: Óstöðug veðrátta allan mánuðinn, lítil frost en engar hlákur.
Mai: í byrjun mánaðarins gerði hlýindi og komst hitinn upp í 17,5°.
Úrkoma var lítil, svo fljótt þornaði til, og klaki var víða farinn úr jörð
um miðjan mánuðinn. Um þann 18. gerði kuldakast, og var þá frost um