Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 20
18
Yfirlit um hita og úrkomu á Akureyri.
Januar Februar Marz T CL < 5 c '3 O Ágúst September | Október 1 Nóvember (U -Q £ <U <u Q 12 < Hitam.úrk. maí - sept.
Hiti C°: 1949 .... -3.3 0.0 -0.9 -1.6 1.9 10.0 11.8 9.4 9.3 2.9 1.4 -3.1 3.2 1295°
1950 .... 1.7 -2.3 -0.2 -0.2 6.7 8.5 11.1 10.4 6.1 3.0 -3.5 -4.3 3.1 1317'
Meðalh. 1901-’30 . . -2.5 -2.0 -1.6 0.8 5.0 9.3 10.9 9.2 6.8 2.5 -0.5 -1.9 3.0 1260
Meðalúrk. 1901-’30 35.2 22.2 19.2 19.3 44.5 17.7 22.1 19.5 33.5 22.4 35.1 94.6 385.3 137.3
Úrkoma mm 1949 29.1 52.7 56.4 30.0 11.6 3.9 41.0 137.4 81.0 65.3 37.9 67.3 613.6 274.9
— 1950 43.4 34.4 35.6 30.7 22.2 23.8 35.2 41.4 39.2 55.9 45.9 57.0 464.7 161.8
Nóvember: Hlýindi héldust fram að 9. nóv., en þá komu frost, sem
héldust látlaust svo að segja allan mánuðinn. Byrjaði þá einnig að snjóa,
og lagði ána hér fyrir framan. Urðu frostin allveruleg um miðjan mán-
uðinn. Varð það verulegum erfiðleikum bundið að verja þær kartöflur
fyrir frosti, sem enn voru í útihúsum. Tókst það þó, með því að kynda
olíuofna og hafa rafmagnsofna. Þann 29. og 30. gerði hér allmikið hvass-
viðri, og komst vindhraðinn upp í 28 hnúta hér á Akureyri. Var þetta
NV og síðar N átt.
Desember: Frost héldust svo til allan mánuðinn, og fór meðalhiti
sólarhringsins aðeins 6 daga yfir 0° (1—2,5°). Mest frost var um þann
13. og 29. Komst upp í -f-17°. Snjókoma var töluverð, og var kominn
nokkur snjói um áramótin. Þó voru flestir vegir í lágsveitum færir, en
fjallvegir þungfærir eða ófærir. Mjög mikil hvassviðri gerði þann 1., 7.
og 10., og kornst veðurhæðin upp í 38 hnúta.
Sumarið og haustið eru með þeim allra verstu, sem komið hafa á þess-
ari öld. Oþurrkasvæðið var aðallega frá Skagafirði og til Austfjarða.
I septemberlok voru mörg dæmi þess, að bændur hefðu svo til engu
þurrheyi náð í hús. Varð því heyfengur með afbrigðum hrakinn og jafn-
vel ónýtur hjá þeim, sem verst voru settir. Á þessu svæði náðist tiltölu-
lega mest af heyjum í hús síðustu viku október. Þeir, sem byrjuðu
slátt í júnílok eða fyrstu daga júlí, náðu margir hverjir fyrri slætti
með góðri verkun, einkum þeir, sem súgþurrkun höfðu, en allur fjöldi
bænda hafði ekki því láni að fagna að byrja slátt svo snemma og hafa
súgþurrkun, og því fór sem fór. Þeir, sem betur voru settir með votheys-
gryfjur, náðu margir hverjir nokkrum hluta heyja sinna með góðri verk-
un. Þegar leið fram í september, reyndu margir að útbúa sér bráða-
birgða votheysgryfjur af ýmsu tagi, sumir bjuggu til torfgryfjur, aðrir
settu vothey í þurrheyshlöður með því að setja í þær bráðabirgða skil-