Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Síða 21
19
rúm, og ýmsar fleiri aðferðir voru menn að reyna, en flestir byrjuðu
alltof seint á þessum úrræðum.
c. Tilraunastjóraskipti.
1. maí 1949 lét Ólafur Jónsson af starfi, að
eigin ósk, við Tilraunastöðina, eftir 25 ára
samfelldan starfstíma. Ólafur tók þá við ráðu-
nautsstarfi hjá Búnaðarsambandi Eyfirðinga.
Við tilraunastjórastarfi tók Árni Jónsson, bú-
fræðikandidat, frá Sandfellshaga í Axarfirði.
Hann lauk prófi frá búnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn vorið 1940. Var síðan á til-
raunastöð í Danmörku sumarið 1940. Aðstoð-
armaður við Tilraunastöðina á Sámsstöðum
1941 og 1942. Ráðunautur Búnaðarsambands
Suðurlands 1943 til 1945, og 1946 til 1949
kennari við Garðyrkjuskólann að Reykjum.
d. Framkvcemdir 1949 og 1950.
Helztu framkvæmdir 1949 voru þær, að sett var miðstöð í allt íbúðar-
búsið, en áður var aðeins miðstöð í hluta þess. Jafnframt var komið
fyrir vatnssalernum, baðkeri og vöskum, sem ekki hafði verið sett í húsið
áður. Einnig var íbúð tilraunastjóra lagfærð nokkuð, veggfóðraðar stofur
og smíðuð ný eldhúsinnrétting.
Utbúinn var heyvagn á gúmmíhjólum aftan í Farmal eða Jeppa. Auk
þess voru keypt nokkur minni verkfæri til smíða og lagfæringa. Aðrar
framkvæmdir voru ekki svo teljandi sé.
1950 voru byggðir 2 votheysturnar, 7l/£ m háir og 4 m í þvermál,
norðan við íjósið, ásamt skúr, er tengir þá við fóðurgang fjóssins. Turnar
þessir eru um 5 metra í jörð, og var mikið verk að ganga frá í kringum
þá, Var því verki ekki lokið að fullu, er vetur gekk í garð, enda varla við
því að búast, þar sem bygging turnanna stóð yfir í september og tíð mjög
óhagstæð til allrar útivinnu.
Þurrheyshlaðan var endurbætt til bráðabirgða, en önnur hlið hennar
var að falli komin. Keypt var rakstrarvél fyrir Farmal.
Þá var útbúinn annar heyvagn, fjórhjóla, með lágum járnhjólum.
Byggt var yfir Jeppa-bifreiðina allvandað hús. Aðrar byggingafram-
kvæmdir voru ekki svo teljandi sé annað en venjulegt viðhald.
Jafnað var og síðan plægt nokkuð mólendi, um 3 ha, en á þessu
svæði voru braggahverfi á stríðsárunum. Var mikil tilfærsla á þessu landi.
Vegurinn heim að Galtalæk var breikkaður og malborinn.
Arni Jónsson.
2*