Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 23
21
ekki komnir fram. Nú í vetur eru þrír dráttarhestar í fóðrum, en fjórir
voru í fyrra. Engin önnur húsdýr eru tilheyrandi Tilraunastöðinni.
Kristdór Vigfússon hefur verið fjósameistari liæði árin. Auk þess hefur
hann unnið af öðrum bústörfum með fjósinu sumarmánuðina.
/. Tilraunastarfsemin.
1949. Vorið kom mjög seint, eins og vikið er að í veðuryfirlitinu.
Varð því minna úr tilraunastarfseminni en æskilegt hefði verið. Þessar
tilraunir voru framkvæmdar:
Samanburður á fosfórsýruáburðartegundum.
Dreifingartími á hlandi.
— á ammonium nitrati.
— á mykju.
Samanburður á N-áburðartegundum.
Tilr. með samsettan og ósamsettan áburð.
— — sand- og leirþakningu.
— — að sá hvítsmára í gróið land.
— — grænfóðurblöndur.
— — kartöfluafbrigði.
Alls 10 tiiraunir á um 232 tilraunareitum. Auk þess voru nokkrir
sýnisreitir með matjurtum o. fl.
1950. Vorstörf gátu hafizt með byrjun maí, og var öll aðstaða til að
sinna tilraunaverkefnum mun betri en 1949. Var tilraunastarfsemin
aukin nokkuð á árinu. Þessar tilraunir voru framkvæmdar:
Eftirverkun á fosfórsýru-áburðartegundum.
Tilr. með vaxandi skammt af fosfórsýruáburði (ný tilr.).
Tilr. með vaxandi skammt af kalíáburði (ný tilr.).
Samanburður á N-áburðartegundum.
Tilr. með dreifingartíma á ammonium nitrati.
Tilr. með dreifingartíma á stækju (ný tilr.).
Tilr. með endurræktun túna (ný tilr.).
Píningartilr. með kalí (ný tilr.).
Vaxandi skammtar af tilbúnum áb. á kartöflur (ný tilr.).
Alls 12 tilraunir á um 260 reitum, og auk þess voru um 70 sýnis-
reitir, eða samtals um 330 reitir. Tilraunalandið var að stærð 15000 m2.
I tilraunum voru 15 kartöfluafbrigði, 3 teg. af gulrófum, 5 afbrigði
af fóðurrófum og sykurrófum, 2 afbrigði af vorhveiti, 2 af höfrum, 7 af-
brigði af 6 rd. og 2 rd. byggi, 3 afbrigði af lucernu, 1 af maríuskó, 1 af