Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Síða 25
23
sáð smávegis af birki- og grenifræi. Vorið 1950 var plantað út um 1000
3ja ára norskum skógarfuruplöntum liér í heimastöðina.
Uppskera kartaflna var árið 1949 150 tunnur og um 250 1950. Rófna-
uppskera varð 1949 um 50 tunnur, en um 10 tunnur 1950. Stærð kart-
öflulandsins hvort árið um sig var um 9000 m2.
1 meginhluta þessa lands var ræktað stofnútsæði A fyrir Grænmetis-
verzlun ríkisins, af kartögluafbrigðunum Skán og Rauðar íslenzkar.
j. Fjárhagur.
A árinu 1949 var rekstursframlag ríkissjóðs 70.200 kr., en 1950 88.000
kr. Má segja að þetta fé nægi til reksturs Tilraunastöðvarinnar og allra-
brýnasta viðnalds, en að sjálfsögðu eru þessi fjárframlög ekki það rífleg,
að hægt sé að leggja í nokkrar kostnaðarsamar framkvæmdir. Kúabúið
hefur bæði árin gefið nokkurn arð. Trjágarðurinn er baggi á rekstrin-
um, en garðræktin hefur staðið undir kostnaði.
Eignarhluti ríkissjóðs í Tilraunastöðinni, samkvæmt bókfærðu verði,
var í árslok 1949 kr. 51.573.06, en við árslok 1950 kr. 82.525.26. Hafði
þá eignaaukningin 1950 verið um kr. 30.952.20.
k. Véla- og verkfœraeign.
Helztu vélar og verkfæri Tilraunastöðvarinnar eru þesst:
1. Stœrri vélar með tilheyrandi áhöldum:
Farmal A dráttarvél með plóg, sláttuvél, ítu ásamt lyftiútbúnaði.
Jeppi ásamt kerru. 2 rafmótorar, 5,5 og 7,5 kgw. Þreskivél. Kornmylla.
2. Jarðvinnslu-, garðyrkju- og heyvinnuáhöld og vélar:
2 plógar fyrir hesta, diskaherfi, hringvalti, 2 fjölyrkjar, duftblásari,
hreykiplógur, 2 hesta-sláttuvélar, kartöflusorteringsvél, kartöfluupptöku-
vél, 2 rakstrarvélar, 2 heyvagnar, áburðardreifari, 3 kerrur, mjólkur-
flutningakeiTa. Auk þessa eru svo til ýms minni tæki og áhöld, svo sem
amboð, handverkfæri, bæði við garðrækt og jarðvinnslu, o. fl.
7. Vélar og tæki tilheyrandi fjósi og hlöðu:
Rafknúnar Alfa-Laval mjaltavélar. Súgþurrkun í heyhlöðu.
4. Smiðatól o. fl.:
Hefilbekkur, steðji, skrúfstykki, boltasnytti, rörhaldari, rafmagns-
borvél og auk þess ýmiss minni áhöld, svo sem heflar, hamrar, sagir o. fl.
5. Ahöld til rannsókna og mælinga:
Analýtisk vog, reizla, desimalvog, fitumælingaáhald, ýmiss glös og
kolbur, hornspegill og lítill hallamælir.