Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Qupperneq 39
37
hluta landsins. Er breidd þessarar leiræðar sums staðar upp í 60 m.
Sýrustig hefur verið pH 3,5—6. í mýrunum yfirleitt er sýrustigið pH 5—6.
í norðurhluta landsins vestan til finnst einnig dálítið melhorn. Er
melur þesst einkennandi fyrir vestfirzka mela.
Jarðvegsdýpt í efri hluta landsins er yfirleitt 1—2 m. Tekur þá við
möl, leirrunnin.
í suðurhluta landsins eða neðri hluta þess, eins og venja er að til-
greina það, er mikið um hraun, og svo grunnt, að víða er erfitt um franr-
ræslu. Má telja þessar mýrar yfirleitt grunnar forarmýrar.
Mýrarnar í efri hluta landsins eru efalaust sæmilegar til ræktunar,
þó hefur komið í ljós vöntun á bór og kopar, sem verður að telja tölu-
vert algengt fyrirbrigði í jarðvegi hér á landi, einkum þegar gulrófur
eru ræktaðar.
Eins og iand Tilraunastöðvarinnar nú er, verður að telja það frernur
lélegt til beitar. Sótt hefur verið um beytiland fyrir sauðfé, en ennþá
hefur ekki fengizt úrlausn í því efni.
Land stöðvarinnar er nægilega stórt, en það er rírt til allra nytja, fyri'
en það hefur verið ræst fram, en framræsla á landinu kostar mikið fé
og ekki sýnilegt að það verði gert á næstunni.
Þær þrjár eyjar, sem stöðin liefur, gefa af sér árlega urn 1 kg af æðar-
dún. Þá er þar haustbeit fyrir 40 fjár frá 25. sept. til jóla.
Sem bújörð verður því að telja Tilraunastöðina fremur rýra, þar til
liægt verður að reka búskap á ræktuðu landi. Markaður fyrir mjólkur-
framleiðslu er liér enginn og samgöngur mikinn hluta ársins mjög lé-
legar, svo ekki yrði hægt að koma mjólk eða mjólkurvörum frá sér með
viðráðanlegum kostnaði. Sauðfjárræktin er sú búgrein, sem líklegust er
til að geta borið sig f járhagslega, þegar beitiland er fengið bæði með fram-
ræslu heimaíandsins og með því að fá upprekstrarland.
Eins og þegar er getið, liggur Tilraunastöðin í Reykhólasveit. Á
Vesturlandsveg eru 15 km, þar sem hann liggur framhjá botni Beru-
fjarðar. Á sumrin ganga áætlunarbílar tvisvar í viku um Vesturlandsveg
og liafa viðkomu í Bjarkarlundi, en hann er 286 knr frá Reykjavík.
Króksfjarðarnes er næsti verzlunarstaður, og eru 30 km þangað frá
Reykhólum, en þaðan til Reykjavíkur eru 270 km. Þangað eru skipa-
ferðir á sumrin, en oft stopular á vetrum vegna ísalaga. Er skipsferðum
á Breiðafirði haldið uppi af „flóabátum", sem ganga um Flatey, Stykkis-
hólm og til hafna við Faxaflóa og til Reykjavíkur.
Frá Stað á Reykjanesi eru bátsferðir til Króksfjarðarness eða Flateyjar
x sambandi við ferðir flóabátanna. Oftlega kemur það fyrir tímunum
saman að vetri, að allar samgöngur við Króksfjarðarnes eru útilokaðar,
bæði á sjó og landi vegna snjóa og ísalaga. Kaupfélagið á Króksfjarðar-