Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 41
39
Reykhólar.
vegur að íbúðarhúsi at Reykjanesvegi (um 700 m) og girtir um 75 ha af
landi stöðvarinnar.
Um vorið var keyptur vörubíll, og gat hann annazt töluvert a£ flutn-
ingum í sarnbandi við þessar framkvæmdir, einkum keyrslu heimavið.
Kostnaður við þessar framkvæmdir varð kr. 417.985.00. Verður að
telja hann allmikinn, en aðstæður allar voru mjög erfiðar. Tíðin var
mjög óhagstæð, svo til stöðugar úrkomur allt sumarið. Vegurinn út á
Reykjanesið var nýlagður og varð illfær í hinum miklu úrkomum, svo
stórfelldar tafir urðu vegna þessa. Mölina þurfti að sækja um 15 km
leið, inn í Berufjörð, og flytja hana eftir hinum slæma Reykjanesvegi.
Sand var aftur á móti hægt að taka hér rétt hjá. Þá voru og nokkrar
tafir og aukakostnað.ur í sambandi við byggingarefni, einkum timbur,
sem þá vai af skornum skammti, og varð að kaupa það m. a. frá Bíldudal.
Yfirumsjón með byggingunni hafði Björn Rögnvaldsson, bygginga-
meistari ríkisins en Böðvar Tlis. Bjarnason var byggingameistari við
framkvæmdirnar.
Þegar hætt var framkvæmdum um haustið 1947 var fjárhagur orðinn
mjög þröngur vegna mikilla skulda, og ekki annað sjáanlegt um áramótin
1947 og ’4S, en að hætta yrði frarnkvæmdum að sinni, því fjárveitingar
frá Alþingi nægðu ekki til að greiða skuldir, hvað þá til að stofna til
\ áframhaldandi byggingaframkvæmda.