Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Síða 44
42
sem enginn koji jylgdi landi því, sem Tilraunastöðinni var úthlutað,
hvorki fyrir menn né skeþnur. Hér þurfti því að byggja allt, bæði smátt
og stórt. Héi er um landnám að ræða í orðsins fyllstu merkingu, og til
þess þarf meira fé en margur hyggur. Hverja vinnustund og aðra þjón-
ustu verðui að greiða fyllsta kaupi, en tekjumöguleikar af búrekstri engir
fyrstu árin, þar sem enginn blettur var ræktaður, og svo til ekkert annað
land en forblaut mýri.
Auk þeirra stofnframlaga, sem þegar er getið, hefur Tilraunastöðin
fengið fjárveitingar til reksturs:
Árið 1948 .... kr. 74.000.00 Fyrsta framl. til reksturs.
- 1949 .... - 77.300.00
- 1950 .... - 98.000.00
Alls kr. 249.000.00
Um þessar fjárveitingar er það að segja, að þær verður að telja mjög
viðunandi, þegar tekið er tillit til, hversu reksturinn var fábrotinn þessi
fyrstu ár, enda hefur verulegur hluti af rekstrarfénu gengið beint í stofn-
framkvæmdir, ýmist til að standa straum af skuldum vegna stofnfram-
kvæmda eða í óhjákvæmilegar framkvæmdir, eða til kaupa á vélum og
verkfærum o. fl.
Hér hefur verið gerð lausleg grein fyrir fjárframlögum til Reykhóla.
Upphæðirnar eru allháar á okkar mælikvarða, en þó vil ég áætla, að
auk þessara framlaga, mundi varla nægja minni viðbótarframlög en
0.8—1.0 milljónir kr. til að koma upp byggingum, ræktun og öðrum
framkvæmdum, sem telja verður nauðsynlegar, til þess að Tilraunastöðin
verði hlutverki sínu vaxin og hægt verði að gera þar tilraunir, sem gætu
orðið til hagsbóta fyrir íslenzkan landbúnað. Ég skil ekki gjörla, hvernig
menn geta látið sig dreyma um að koma upp heilli stofnun á óræktar-
mýri, í afskekktri sveit á íslandi, án þess að til þess þurfi mikið fjármagn.
5. Búið og búrekstur.
Árið 1948 var byrjaður búskapur með tveim kúm, eins og áður er
sagt. Hefur bústofnsaukning verið þessi:
í árslok 1949 voru 3 kýr, 1 vetrungur, 3 ær, 34 gemlingar, 1 hrútur
og 13 alifuglar.
1950 eru 6 kýr, 1 vetrungur, 35 ær, 20 gemlingar og 8 alifuglar.