Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 54
52
Er um helmingur mýri, en hinn helmingurinn mólendi, allt ræktanlegt
og grjótlaust. Neðan hagagirðingar eru um 100 ha af ræktanlegu landi,
bæði mýrar og móar.
Þjóðvegurinn inn Fljótshlíð klýfur land Sámsstaða. Eru um 51 ha
fyrir neðan veg.
Landinu hallar öllu mót suðri fyrir ofan veg, en fyrir neðan veg er
halli þess lítill. Nær það niður að bökkum Þverár á um það bil kílómeters
svæði. Fyrir ofan veg er landið fremur ófrjótt, og var vikur í hverri þúfu
áður en ræktun hófst. Við vinnsluna blandaðist vikurinn saman við jarð-
veginn og gerði hann gljúpan og myldið sáðland. Þykkt jarðvegsins er
víðast hvar 1—-2 m, en tekur þá við móhellu- og molabergsklöpp, og
er þessi bergtegund undir öllu landinu.
Mýrlendið fyrir ofan veg er venjuleg grasmýri með starar- og elftingar-
gróðri, og má segja að mýrlendi Sámsstaða sé mjög líkt.
Af landinu fyrir neðan þjóðveg er um l/3 mýri, og liggur það næst
veginum. Þá tekur við valllendisjarðvegur, fremur frjótt mólendi. Neðst
í landinu, á bökkum Þverár, er sandkennt vallendi, fremur frjótt.
Rannsóknir á sýrustigi jarðvegsins hafa sýnt, að það er frá 5,8 til 7 pH,
eða mjög hagstætt fyrir bæði kornrækt, grasrækt og garðrækt.
Á þeim 25 árum, sem Tilraunastöðin hefur verið starfrækt, er búið
að rækta 57 ha.
Sámsstaðir liggja 116 km frá Reykjavík.
Hnattstaðan er 64.15° n. 1. breiddar og 20.06° v. 1. lengdar.
3. Fyrirkomulag reksturs og ræktunar.
Á árunum 1927—1936 hafði forstöðumaður Tilraunastöðvarinnar
jörðina á leigu og rak þar búskap fyrir eiginn reikning, jafnframt því
sem hann sá um alla tilraunastarfsemi. 1936 tók Búnaðarfélag íslands
eða Tilraunastöðin við búrekstri undir umsjá tilraunastjórans. Jafnframt
var gerð sú breyting, að efri hluti landsins neðan hagagirðingar, um 30 ha,
og þar á meðal gömlu túnin á Mið- og Austur-Sámsstöðum, var leigt sem
bújörð. Hefur þá Tilraunastöðin 20 ha ofan þjóðvegar, auk landsins fyrir
neðan veg, um 51 ha, sem áður er getið.
Þegar á fyrstu árum stöðvarinnar var byrjað á kornrækt, auk grasfræ-
ræktar og margs konar annarri tilraunastarfsemi. Frá því stöðin var stofn-
uð, eða 24 ár, liefur alls verið framleitt um 1200 tn. af byggi, 1040 tn.
hafrar og um 1000 kg. vetrarrúgur. Mun meðaluppskera af ha vera um
1650 kg af korni. Af grasfræi liefur verið framleitt um 10 tonn og upp-
skera um 200—700 kg/ha af sæmilega hreinsuðu fræi. Fræ hefur verið
ræktað af þessum tegundum: Háliðagrasi, hávingul, túnvingul, mjúk-