Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 56
54
áfram, enda þótt hún liafi ekki beinlínis verið í tilraunaformi, nema að
litlu leyti, og því árlega verið uppskorið grasfræ, eins og áður er að vikið.
Skal nú vikið nokkru nánar að tilrauna-verkefnunum. Aherzla var
lögð á að bera saman innlenda og erlenda stofna af túnvingul, vallar-
sveifgrasi, hávnigul, axhnoðapunkti og rýgresi, með hliðsjón af frærækt.
Auk þess var reynd frærækt af línsveifgrasi, hásveifgrasi, fóðurfaxi, akur-
faxi, lijúkfaxi og háliðagrasi. Þá hefur stöðugt verið unnið að úrvali í
túnvingli og vallarsveifgrasi. Verður því haldið áfram.
Ýmsar athuganir hafa verið gerðar með áburð til grasfræræktar, um
snöggan eða loðinn slátt o. fl. Þá hefur árlega verið rannsakað bæði fræ-
þyngd og grómagn af öllum grasfrætegundum, sem ræktaðar hafa verið
hverju sinni. Hefur það sýnt sig, að grómagn fræsins er mjög sæmilegt
(ca. 80—90%) í meðalári og góðum, sé þurrkun þess í lagi.
Engum vafa er það undirorpið, að fenginni reynslu, sem hér hefur
verið getið um, grasfræ og grómagnsrannsóknir, að framleiðsla á grasfræi
er framkvæmanleg hér á landi, ef til eru fljótvaxnir stofnar þeirra teg-
unda, sem ná hér góðum þroska í meðalári, og ef þurrkunarvélar eru
fyrir hendi tii að þurrka fræið. Telja má ntjög líklegt, að fræræktin sé
einn af þeim möguleikum, sem íslenzkur landbúnaður hefur upp á að
bjóða, en þá þarf jafnframt að koma á skipulegu sáðskipti.
b. Veðurathuganir.
Um leið og tilraunastarfsemi var hafin á Sámsstöðum, var byrjað á
veðurathugunum. Á stöðin nú mjög aðgengilegt uppgjör á hita, úrkomu,
vindstyrk og vindstöðu. Er það gert upp fyrir hvern mánuð út af fyrir
sig og svo ársmeðaltal, í þau 24 ár, sem stöðin hefur starfað. Er þetta mjög
mikilvægt vegna tilraunastarfseminnar, til þess að geta séð, hver áhrif
ýmsir þættir veðráttunnar hafa, t. d. á þroskun korns og fræs, not áburðar,
grassprettu, kartöfluuppskeru og gæði hennar (þurefni o. fl.).
Undanfarin tvö ár hafa verið gerðar jarðvegsmælingar á flötu og hall-
andi graslendi (þær fyrstu hér á landi), og hefur þegar komið í ljós, að
á sumrinu verður jarðvegshitinn allt að 1° C. hlýrri á hallandi landi
en flötu.
c. Kornyrkja.
Á meðan ég vann hjá Búnaðarfélagi íslands við Gróðrarstöðina í
Reykjavík, frá 1923—1927, var byrjað á tilraunum með byggafbrigði.
Bentu þessar 4 ára tilraunir á, svo og tilraunir, sem gerðar höfðu verið
áður bæði í Reykjavík og í Gróðrarstöðinni á Akureyri, að kornrækt væri