Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Side 60
58
Við áframhaldandi efnarannsóknir a grænheysmjölinu hefur komið í
ljós, að innlenda mjölið er ekki eins proteinríkt og erlent. Mun þetta
stafa m. a. af ýinsurn byi'junarerfiðleikum í sambandi við sláttutíma,
áburðardreifingu og grastegundirnar sjálfar, sem notaðar liafa verið til
heymjölsgerðar o. fl.
Vél sú, sem notuð lrefur verið 3 undanfarin sumur, var útveguð af
Agúst Jónssyni rafvirkja í Reykjavík og kallast „All Crop Dryer“. Er
þetta sambyggður blásari og olíubrennari. Er loftið upphitað með hrá-
olíu. Blásarinn getur blásið 23 þúsund kúbikfetum af lofti, sem hita má
í 75—80° C. Blásarinn er svo tengdur við kassa, sem heyið er látið í og
þurrkað. Tekur þessi þurrkkassi um 500 kg af þurru heyi. Eftir að
þurrkuninni er lokið í þessum kassa, má mala beyið í hinni sérstöku
myllu, sem skilar því sem grænmjöli.
„All Crop Dryer“ skilar 100—150 kg af þurru fóðri á klukkustund,
ef grasið er grasþurrt þegar það er látið í þurrkarann, en sé það hálf-
þurrt, skilar hann 400—500 kg af fullþurrkuðu heyi.
Efalaust eiu til hagkvæmari gerðir af hraðþurrkunarvélum, sem betur
mundu hæfa íslenzkum skilyrðum, og er það rannsóknarefni.
i. Rannsóknir á korni og grasfrœi.
Á hverjum vetri eru gerðar spírunartilraunir með allar tegundir og
afbrigði af korni og grasfræi, sem stöðin framleiðir, svo og aðsent korn.
Jafnfraint spírunartilraununum er kornþyngdin rannsökuð á öllum
afbrigðum og tegundum, sem ræktaðar eru; er það svo kölluð 1000 korna
þyngd. Auk þess er hektólítervigt gerð á korninu, en hún gefur til kynna
þyngd kornsins.
Þessar rannsóknir miða allar að því að upplýsa gæði korns og gras-
fræs. Niðurstöður þessara rannsókna sýna á hverjum tíma m. a., hversu
þroskun hefur verið og livers konar vara kornið og gxasfræið er í heild
og einstökum tilfellum.
Rannsóknir þessar hófust fyrst í Reykjavík 1924 og hafa síðan verið
gerðar árlega. Þær eru rnjög þýðingarmikill liður í tilraunum og athug-
unum með korn og grasfræ. Rannsóknir þessar liafa leitt í ljós, að inn-
lent grasfræ getur haft eins mikinn gróþrótt og erlent grasfræ, sé það
vel þroskað og vel þurrkað. í sumum tilfellum hefur innlenda fræið
verið þyngra en hliðstæðar erlendar tegundir. Einnig hafa rannsóknirnar
á byggi og Iiafrakorni leitt í ljós, að kornþyngd eða mjölvismagn er einnig
fullkomlega sambærilegt við erlent korn af sömu afbrigðum. Má segja
að þessi árangur fáist í meðalári hér sunnan lands og öllum betri árum,
ef rétt er að öllu unnið og þurrkun og geymsla tekst vel.