Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Page 62
60
5. Framkvæmdir.
Eins og þegar er tekið fram hófst tilraunastarfsemi á Sámsstöðum
1927. Var þá straks lrafizt handa um ýmiss konar umbætur á jörðinni, og
þá fyrst og fremst ræktun fyrstu árin, ásamt útvegun nauðsynlegra áhalda
og verkfæra til jarðyrkju, kornræktar og grasfræsræktar. Voru þetta fyrstu
verkefni Tilraunastöðvarinnar.
Allar framkvæmdir liafa yfirleitt tekið langan tíma, því fjárframlög
til stofnframkvæmda hafa jafnan verið mjög af skornum skammti. En
þrátt fyrir þessa erfiðleika, liefur þó jafnt og þétt verið unnið að nauðsyn-
legum umbótum, svo sem ræktun, útvegun verkfæra og byggingum. Vil
ég telja, að tilraunastöðin á Sámsstöðum sé nú orðin allvel á vegi stödd
með verkfæri, byggingar og ræktun, þótt enn vanti eitt og annað, sem
telja verður nauðsynlegt tilraunastöð. Þar til má nefna rannsóknarstofu
með tilheyrandi húsnæði og tekjum. Þá eru ennþá miklir ónotaðir rækt-
unarmöguleikar, og mætti auka bæði fóðuröflun og þar með búfjárrækt-
ina, en til þess þarf byggingar til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Þannig má
segja, að enn séu mörg atriði varðandi framkvæmdir óleyst.
Hér verður lauslega gerð grein fyrir helztu byggingaframkvæmdum.
Arið 1927 var gamli bærinn á Mið-Sámsstöðum endurbættur. Sama
ár var einnig hafizt handa um byggingu á kornhlöðu, sem staðsett var
rétt fyrir neðan þjóðveginn í landi Tilraunastöðvarinnar, nálægt miðju
þess. 1930 var byggð viðbót við kornhlöðuna. Er kornhlaða þessi það
stór, að hún rúmar alla kornuppskeru og grasfræuppskeru, enda þótt slík
ræktun hafi verið á um 10 lia lands. Þá er í hlöðu þessari mjög rúmgóð
þurrkloft fyrir korn og fræ. Hún er byggð úr trégrind, klædd með báru-
járni að utan, en þak klætt asbestplötum. Loft eru úr tré. Undirstaða er
steypt.
1932 var íbúðarhús byggt. Er það allmikil bygging, steinsteypt, kjall-
ari, hæð og ris með porti og kvistum, og stendur ofan þjóðvegar, um
200 m frá kornhlöðu.
Arið 1936 var byggt fjós fyrir 20 gripi. ásamt hlöðu og votheysgryfjum.
Undir fjósinu er haughús og safnþró, en yfir því er geymsluloft. Auk 20
bása fyrir kýr, er pláss fyrir 8—10 ungviði, auk mjólkurhúss og kjarnfóður-
geymslu. Eru byggingar þessar vestan íbúðarhúss.
Árið 1940 var komið upp lítilli heimilisrafstöð (um 4.5 kgw) við bæjar-
lækinn. Varð þessi framkvæmd til verulegs sparnaðar og mikilla þæginda,
þótt vatnsmagn læksins væri mjög háð úrkomu. Sogsrafmagn kemur á
þessu ári.
1945 var byggður starfsmannabústaður með tveim íbúðum, 2 her-