Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Síða 64
62
Ríkissjóður hefur nú greitt B. í. andvirði þess hluta, sem B. í. átti í
Sámsstöðum, og er því nú eigandi að Tilraunastöðinni á Sámsstöðum.
Fyrir rekstur Tilraunastöðvarinnar liafa þessi eigandaskipti engin
áhrif önnur en þau, að ekki þarf að greiða af rekstrarfé leigu til B. í.,
sem verið hefur 6—10000 kr. á ári síðan 1947, að B. í. leigði stöðina.
Tilraunaráð jarðræktar hefur umráð eignarinnar á sama hátt og verið
hefur undanfarin ár.
í heild má segja, að fjárframlög hafa einlægt verið mjög takmörkuð,
og hefur það hvort tveggja í senn seinkað uppbyggingu stöðvarinnar og
einnig gengið útyfir tilraunastarfsemina á þann hátt, að forstöðumaður
Tilraunastöðvarinnar hefur verið rneira og minna upptekinn af búrekstri
og stofnframkvæmdum, sem staðið hafa óslitið að kalla í 24 ár.
7. Verkfæra- og vélaeign.
Eins og þegar hefur verið tekið fram, hefur stöðugt verið aukið við
véla- og verkfærakost Tilraunastöðvarinnar frá því fyrsta. Má segja að
aukning á vélakosti sé alltaf nauðsynleg, því nýjar og handhægari vélar
koma í stað hinna gömlu.
Hér verða taldar upp helztu vélar og verkfæri, sem Tilraunastöðin
hefur yfir að ráða:
1 Chevrolet-vörubifreið, Farmall-dráttarvél með öllum tækjum, 2 fjór-
hjólaðir vagnar, tæki til hraðþurrkunar á grasi, ásamt hamramyllu, korn-
mylla, þreskivél, 2 hreinsivélar fyrir korn og fræ, sjálfbindari fyrir dráttar-
vél, korn-sláttuvél fyrir hesta, 2 rakstrarvélar o. fl. heyvinnuvélar fyrir
hesta. Ymiss konar jarðyrkjuverkfæri fyrir hesta, svo sem diskherfi, fjaðra-
herfi o. fí. 2 upptökuvélar fyrir kartöflur, kornsáðvél. Af rannsóknar-
tækjum eru þessi til: Spírunaráhald, analytisk vog, hektolitervog og
sterkjuvog. Þá er til smiðja, desimalvog, 2 valtarar, áburðardreifari o. fl.
Mjaltavélar eru í fjósi, olíukynding í íbúðarhúsi, votheyspressa í vot-
heysgryfju. Auk þess eru ýmiss konar minni verkfæri og áhöld, bæði til
jarðvinnslu, garðræktar, heyskapar, smíða o. fl.
Við matið, sem framfór vegna sölu Sámsstaða, voru öll verkfæri og
vélar metnar á 126 þús. kr. og var það verð miðað við árslok 1950, en
húsmunir og tæki til heimils á kr. 15.400.00.
Allar vélar og verkfæri geta komizt í verkfærageymslurnar, sem eru
2 braggar.