Rit Landbúnaðardeildar : A-flokkur - 15.12.1951, Blaðsíða 82
V. Skýrsla Tilraimastöðvarinnar á Skriðuklaustri.
JÓNAS PÉTURSSON, ÁRNI JÓNSSON
1. Tildrög að stofnun tilraunastöðvar á Austurlandi.
a. Þáttur Búnaðarsambands Austurlands.
Árið 1905 hóf Búnaðarsamband Austurlands tilraunir á skólasetrinu
Eiðar í Eiðahreppi í Suður-Múlasýslu. Um og eftir aldamótin vaknaði
almennur áhugi fyrir ýmiss konar umbótum og nýjungum í búnaði, og
þar á meðal áhugi fyrir jarðræktartilraunum.
Ræktunarfélag Norðurlands hafði beitt sér fyrir stofnun tilrauna-
stöðvar á Akureyri, og hefur sú framkvæmd efalaust verið kvatning til
áhrifa manna á Austurlandi í búnaðarmálum, um að hefja í þeim lands-
fjórðungi skipulega tilraunastarfsemi í jarðrækt. Eiðar eru þó ekki gerðar
að eiginlegri tilraunastöð, heldur lætur Búnaðarsamband Austurlands
gera þar og einnig víðar tilraunir í jarðrækt.
Frá því 1905—1918 eru gerðar margvíslegar tilraunir á Eiðum, m. a.
í garðrækt, trjárækt, blómarækt, og með bæði húsdýraáburð og tilbúinn
áburð o. fl.
Á árunum 1918—1927 leggjast tilraunir niður á Eiðum, m. a. af fjár-
hagsástæðum B. A., en fjárhagur þess var mjög þröngur á þessum árum.
Sambandið hafði einnig mjög takmarkað land til umráða á Eiðum, og
gat því ekki komið upp þeirri starfsemi þar, sem æskileg gat talizt í sam-
bandi við tilraunastarfsemi.
1928 tók B. A. aftur upp tilraunastarfsemi á Eiðum, og var tilraun-
um haldið þar áfram til ársins 1938, en þá eru þær lagðar niður aftur,
fyrir fullt og allt. Enda má segja að þá séu tilraunamál landbúnaðarins
að komast á fastari grundvöll í heild, þannig að ríkið taki að sér rekstur
tilraunastarfseminnar. Má vera, að B. A. hefði fram að þessu rekið
einhverja tilraunastarfsemi að Eiðum, ef tilraunamálum hefði ekki skip-
azt svo sem gert var með lögum Nr. 64, frá 1940.
Um tilraunastarfsemina á Eiðum liggur ekki fyrir nein heildarskýrsla,